Þurfa ekki að taka ábyrgð á skuld við Slayer - í bili Kjartan Kjartansson skrifar 28. maí 2022 11:13 Kerry King, annar gítarleikara Slayer mundar rafgítar sinn. Umboðsfyrirtæki Slayer fór bónleitt til búðar frá Landsrétti. Vísir/Getty Landsréttur sneri við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur og sýknaði aðstandendur tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice af kröfu umboðsfyrirtækis bandarísku þungarokkssveitarinnar Slayer um greiðslu á þóknun. Forsaga málsins er sú að Slayer kom fram á Secret Solstice í Laugardal sumarið 2018. Rekstrarfélagið greiddi K2 Agency Limited, umboðsfyrirtæki hljómsveitarinnar, þó aldrei alla þóknunina sem samið hafði verið um. Friðrik Ólafsson, skipuleggjandi hátíðarinnar, var dæmdur til að greiða umboðsfyrirtækinu eftirstöðvar skuldarinnar, meira en 133 þúsund dollara, jafnvirði meira en sautján milljóna króna árið 2020. Landsréttur staðfesti dóminn en Friðriki var synjað um leyfi til að áfrýja til Hæstaréttar. Ekkert fékkst þó upp í kröfun eftir að upphaflegt rekstrarfélag hátíðarinnar fór í þrot. K2 Agency Limited stefndi þá þremur félögum sem tóku við rekstri Secret Solstice og Guðmundi Hreiðarssyni Viborg, skráðum eiganda þeirra og stjúpföður eins af eigendum upphaflega rekstrarfélags hátíðarinnar. Forsenda þess máls voru ummæli Víkings Heiðars Arnórssonar, framkvæmdastjóra Live events, eins félagana, í fjölmiðlum árið 2019 um að gert yrði upp við þá tónlistarmenn sem fengu ekki greitt fyrir að koma fram á hátíðinni árið áður. K2 taldi að verðmætum hafi verið ráðstafað frá gamal rekstrarfélaginu með ólögmætum og saknæmum hætti áður en félagið var tekið til gjaldþrotaskipta. Guðmundur og félögin þrjú hefðu hagnast á því. Vegna náinna eigna- og stjórnunartengsl yrði að samsama Guðmund og nýju félögin því gamla. Héraðsdómur taldi Víking hafa skuldbundið félögin til að greiða skuldina við Slayer með ummælum sínum í fjölmiðlum. Voru Guðmundur og félögin þrjú dæmd til að greiða eftirstöðvarnar skuldirnar. Ekki fullreynt að fá Friðrik til að greiða skuldina Landsréttur komst að andstæðri niðurstöðu. Í ummælum Víkings í fjölmiðlum hafi falist almenn yfirlýsing og þau hafi ekki borið með sér ótvíræðan vilja til loforðsgjafar. Þau hafi auk þess verið í andstöðu við fyrri ummæli Guðmundar sem stjórnarmanns félagsins. Því féllst Landsréttur ekki á að Víkingur hefði gefið skuldbindandi ábyrgðaryfirlýsingu um að Live Events myndir greiða fjárkröfu umboðsfyrirtækis Slayer. Hvað skaðabótakröfur K2 varðaði benti Landsréttur á að fyrir lægi endanlegur dómur um að Friðrik Ólafsson skuli greiða fjárkörfuna. K2 hafi fengið löggeymslu í íbúð í eigu Friðriks til tryggingar kröfunni og krafist nauðungarsölu íbúðarinnar til fullnustu kröfunnar. Því taldi rétturinn ekki fullreynt hvort að fjárkrafa umboðsfyrirtækisins fengist greidd úr hendi Friðriks. Ekki væri tímabært að krefja Guðmund og félögin þrjú um að efna greiðslurnar. Því var Guðmundur og félögin Live events, L events og Lifandi viðburðir sýknuð að kröfum K2 að svo stöddu. Dómsmál Secret Solstice Tónlist Tengdar fréttir Fær ekki að áfrýja Slayer-dómi Friðrik Ólafsson, forsvarsmaður Solstice Productions, sem stóð fyrir tónlistarhátíðinni Secret Solstice fékk ekki heimild Hæstaréttar til að áfrýja dómi þar sem hann var dæmdur til að greiða umboðsfyrirtæki bandarísku hljómsveitarinnar Slayer um tuttugu milljónir króna. 20. janúar 2022 08:54 337 milljóna króna gjaldþrot Solstice Productions Gjaldþrot Solstice Productions, sem stóð fyrir tónlistarhátíðinni Secret Solstice, nam 337 milljónum króna. Engar eignir fundust í þrotabúinu upp í skuldir. Þetta kemur fram í Lögbirtingablaðinu í dag. 15. nóvember 2021 09:06 Lofaði að selja tvær fasteignir til að gera upp skuldina við Slayer Friðrik Ólafsson skipuleggjandi tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice var dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær til að greiða umboðsfyrirtæki bandarísku hljómsveitarinnar Slayer um 20 milljónir króna í eftirstandandi þóknun fyrir að spila á hátíðinni í júní 2018. 