Ferdinand og Terry rífa upp gömul sár í rifrildi á Twitter Valur Páll Eiríksson skrifar 27. maí 2022 11:31 Tveir með „viðkvæm egó“? Ross Kinnaird/Getty Images Fyrrum ensku miðverðirnir Rio Ferdinand og John Terry hafa átt í opinberum deilum á samfélagsmiðlinum Twitter. Þar metast þeir um hvort þeirra hafi verið betri leikmaður og segja báðir hinn vera viðkvæma sál. Allt hófst þetta með vali hins 43 ára gamla Rio Ferdinand á bestu fimm miðvörðum í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Ferdinand, sem vann á sínum tíma sex enska meistaratitla með Manchester United, hikaði ekki við að setja sjálfan sig í efsta sæti eigin lista. Fyrrum samherji hans, Nemanja Vidic var í öðru sæti, svo fylgdu Virgil van Dijk, Jaap Stam og neðstur John Terry í fimmta sæti. Valið virðist eitthvað hafa farið fyrir brjóstið á Terry sem endurtísti færslu frá LDN Football sem sýndi fram á hvert tölfræðiatvikið á fætur öðru sem sýndi fram á að Terry sjálfur ætti að vera í efsta sæti lista hvers manns. . pic.twitter.com/bdHOm1xvo3— LDN (@LDNFootbalI) May 26, 2022 Í kringum miðnætti í gærkvöld sá Ferdinand sig knúinn til að svara fyrir sig og réttlæta valið. Ferdinand sagði á Twitter: „Þegar aðili þarf að þrýsta fram þeirra eigin metum og tölfræði, fer að verða tímabært að endurskoða eigið viðkvæma egó. Þú ert heppinn að ég setti þig yfirhöfuð á topp 5 listann eftir kynþáttafordómamálið tengt bróður mínum, svo þakkaðu fyrir að þú yfirhöfuð komist á listann.“ Ferdinand vísar þarna í mál frá árinu 2011 þar sem Terry var undir lögreglurannsókn vegna meintra rasískra ummæla í garð bróður Rios, Antons Ferdinand, í leik Chelsea og Queens Park Rangers. Terry, sem er 41 árs, var sýknaður fyrir dómi, en var hins vegar sviptur fyrirliðabandinu hjá enska landsliðinu og dæmdur í fjögurra leikja bann vorið 2012. Í kjölfarið hætti hann með landsliðinu, sem hann spilaði aldrei með aftur. A fragile Ego is putting yourself at Number 1 @rioferdy5 Thanks for putting me in your top 5 — John Terry (@JohnTerry26) May 26, 2022 Terry var fljótur að svara, og skaut til baka: „Viðkvæmt egó er að setja sjálfan þig í fyrsta sæti @rioferdy5 Takk fyrir að setja mig í topp 5.“ Terry lét það ekki duga og svaraði í kjölfarið stuðningsmanni á Twitter seint í gærkvöld. Sá gagnrýndi þessa færslu fyrrum Chelsea-mannsins, þar sem hún ávarpaði ekki fullyrðingu Ferdinand um málið sem tengdist bróður hans. Terry ítrekaði að tölfræði og staðreyndir töluðu sínu máli "EKKI SEKUR. Búinn að ávarpa það, hvað nú?" þar sem með fylgdi trúðatjákn, gefandi í skyn að maðurinn væri trúður. Samskipti Terry og mannsins Jack á Twitter.Skjáskot/Twitter Þeir Ferdinand og Terry voru keppinautar með félagsliðum sínum, Manchester United og Chelsea, en á sama tíma samherjar í enska landsliðinu þar sem þeir spiluðu fjölmarga leiki saman sem miðverðir liðsins. Köldu hefur hins vegar andað á milli þeirra frá málinu áðurnefnda, vegna meintra kynþáttafordóma Terrys. Enski boltinn Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn Í beinni: Real Betis - Chelsea | Barist um titil í Póllandi Fótbolti Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti Fleiri fréttir „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Í beinni: Real Betis - Chelsea | Barist um titil í Póllandi Damir þakkar fyrir sig eftir stutta dvöl í Asíu Arsenal að sækja miðjumann þó það sárvanti framherja Henry segir að Arsenal hafi ekki staðið undir væntingum United niðurlægt í Malasíu Steinhissa á að leikmaður sinn væri mættur á úrslitaleikinn Fanndís kölluð inn í landsliðið eftir fimm ára fjarveru Leita til Liverpool að nýjum kollega Hákonar „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Dómari í máli Maradona hættir vegna umdeildrar þátttöku í heimildaþáttaröð „Skeptískir að einhver Íslendingur gæti gert Brann að góðu fótboltaliði“ Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Hólmbert skiptir um félag Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Stuðningsmenn Chelsea köstuðu glösum og stólum í Póllandi „Ég er svo pirruð, ég er svo pirruð“ Nýr sex ára samningur hjá Lamine Yamal Jón Þór dæmdur í leikbann og þjálfari Árbæjar fékk fjóra leiki Bestu kaupin, nýyrði í boltanum og hver verður markakóngur? „Án Meistaradeildarinnar þurfum við ekki stóran leikmannahóp“ Missti markmannsstöðuna og hætti með landsliðinu Sævar Atli orðinn leikmaður Brann Þróttur geti klárlega landað titlinum: „Mér finnst þetta stórkostlegt lið“ Júlíus meiddur og Tómas tekinn inn í landsliðshópinn Ásakaður um að lemja leikmenn í unglingaliði Roma Forstjóri Liverpool þakkar stuðningsmönnum sem hjálpuðu hver öðrum Sjá meira
