Fjöldamorðingjar sækja innblástur til Frakklands Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 28. maí 2022 15:31 Payton Gendron leiddur fyrir dómara eftir fjöldamorðin í Buffalo. Scott Olson/GettyImages Ekkert lát er á fjöldamorðum í Bandaríkjunum. Æ fleiri þeirra eru framin af kynþáttahöturum sem beina vopnum sínum að minnihlutahópum. Margir þeirra sækja innblástur sinn í bók sem kom út í Frakklandi fyrir 10 árum. Æ fleiri fjöldamorðingjar síðustu missera hafa réttlætt gjörðir sínar með því að vísa til kenningarinnar „The Great Replacement“ sem á íslensku væri hægt að kalla „Hin stóru umskipti“. Þetta er lítið þekkt kenning sem þó hefur vaxið hratt fiskur um hrygg á síðustu árum. Hin stóru umskipti Fyrir áratug gaf franski rithöfundurinn Renaud Camus út bók með þessum titli, Hin stóru umskipti. Þar er því haldið fram að í gangi sé stórt samsæri runnið undan rifjum frjálslyndra og vinstri sinnaðra alþjóðasinna á Vesturlöndum sem miði að því að flytja inn stóra hópa múslima og fólks frá Afríku og með þeim hætti gera hvíta Evrópubúa og Bandaríkjamenn að minnihluta í eigin heimahögum. Camus, sem er 75 ára gamall, hefur verið hálfgerður minnipokamaður í sínu starfi sem rithöfundur. Þessi bók aflaði honum þó fylgis á meðal öfgahægrimanna og þjóðernissinna og nú er svo komið að þó nokkur fjöldi framámanna í bandaríska Repúblikanaflokknum heldur þessari kenningu á lofti. Sjónvarpsmaðurinn Tucker Carlson hjá bandarísku sjónvarpsstöðinni Fox heldur til að mynda þessari kenningu hátt á lofti. Og sem fyrr segir, þá réttlæta æ fleiri fjöldamorðingjar gjörðir sínar með því að vísa til þessarar kenningar. Þar má meðal annars nefna Payton Gendron sem um miðjan þennan mánuð drap 10 blökkumenn í stórmarkaði í Buffalo í Bandaríkjunum og Brenton Harrison, sem árið 2019 myrti 51 mann við mosku í Nýja Sjálandi. Segist vera friðarsinni Camus sjálfur segir í samtali við spænska dagblaðið El País að hann sé einlægur friðarsinni og innblásinn af boðskap Gandhis, hann hafi engan veginn verið að búa til eða setja fram kenningu í bókinni um umskiptin, heldur hreinlega verið að lýsa veruleikanum og staðreyndum. Hann segist ekki bera nokkra ábyrgð á verkum þessara fjöldamorðingja, veruleikinn í kringum þá sé þeirra innblástur. Fjöldamorðum hvítra kynþáttahatara hefur fjölgað gríðarlega á síðustu misserum í Bandaríkjunum, svo mjög að Christopher Wray, forstjóri bandarísku leyniþjónustunnar CIA, sagði við yfirheyrslur í bandaríska þinginu í fyrrahaust að þau væru orðin helsta hryðjuverkaógn Bandaríkjanna og að leyniþjónustan væri með um 2.000 mál undir smásjánni þar sem kynþáttahatarar ættu hlut að máli, tvisvar sinnum fleiri en fyrir 5 árum. Skotárásir í Bandaríkjunum Bandaríkin Frakkland Tengdar fréttir Keyrði í þrjá tíma til að myrða svart fólk Payton S. Gendron, sem er átján ára gamall, keyrði í rúma þrjá tíma í gær til Buffalo í New York. Þegar hann var kominn á leiðarenda, um 320 kílómetrum frá heimili sínu, skaut hann tíu manns til bana og særði þrjá. Lögreglan segir árásina vera hatursglæp en Gendron fór sérstaklega til Buffalo til að myrða svart fólk. 15. maí 2022 14:46 Samþykkti ákærur gegn Buffalo-morðingjanum Ákærudómstóll í New York-ríki samþykkti ákærur á hendur átján ára gömlum hvítum karlmanni sem myrti tíu blökkumenn og særði þrjá í verslun í Buffalo um helgina. Hann er ákærður fyrir morð að yfirlögðu ráði. 19. maí 2022 19:31 Mest lesið Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Sjá meira