30. apríl 2020 14:15 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Forsaga málsins er sú að Slayer kom fram á Secret Solstice í Laugardal sumarið 2018. Rekstrarfélagið greiddi K2 Agency Limited, umboðsfyrirtæki hljómsveitarinnar, þó aldrei alla þóknunina sem samið hafði verið um. Friðrik Ólafsson, skipuleggjandi hátíðarinnar, var dæmdur til að greiða umboðsfyrirtækinu eftirstöðvar skuldarinnar, meira en 133 þúsund dollara, jafnvirði meira en sautján milljóna króna árið 2020. Landsréttur staðfesti dóminn en Friðriki var synjað um leyfi til að áfrýja til Hæstaréttar. Ekkert fékkst þó upp í kröfun eftir að upphaflegt rekstrarfélag hátíðarinnar fór í þrot. K2 Agency Limited stefndi þá þremur félögum sem tóku við rekstri Secret Solstice og Guðmundi Hreiðarssyni Viborg, skráðum eiganda þeirra og stjúpföður eins af eigendum upphaflega rekstrarfélags hátíðarinnar. Forsenda þess máls voru ummæli Víkings Heiðars Arnórssonar, framkvæmdastjóra Live events, eins félagana, í fjölmiðlum árið 2019 um að gert yrði upp við þá tónlistarmenn sem fengu ekki greitt fyrir að koma fram á hátíðinni árið áður. K2 taldi að verðmætum hafi verið ráðstafað frá gamal rekstrarfélaginu með ólögmætum og saknæmum hætti áður en félagið var tekið til gjaldþrotaskipta. Guðmundur og félögin þrjú hefðu hagnast á því. Vegna náinna eigna- og stjórnunartengsl yrði að samsama Guðmund og nýju félögin því gamla. Héraðsdómur taldi Víking hafa skuldbundið félögin til að greiða skuldina við Slayer með ummælum sínum í fjölmiðlum. Voru Guðmundur og félögin þrjú dæmd til að greiða eftirstöðvarnar skuldirnar. Ekki fullreynt að fá Friðrik til að greiða skuldina Landsréttur komst að andstæðri niðurstöðu. Í ummælum Víkings í fjölmiðlum hafi falist almenn yfirlýsing og þau hafi ekki borið með sér ótvíræðan vilja til loforðsgjafar. Þau hafi auk þess verið í andstöðu við fyrri ummæli Guðmundar sem stjórnarmanns félagsins. Því féllst Landsréttur ekki á að Víkingur hefði gefið skuldbindandi ábyrgðaryfirlýsingu um að Live Events myndir greiða fjárkröfu umboðsfyrirtækis Slayer. Hvað skaðabótakröfur K2 varðaði benti Landsréttur á að fyrir lægi endanlegur dómur um að Friðrik Ólafsson skuli greiða fjárkörfuna. K2 hafi fengið löggeymslu í íbúð í eigu Friðriks til tryggingar kröfunni og krafist nauðungarsölu íbúðarinnar til fullnustu kröfunnar. Því taldi rétturinn ekki fullreynt hvort að fjárkrafa umboðsfyrirtækisins fengist greidd úr hendi Friðriks. Ekki væri tímabært að krefja Guðmund og félögin þrjú um að efna greiðslurnar. Því var Guðmundur og félögin Live events, L events og Lifandi viðburðir sýknuð að kröfum K2 að svo stöddu.
Dómsmál Secret Solstice Tónlist Tengdar fréttir Fær ekki að áfrýja Slayer-dómi Friðrik Ólafsson, forsvarsmaður Solstice Productions, sem stóð fyrir tónlistarhátíðinni Secret Solstice fékk ekki heimild Hæstaréttar til að áfrýja dómi þar sem hann var dæmdur til að greiða umboðsfyrirtæki bandarísku hljómsveitarinnar Slayer um tuttugu milljónir króna. 20. janúar 2022 08:54 337 milljóna króna gjaldþrot Solstice Productions Gjaldþrot Solstice Productions, sem stóð fyrir tónlistarhátíðinni Secret Solstice, nam 337 milljónum króna. Engar eignir fundust í þrotabúinu upp í skuldir. Þetta kemur fram í Lögbirtingablaðinu í dag. 15. nóvember 2021 09:06 Lofaði að selja tvær fasteignir til að gera upp skuldina við Slayer Friðrik Ólafsson skipuleggjandi tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice var dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær til að greiða umboðsfyrirtæki bandarísku hljómsveitarinnar Slayer um 20 milljónir króna í eftirstandandi þóknun fyrir að spila á hátíðinni í júní 2018. 30. apríl 2020 14:15 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Fær ekki að áfrýja Slayer-dómi Friðrik Ólafsson, forsvarsmaður Solstice Productions, sem stóð fyrir tónlistarhátíðinni Secret Solstice fékk ekki heimild Hæstaréttar til að áfrýja dómi þar sem hann var dæmdur til að greiða umboðsfyrirtæki bandarísku hljómsveitarinnar Slayer um tuttugu milljónir króna. 20. janúar 2022 08:54
337 milljóna króna gjaldþrot Solstice Productions Gjaldþrot Solstice Productions, sem stóð fyrir tónlistarhátíðinni Secret Solstice, nam 337 milljónum króna. Engar eignir fundust í þrotabúinu upp í skuldir. Þetta kemur fram í Lögbirtingablaðinu í dag. 15. nóvember 2021 09:06
Lofaði að selja tvær fasteignir til að gera upp skuldina við Slayer Friðrik Ólafsson skipuleggjandi tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice var dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær til að greiða umboðsfyrirtæki bandarísku hljómsveitarinnar Slayer um 20 milljónir króna í eftirstandandi þóknun fyrir að spila á hátíðinni í júní 2018. 30. apríl 2020 14:15