Allt hófst þetta með vali hins 43 ára gamla Rio Ferdinand á bestu fimm miðvörðum í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Ferdinand, sem vann á sínum tíma sex enska meistaratitla með Manchester United, hikaði ekki við að setja sjálfan sig í efsta sæti eigin lista. Fyrrum samherji hans, Nemanja Vidic var í öðru sæti, svo fylgdu Virgil van Dijk, Jaap Stam og neðstur John Terry í fimmta sæti. Valið virðist eitthvað hafa farið fyrir brjóstið á Terry sem endurtísti færslu frá LDN Football sem sýndi fram á hvert tölfræðiatvikið á fætur öðru sem sýndi fram á að Terry sjálfur ætti að vera í efsta sæti lista hvers manns. . pic.twitter.com/bdHOm1xvo3— LDN (@LDNFootbalI) May 26, 2022 Í kringum miðnætti í gærkvöld sá Ferdinand sig knúinn til að svara fyrir sig og réttlæta valið. Ferdinand sagði á Twitter: „Þegar aðili þarf að þrýsta fram þeirra eigin metum og tölfræði, fer að verða tímabært að endurskoða eigið viðkvæma egó. Þú ert heppinn að ég setti þig yfirhöfuð á topp 5 listann eftir kynþáttafordómamálið tengt bróður mínum, svo þakkaðu fyrir að þú yfirhöfuð komist á listann.“ Ferdinand vísar þarna í mál frá árinu 2011 þar sem Terry var undir lögreglurannsókn vegna meintra rasískra ummæla í garð bróður Rios, Antons Ferdinand, í leik Chelsea og Queens Park Rangers. Terry, sem er 41 árs, var sýknaður fyrir dómi, en var hins vegar sviptur fyrirliðabandinu hjá enska landsliðinu og dæmdur í fjögurra leikja bann vorið 2012. Í kjölfarið hætti hann með landsliðinu, sem hann spilaði aldrei með aftur. A fragile Ego is putting yourself at Number 1 @rioferdy5 Thanks for putting me in your top 5 — John Terry (@JohnTerry26) May 26, 2022 Terry var fljótur að svara, og skaut til baka: „Viðkvæmt egó er að setja sjálfan þig í fyrsta sæti @rioferdy5 Takk fyrir að setja mig í topp 5.“ Terry lét það ekki duga og svaraði í kjölfarið stuðningsmanni á Twitter seint í gærkvöld. Sá gagnrýndi þessa færslu fyrrum Chelsea-mannsins, þar sem hún ávarpaði ekki fullyrðingu Ferdinand um málið sem tengdist bróður hans. Terry ítrekaði að tölfræði og staðreyndir töluðu sínu máli "EKKI SEKUR. Búinn að ávarpa það, hvað nú?" þar sem með fylgdi trúðatjákn, gefandi í skyn að maðurinn væri trúður. Samskipti Terry og mannsins Jack á Twitter.Skjáskot/Twitter Þeir Ferdinand og Terry voru keppinautar með félagsliðum sínum, Manchester United og Chelsea, en á sama tíma samherjar í enska landsliðinu þar sem þeir spiluðu fjölmarga leiki saman sem miðverðir liðsins. Köldu hefur hins vegar andað á milli þeirra frá málinu áðurnefnda, vegna meintra kynþáttafordóma Terrys.
Enski boltinn Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn Í beinni: Real Betis - Chelsea | Barist um titil í Póllandi Fótbolti Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti Fleiri fréttir „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Í beinni: Real Betis - Chelsea | Barist um titil í Póllandi Damir þakkar fyrir sig eftir stutta dvöl í Asíu Arsenal að sækja miðjumann þó það sárvanti framherja Henry segir að Arsenal hafi ekki staðið undir væntingum United niðurlægt í Malasíu Steinhissa á að leikmaður sinn væri mættur á úrslitaleikinn Fanndís kölluð inn í landsliðið eftir fimm ára fjarveru Leita til Liverpool að nýjum kollega Hákonar „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Dómari í máli Maradona hættir vegna umdeildrar þátttöku í heimildaþáttaröð „Skeptískir að einhver Íslendingur gæti gert Brann að góðu fótboltaliði“ Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Hólmbert skiptir um félag Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Stuðningsmenn Chelsea köstuðu glösum og stólum í Póllandi „Ég er svo pirruð, ég er svo pirruð“ Nýr sex ára samningur hjá Lamine Yamal Jón Þór dæmdur í leikbann og þjálfari Árbæjar fékk fjóra leiki Bestu kaupin, nýyrði í boltanum og hver verður markakóngur? „Án Meistaradeildarinnar þurfum við ekki stóran leikmannahóp“ Missti markmannsstöðuna og hætti með landsliðinu Sævar Atli orðinn leikmaður Brann Þróttur geti klárlega landað titlinum: „Mér finnst þetta stórkostlegt lið“ Júlíus meiddur og Tómas tekinn inn í landsliðshópinn Ásakaður um að lemja leikmenn í unglingaliði Roma Forstjóri Liverpool þakkar stuðningsmönnum sem hjálpuðu hver öðrum Sjá meira