„Hugsaði um hvað ég gæti gert til að vera besti liðsmaðurinn“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 30. maí 2022 07:00 Agnar Smári Jónsson var léttur í setti hjá Seinni bylgjunni. Stöð 2 Sport „Kóngurinn er mættur,“ sagði Stefán Árni Pálsson, stjórnandi Seinni bylgjunnar, þegar handboltamaðurinn og skemmtikrafturinn Agnar Smári Jónsson mætti ber að ofan í settið eftir að Valsmenn tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í handbolta síðastliðinn laugardag. „Þetta er sturluð staðreynd,“ sagði Agnar Smári aðspurður að því hvar keppnistreyjan hans væri niðurkomin. „Ég ætlaði ekki að gefa treyjuna, en það er strákur sem heitir Sindri Georgsson sem ég spilaði og æfði með hérna í Eyjum sem var að skíra barnið sitt í dag. Agnar Smári.“ Stefán Árni færði Agnari síðan óformleg verðlaun fyrir flottasta mark úrslitakeppninnar og Agnar þakkaði að sjálfsögðu kærlega fyrir sig. „Takk fyrir það. Djöfull er alltaf gaman hérna. Fannst ykkur þetta ekki bara flott?“ sagði Agnar Smári kátur. Agnar hefur hins vegar ekki fengið jafn margar mínútur á vellinum og undanfarin ár, en leikmaðurinn segir að hann hafi ákveðið að vera besti liðsmaðurinn frekar en að fara í fýlu yfir litlum spiltíma. „Þetta snýst ekkkert endilega um að spila. Auðvitað vill maður spila og ég er kannski ekki búinn að spila mikið. Þetta snýst um hvernig liðsmaður þú ert. Það hefði verið auðvelt fyrir mig að fara í fýlu yfir því af því ég spilaði ekkert í bikarnum og spilaði lítið eftir það.“ „En það gerir þig bara að einhverjum pappakassa. Ég fór í fýlu í tvo daga en fór svo bara í naflaskoðun og hugsaði um það hvað ég gæti gert til að vera besti liðsmaðurinn. Arnór [Snær Óskarsson] er minn maður og ég peppa hann bara trekk í trekk.“ „Það voru tíu mínútur eftir hérna og ég var eitthvað að fara að peppa hann og hann hélt að við ættum að skipta. Ég spurði hann hvort hann væri eitthvað bilaður og sagði honum að hann væri að fara að klára þetta, sem hann svo gerði.“ „Þetta snýst bara um hvernig karakter þú ert. Hvað ætlarðu að gera? Það er auðvelt að fara í fýlu en það smitar út frá sér.“ Klippa: Agnar Smári Agnar hélt svo áfram og ræddi um þessa frábæru liðsheild sem myndast hefur hjá Valsliðinu. Hann ræddi einnig um þá fjölmörgu titla sem hann og Róbert Aron Hostert hafa unnið saman, en þeir félagarnir hafa tekið við hvorki meira né minna en tíu dollum saman á níu árum. Að lokum þakkaði Agnar strákunum í Seinni bylgjunni fyrir þeirra umfjöllun í vetur, en viðtalið við Agnar í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Olís-deild karla Valur Seinni bylgjan Mest lesið Khabib ósáttur eftir að vera sagt að yfirgefa flugvél í Las Vegas Sport Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Handbolti Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Enski boltinn Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Körfubolti Þórir búinn að opna pakkann Handbolti Orri Steinn kom inn í lokin í sigri á Gula kafbátnum Fótbolti „Er í sjöunda himni með að hafa hann í mínu horni“ Sport Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn Fleiri fréttir Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Þórir búinn að opna pakkann Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Sjá meira
„Þetta er sturluð staðreynd,“ sagði Agnar Smári aðspurður að því hvar keppnistreyjan hans væri niðurkomin. „Ég ætlaði ekki að gefa treyjuna, en það er strákur sem heitir Sindri Georgsson sem ég spilaði og æfði með hérna í Eyjum sem var að skíra barnið sitt í dag. Agnar Smári.“ Stefán Árni færði Agnari síðan óformleg verðlaun fyrir flottasta mark úrslitakeppninnar og Agnar þakkaði að sjálfsögðu kærlega fyrir sig. „Takk fyrir það. Djöfull er alltaf gaman hérna. Fannst ykkur þetta ekki bara flott?“ sagði Agnar Smári kátur. Agnar hefur hins vegar ekki fengið jafn margar mínútur á vellinum og undanfarin ár, en leikmaðurinn segir að hann hafi ákveðið að vera besti liðsmaðurinn frekar en að fara í fýlu yfir litlum spiltíma. „Þetta snýst ekkkert endilega um að spila. Auðvitað vill maður spila og ég er kannski ekki búinn að spila mikið. Þetta snýst um hvernig liðsmaður þú ert. Það hefði verið auðvelt fyrir mig að fara í fýlu yfir því af því ég spilaði ekkert í bikarnum og spilaði lítið eftir það.“ „En það gerir þig bara að einhverjum pappakassa. Ég fór í fýlu í tvo daga en fór svo bara í naflaskoðun og hugsaði um það hvað ég gæti gert til að vera besti liðsmaðurinn. Arnór [Snær Óskarsson] er minn maður og ég peppa hann bara trekk í trekk.“ „Það voru tíu mínútur eftir hérna og ég var eitthvað að fara að peppa hann og hann hélt að við ættum að skipta. Ég spurði hann hvort hann væri eitthvað bilaður og sagði honum að hann væri að fara að klára þetta, sem hann svo gerði.“ „Þetta snýst bara um hvernig karakter þú ert. Hvað ætlarðu að gera? Það er auðvelt að fara í fýlu en það smitar út frá sér.“ Klippa: Agnar Smári Agnar hélt svo áfram og ræddi um þessa frábæru liðsheild sem myndast hefur hjá Valsliðinu. Hann ræddi einnig um þá fjölmörgu titla sem hann og Róbert Aron Hostert hafa unnið saman, en þeir félagarnir hafa tekið við hvorki meira né minna en tíu dollum saman á níu árum. Að lokum þakkaði Agnar strákunum í Seinni bylgjunni fyrir þeirra umfjöllun í vetur, en viðtalið við Agnar í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Olís-deild karla Valur Seinni bylgjan Mest lesið Khabib ósáttur eftir að vera sagt að yfirgefa flugvél í Las Vegas Sport Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Handbolti Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Enski boltinn Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Körfubolti Þórir búinn að opna pakkann Handbolti Orri Steinn kom inn í lokin í sigri á Gula kafbátnum Fótbolti „Er í sjöunda himni með að hafa hann í mínu horni“ Sport Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn Fleiri fréttir Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Þórir búinn að opna pakkann Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Sjá meira