Enn stöðvar inflúensan lið Brynjólfs sem hefur sloppið og fer til Íslands í dag Sindri Sverrisson skrifar 27. maí 2022 15:00 Brynjólfur Willumsson er í íslenska U21-landsliðshópnum sem spilar þrjá heimaleiki 3.-11. júní. Getty Brynjólfur Willumsson og félagar í norska knattspyrnuliðinu Kristiansund geta ekki mætt Sandefjord á sunnudaginn vegna þess að inflúensa A hefur leikið lið Kristiansund grátt. Leiknum hefur því verið frestað rétt eins og leik við Tromsö sem fara átti fram fyrr í þessari viku. „Þrír af fjórum þjálfurum liðsins eru veikir, yfirmaður félagsins sem og margir leikmannanna. Ég er að reyna að ná yfirsýn yfir þetta með lækni félagsins,“ segir Terje Wiik, yfirmaður íþróttamála hjá Kristiansund. Brynjólfur svaraði því til við Vísi að hann hefði hingað til sloppið við smit en að æfingar hefðu verið afar fámennar síðustu daga. Hann var einn fjögurra leikmanna aðalliðsins sem gátu æft af fullum krafti og voru leikmenn úr unglingaliðinu fengnir til að vera með. Næsti leikur Kristiansund er ekki fyrr en eftir miðjan júní og Brynjólfi var því leyft að fljúga heim til Íslands í dag. Brynjólfur er í U21-landsliðshópnum sem leikur í undankeppni EM gegn Liechtenstein, Hvíta-Rússlandi og Kýpur. Leikirnir fara allir fram á Víkingsvelli 3., 8. og 11. júní. „Því miður er enn mikið um smit í liðinu. Rétt eins og á miðvikudaginn hefði ekki verið rétt gagnvart liðunum sem eiga í hlut né öðrum liðum í deildinni að láta þau spila,“ sagði Nils Fisketjönn, mótastjóri hjá norska knattspyrnusambandinu. Kristiansund bíður enn eftir fyrsta sigri sínum á tímabilinu en liðið er aðeins með eitt stig eftir sjö leiki. Norski boltinn Fótbolti Landslið karla í fótbolta Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Í beinni: Portsmouth - Arsenal | Skytturnar á slóðum Hemma Hreiðars Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Fleiri fréttir Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Í beinni: Portsmouth - Arsenal | Skytturnar á slóðum Hemma Hreiðars Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Sjá meira
Leiknum hefur því verið frestað rétt eins og leik við Tromsö sem fara átti fram fyrr í þessari viku. „Þrír af fjórum þjálfurum liðsins eru veikir, yfirmaður félagsins sem og margir leikmannanna. Ég er að reyna að ná yfirsýn yfir þetta með lækni félagsins,“ segir Terje Wiik, yfirmaður íþróttamála hjá Kristiansund. Brynjólfur svaraði því til við Vísi að hann hefði hingað til sloppið við smit en að æfingar hefðu verið afar fámennar síðustu daga. Hann var einn fjögurra leikmanna aðalliðsins sem gátu æft af fullum krafti og voru leikmenn úr unglingaliðinu fengnir til að vera með. Næsti leikur Kristiansund er ekki fyrr en eftir miðjan júní og Brynjólfi var því leyft að fljúga heim til Íslands í dag. Brynjólfur er í U21-landsliðshópnum sem leikur í undankeppni EM gegn Liechtenstein, Hvíta-Rússlandi og Kýpur. Leikirnir fara allir fram á Víkingsvelli 3., 8. og 11. júní. „Því miður er enn mikið um smit í liðinu. Rétt eins og á miðvikudaginn hefði ekki verið rétt gagnvart liðunum sem eiga í hlut né öðrum liðum í deildinni að láta þau spila,“ sagði Nils Fisketjönn, mótastjóri hjá norska knattspyrnusambandinu. Kristiansund bíður enn eftir fyrsta sigri sínum á tímabilinu en liðið er aðeins með eitt stig eftir sjö leiki.
Norski boltinn Fótbolti Landslið karla í fótbolta Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Í beinni: Portsmouth - Arsenal | Skytturnar á slóðum Hemma Hreiðars Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Fleiri fréttir Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Í beinni: Portsmouth - Arsenal | Skytturnar á slóðum Hemma Hreiðars Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Sjá meira