Bjarni og félagar þurftu að sætta sig við silfur eftir tap í vítakeppni Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 27. maí 2022 19:39 Bjarni Ófeigur Valdimarsson og félagar hans í Skövde unnu dramatískan sigur í kvöld. Skövde Ystads IF er sænskur meistari í handbolta eftir sigur gegn Bjarna Ófeigi Valdimarssyni og félögum hans í Skövde í kvöld. Lokatölur eftir tvær framlengingar og vítakeppni urðu 47-46. Heimamenn í Ystads leiddu einvígið 2-1 fyrir leik kvöldsins og Bjarni og félagar því með bakið upp við vegg. Heimamenn byrjuðu betur og skoruðu fyrstu þrjú mörk leiksins, en gestirnir í Skövde skoruðu næstu þrjú. Eftir það var jafnt á öllum tölum það sem eftir lifði fyrri hálfleiks, en heimamenn í Ystads fóru með eins marks forystu inn í hléið, 15-14. Hægt og bítandi bjuggu náðu heimamenn yfirhöndinni í síðari hálfleik og þegar um stundarfjórðungur var til leiksloka höfðu þeir náð fimm marka forskoti í stöðunni 27-22. Bjarni og félagar gáfust þó ekki upp og unnu sig aftur inn í leikinn. Bjarni jafnaði svo metin fyrir gestina í stöðunni 30-30 þegar tæpar fimm mínútur voru til leiksloka og við tóku æsispennandi lokamínútur. Liðin skiptust á að skora á lokamínútunum. Niðurstaðan eftir venjulegan leiktíma varð jafntefli, 32-32, og því þurfti að grípa til framlengingar til að skera úr um sigurvegara. Sömu sögu var að segja um framlenginguna. Liðin héldust í hendur frá upphafi til enda og þegar 70 mínútur voru komnar á klukkuna var enn allt jafnt, 36-36. Önnur framlengingin bauð svo upp á meira af því sama. Liðin skoruðu á víxl og engin leið að knýja fram sigurvegara með venjulegum handbolta. Þegar klukkan sló 80 mínútur var staðan 42-42 og því ekkert annað í stöðunni en að grípa til vítakeppni. Vítakeppnin í sænska boltanum er ekki þessi hefðbundna vítakastkeppni þar sem liðin skiptast á að stilla sér upp á vítalínunni. Markmaðurinn byrjar með boltann og gefur á liðsfélaga sinn sem fer einn á móti markmanni eins og um hraðaupphlaup sé að ræða. Viktor Hallén sem skoraði 14 mörk í leiknum klikkaði á fyrsta víti Skövde, en heimamenn í Ystads skoruðu úr öllum fimm vítum sínum og tryggðu sér þar með sænska meistaratitilinn á dramatískan hátt. Það var Julius Lindskog Andersson sem skoraði sigurmarkið og eins og sjá má á myndbandi frá handboltaspekúlantinum Rasmus Boysen hér fyrir neðan ætlaði allt um koll að keyra þegar titillinn var í höfn. Ystads IF are Swedish champions for the first time in 30 years after an insane 4th final decided after shoot-out.#handball pic.twitter.com/E3SvpPrgzW— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) May 27, 2022 Sænski handboltinn Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Vilja vopnahlé út um allan heim yfir Ólympíuleikana Sport „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Fleiri fréttir Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Sjá meira
Heimamenn í Ystads leiddu einvígið 2-1 fyrir leik kvöldsins og Bjarni og félagar því með bakið upp við vegg. Heimamenn byrjuðu betur og skoruðu fyrstu þrjú mörk leiksins, en gestirnir í Skövde skoruðu næstu þrjú. Eftir það var jafnt á öllum tölum það sem eftir lifði fyrri hálfleiks, en heimamenn í Ystads fóru með eins marks forystu inn í hléið, 15-14. Hægt og bítandi bjuggu náðu heimamenn yfirhöndinni í síðari hálfleik og þegar um stundarfjórðungur var til leiksloka höfðu þeir náð fimm marka forskoti í stöðunni 27-22. Bjarni og félagar gáfust þó ekki upp og unnu sig aftur inn í leikinn. Bjarni jafnaði svo metin fyrir gestina í stöðunni 30-30 þegar tæpar fimm mínútur voru til leiksloka og við tóku æsispennandi lokamínútur. Liðin skiptust á að skora á lokamínútunum. Niðurstaðan eftir venjulegan leiktíma varð jafntefli, 32-32, og því þurfti að grípa til framlengingar til að skera úr um sigurvegara. Sömu sögu var að segja um framlenginguna. Liðin héldust í hendur frá upphafi til enda og þegar 70 mínútur voru komnar á klukkuna var enn allt jafnt, 36-36. Önnur framlengingin bauð svo upp á meira af því sama. Liðin skoruðu á víxl og engin leið að knýja fram sigurvegara með venjulegum handbolta. Þegar klukkan sló 80 mínútur var staðan 42-42 og því ekkert annað í stöðunni en að grípa til vítakeppni. Vítakeppnin í sænska boltanum er ekki þessi hefðbundna vítakastkeppni þar sem liðin skiptast á að stilla sér upp á vítalínunni. Markmaðurinn byrjar með boltann og gefur á liðsfélaga sinn sem fer einn á móti markmanni eins og um hraðaupphlaup sé að ræða. Viktor Hallén sem skoraði 14 mörk í leiknum klikkaði á fyrsta víti Skövde, en heimamenn í Ystads skoruðu úr öllum fimm vítum sínum og tryggðu sér þar með sænska meistaratitilinn á dramatískan hátt. Það var Julius Lindskog Andersson sem skoraði sigurmarkið og eins og sjá má á myndbandi frá handboltaspekúlantinum Rasmus Boysen hér fyrir neðan ætlaði allt um koll að keyra þegar titillinn var í höfn. Ystads IF are Swedish champions for the first time in 30 years after an insane 4th final decided after shoot-out.#handball pic.twitter.com/E3SvpPrgzW— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) May 27, 2022
Sænski handboltinn Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Vilja vopnahlé út um allan heim yfir Ólympíuleikana Sport „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Fleiri fréttir Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Sjá meira