Æ fleiri fjöldamorðingjar síðustu missera hafa réttlætt gjörðir sínar með því að vísa til kenningarinnar „The Great Replacement“ sem á íslensku væri hægt að kalla „Hin stóru umskipti“. Þetta er lítið þekkt kenning sem þó hefur vaxið hratt fiskur um hrygg á síðustu árum. Hin stóru umskipti Fyrir áratug gaf franski rithöfundurinn Renaud Camus út bók með þessum titli, Hin stóru umskipti. Þar er því haldið fram að í gangi sé stórt samsæri runnið undan rifjum frjálslyndra og vinstri sinnaðra alþjóðasinna á Vesturlöndum sem miði að því að flytja inn stóra hópa múslima og fólks frá Afríku og með þeim hætti gera hvíta Evrópubúa og Bandaríkjamenn að minnihluta í eigin heimahögum. Camus, sem er 75 ára gamall, hefur verið hálfgerður minnipokamaður í sínu starfi sem rithöfundur. Þessi bók aflaði honum þó fylgis á meðal öfgahægrimanna og þjóðernissinna og nú er svo komið að þó nokkur fjöldi framámanna í bandaríska Repúblikanaflokknum heldur þessari kenningu á lofti. Sjónvarpsmaðurinn Tucker Carlson hjá bandarísku sjónvarpsstöðinni Fox heldur til að mynda þessari kenningu hátt á lofti. Og sem fyrr segir, þá réttlæta æ fleiri fjöldamorðingjar gjörðir sínar með því að vísa til þessarar kenningar. Þar má meðal annars nefna Payton Gendron sem um miðjan þennan mánuð drap 10 blökkumenn í stórmarkaði í Buffalo í Bandaríkjunum og Brenton Harrison, sem árið 2019 myrti 51 mann við mosku í Nýja Sjálandi. Segist vera friðarsinni Camus sjálfur segir í samtali við spænska dagblaðið El País að hann sé einlægur friðarsinni og innblásinn af boðskap Gandhis, hann hafi engan veginn verið að búa til eða setja fram kenningu í bókinni um umskiptin, heldur hreinlega verið að lýsa veruleikanum og staðreyndum. Hann segist ekki bera nokkra ábyrgð á verkum þessara fjöldamorðingja, veruleikinn í kringum þá sé þeirra innblástur. Fjöldamorðum hvítra kynþáttahatara hefur fjölgað gríðarlega á síðustu misserum í Bandaríkjunum, svo mjög að Christopher Wray, forstjóri bandarísku leyniþjónustunnar CIA, sagði við yfirheyrslur í bandaríska þinginu í fyrrahaust að þau væru orðin helsta hryðjuverkaógn Bandaríkjanna og að leyniþjónustan væri með um 2.000 mál undir smásjánni þar sem kynþáttahatarar ættu hlut að máli, tvisvar sinnum fleiri en fyrir 5 árum.
Skotárásir í Bandaríkjunum Bandaríkin Frakkland Tengdar fréttir Keyrði í þrjá tíma til að myrða svart fólk Payton S. Gendron, sem er átján ára gamall, keyrði í rúma þrjá tíma í gær til Buffalo í New York. Þegar hann var kominn á leiðarenda, um 320 kílómetrum frá heimili sínu, skaut hann tíu manns til bana og særði þrjá. Lögreglan segir árásina vera hatursglæp en Gendron fór sérstaklega til Buffalo til að myrða svart fólk. 15. maí 2022 14:46 Samþykkti ákærur gegn Buffalo-morðingjanum Ákærudómstóll í New York-ríki samþykkti ákærur á hendur átján ára gömlum hvítum karlmanni sem myrti tíu blökkumenn og særði þrjá í verslun í Buffalo um helgina. Hann er ákærður fyrir morð að yfirlögðu ráði. 19. maí 2022 19:31 Mest lesið Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Sjá meira
Keyrði í þrjá tíma til að myrða svart fólk Payton S. Gendron, sem er átján ára gamall, keyrði í rúma þrjá tíma í gær til Buffalo í New York. Þegar hann var kominn á leiðarenda, um 320 kílómetrum frá heimili sínu, skaut hann tíu manns til bana og særði þrjá. Lögreglan segir árásina vera hatursglæp en Gendron fór sérstaklega til Buffalo til að myrða svart fólk. 15. maí 2022 14:46
Samþykkti ákærur gegn Buffalo-morðingjanum Ákærudómstóll í New York-ríki samþykkti ákærur á hendur átján ára gömlum hvítum karlmanni sem myrti tíu blökkumenn og særði þrjá í verslun í Buffalo um helgina. Hann er ákærður fyrir morð að yfirlögðu ráði. 19. maí 2022 19:31