George Shapiro látinn Eiður Þór Árnason skrifar 29. maí 2022 09:19 George Shapiro við frumsýningu á kvikmyndinni If You're Not In The Obit, Eat Breakfast árið 2018. Getty/Michael Tullberg George Shapiro, umboðsmaður, framleiðandi og annar stofnanda umboðsskrifstofunnar Shapiro/West & Associates, er látinn 91 árs að aldri. Shapiro var auk æskuvinar síns Howard West umboðsmaður þekktra grínista á borð við Jerry Seinfeld, Andy Kaufman og Carl Reiner og margra annarra. Saman voru Shapiro og West aðalframleiðendur Seinfeld, einnar farsælustu gamanþáttaraðar í sögu Hollywood. Deadline greinir frá andláti Shapiro en hann fæddist í New York og kynntist listamönnum á borð við Dick Shawn, Pat Carroll, Carol Burnett, Barbara Cook og Herb Ross á unglingsárum sínum þegar hann starfaði sem gæslumaður á sundstað. Þar komst hann sömuleiðis í snertingu við hina ýmsu umboðsmenn. Hann hefur sagt í viðtölum að starf þeirra hafi fljótlega vakið áhuga sinn. „Ég vissi ekki einu sinni hvað umboðsmaður var, en þeir komu til að sjá sýninguna, tala við stelpurnar og grínistana. Ég spurði „Er þetta starfið þitt? Að horfa á sýninguna, borða góðan kvöldverð og mæta á sumardvalarstað við stöðuvatn? Ég þarf að kanna þetta.““ Norman Lear, handritshöfundur og framleiðandi, er meðal fjölmargra sem minnast Shapiro á samfélagsmiðlum. One of the dearest people I have ever known, George Shapiro, just passed. I bless our friendship and, at 99, I m sure I ll see him relatively soon. pic.twitter.com/3JGipf1P93— Norman Lear (@TheNormanLear) May 28, 2022 Shapiro hefur komið að framleiðslu fjölda þáttaraða, sjónvarpsviðburða og kvikmynda á löngum ferli sínum. Á seinustu árum hefur hann verið aðalframleiðandi þáttanna Comedians in Cars Getting Coffee sem stýrt var af Jerry Seinfeld og Netflix-uppistandsþáttanna Jerry Before Seinfeld og 23 Hours to Kill. Seinasta kvikmyndin sem hann framleiddi var The Super Bob Einstein Movie sem sýnd var á HBO í fyrra um líf leikarans og grínistans Bob Einstein. Andlát Bandaríkin Hollywood Bíó og sjónvarp Mest lesið „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Lífið Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Lífið Unnur Birna verður Elma Lífið TikTok besta leitarvélin í ferðinni til Suður-Kóreu Ferðalög Claudia Cardinale er látin Lífið Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Lífið Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Lífið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Lífið Fleiri fréttir Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Sjá meira
Shapiro var auk æskuvinar síns Howard West umboðsmaður þekktra grínista á borð við Jerry Seinfeld, Andy Kaufman og Carl Reiner og margra annarra. Saman voru Shapiro og West aðalframleiðendur Seinfeld, einnar farsælustu gamanþáttaraðar í sögu Hollywood. Deadline greinir frá andláti Shapiro en hann fæddist í New York og kynntist listamönnum á borð við Dick Shawn, Pat Carroll, Carol Burnett, Barbara Cook og Herb Ross á unglingsárum sínum þegar hann starfaði sem gæslumaður á sundstað. Þar komst hann sömuleiðis í snertingu við hina ýmsu umboðsmenn. Hann hefur sagt í viðtölum að starf þeirra hafi fljótlega vakið áhuga sinn. „Ég vissi ekki einu sinni hvað umboðsmaður var, en þeir komu til að sjá sýninguna, tala við stelpurnar og grínistana. Ég spurði „Er þetta starfið þitt? Að horfa á sýninguna, borða góðan kvöldverð og mæta á sumardvalarstað við stöðuvatn? Ég þarf að kanna þetta.““ Norman Lear, handritshöfundur og framleiðandi, er meðal fjölmargra sem minnast Shapiro á samfélagsmiðlum. One of the dearest people I have ever known, George Shapiro, just passed. I bless our friendship and, at 99, I m sure I ll see him relatively soon. pic.twitter.com/3JGipf1P93— Norman Lear (@TheNormanLear) May 28, 2022 Shapiro hefur komið að framleiðslu fjölda þáttaraða, sjónvarpsviðburða og kvikmynda á löngum ferli sínum. Á seinustu árum hefur hann verið aðalframleiðandi þáttanna Comedians in Cars Getting Coffee sem stýrt var af Jerry Seinfeld og Netflix-uppistandsþáttanna Jerry Before Seinfeld og 23 Hours to Kill. Seinasta kvikmyndin sem hann framleiddi var The Super Bob Einstein Movie sem sýnd var á HBO í fyrra um líf leikarans og grínistans Bob Einstein.
Andlát Bandaríkin Hollywood Bíó og sjónvarp Mest lesið „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Lífið Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Lífið Unnur Birna verður Elma Lífið TikTok besta leitarvélin í ferðinni til Suður-Kóreu Ferðalög Claudia Cardinale er látin Lífið Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Lífið Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Lífið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Lífið Fleiri fréttir Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Sjá meira