Segir byggingu nýrrar flugstöðvar ekki hafa komið til umræðu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 30. maí 2022 12:00 Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknarflokksins í borginni segir byggingu nýrrar flugstöðvar ekki hafa komið til tals í meirihlutaviðræðum. Vísir/Ragnar Visage Bygging nýrrar flugstöðvar í Reykjavík hefur ekki komið til umræðu í meirihlutaviðræðum sem nú standa yfir í borginni. Oddviti Framsóknarflokksins segir að einblínt hafi verið á samgöngu-, skipulags-, loftslags- og húsnæðismál undanfarna tvo daga. „Þessi mál eru enn bara öll í skoðun og umræðu, það þarf líka að sækja gögn inn í borgarkerfið og sjá heildarmyndina eftir því sem við ræðum með ítarlegri hætti um þessi mál,“ segir Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknarflokksins í borginni. Framsókn, Samfylkingin, Píratar og Viðreisn hafa verið í formlegum meirihlutaviðræðum í Reykjavík í fimm daga en Einar segir að engin endanleg niðurstaða hafi náðst í neinum málaflokka. Málin séu öll enn í umræðu. Þá sé ekki búið að úthluta formennsku í borgarráðum til ákveðinna flokka. Eru komin einhver drög að því hverjir fara með formennsku í ákveðnum ráðum? „Nei, við höfum bara verið að ræða málefnin,“ segir Einar. Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins og innviðaráðherra sagði á fimmtudag að tímabært sé að dusta rykið af áformum um nýja flugstöð á Reykjavíkurflugvelli. Einar segir það ekki hafa komið til umræðu. „Nei, það hefur ekki komið til tals.“ Kjörtímabili borgarstjórnar, sem kosin var fyrir fjórum árum, lýkur í dag og nýtt kjörtímabil hefst á morgun. Fyrsti fundur nýrrar borgarstjórnar verður 7. júní næstkomandi en Einar segir meirihlutann ætla að taka sér góðan tíma í viðræðurnar. „Fyrst er bara að ná lendingu og við tökum okkur allan þann tíma sem við þurfum til þess. Undir eru næstu fjögur ár og nokkrir dagar til eða frá skipta engu í því stóra samhengi,“ segir Einar. „Aðalatriðið er það að svara kalli kjósenda um breytingar og Framsókn ætlar að setja mark sitt á þennan meirihluta sem verið er að mynda núna. Við erum af heilindum í þessu samtali og ég skynja það að allir flokkar eru að horfa björtum augum til næstu fjögurra ára og eru metnaðarfullir í því að ná samstöðu um þessi grundvallarmál.“ Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavíkurflugvöllur Viðreisn Framsóknarflokkurinn Samfylkingin Píratar Tengdar fréttir Ræða ekki um embættin fyrr en málefnin eru klár Vonir standa til þess að niðurstaða fáist í meirihlutaviðræður Framsóknar, Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar á næstu dögum. Ekki hefur verið rætt um hver verður borgarstjóri, en það verður gert þegar flokkarnir þrír hafa náð niðurstöðu um öll málefni. Oddviti Viðreisnar er bjartsýnn á að viðræðurnar muni skila málefnasáttmála milli flokkanna. 27. maí 2022 21:56 Rjómablíða í borginni liðkaði fyrir viðræðum Alexandra Briem, borgarfulltrúi Pírata, segir að meirihlutaviðræður í Reykavík gangi vel. Hún leyfir sér að vera bjartsýn á að flokkarnir nái saman, en treystir sér ekki til að segja hvenær það verði. 26. maí 2022 19:07 Einar segir að ákalli kjósenda um breytingar í Reykjavík verði svarað Formlegar meirihlutaviðræður hófust í Reykjavík í dag. Oddviti Framsóknarflokksins segir að ákalli kjósenda um breytingar verði svarað. En í samningaviðræðum verði allir að gefa eitthvað eftir. 25. maí 2022 18:31 Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Sjá meira
„Þessi mál eru enn bara öll í skoðun og umræðu, það þarf líka að sækja gögn inn í borgarkerfið og sjá heildarmyndina eftir því sem við ræðum með ítarlegri hætti um þessi mál,“ segir Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknarflokksins í borginni. Framsókn, Samfylkingin, Píratar og Viðreisn hafa verið í formlegum meirihlutaviðræðum í Reykjavík í fimm daga en Einar segir að engin endanleg niðurstaða hafi náðst í neinum málaflokka. Málin séu öll enn í umræðu. Þá sé ekki búið að úthluta formennsku í borgarráðum til ákveðinna flokka. Eru komin einhver drög að því hverjir fara með formennsku í ákveðnum ráðum? „Nei, við höfum bara verið að ræða málefnin,“ segir Einar. Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins og innviðaráðherra sagði á fimmtudag að tímabært sé að dusta rykið af áformum um nýja flugstöð á Reykjavíkurflugvelli. Einar segir það ekki hafa komið til umræðu. „Nei, það hefur ekki komið til tals.“ Kjörtímabili borgarstjórnar, sem kosin var fyrir fjórum árum, lýkur í dag og nýtt kjörtímabil hefst á morgun. Fyrsti fundur nýrrar borgarstjórnar verður 7. júní næstkomandi en Einar segir meirihlutann ætla að taka sér góðan tíma í viðræðurnar. „Fyrst er bara að ná lendingu og við tökum okkur allan þann tíma sem við þurfum til þess. Undir eru næstu fjögur ár og nokkrir dagar til eða frá skipta engu í því stóra samhengi,“ segir Einar. „Aðalatriðið er það að svara kalli kjósenda um breytingar og Framsókn ætlar að setja mark sitt á þennan meirihluta sem verið er að mynda núna. Við erum af heilindum í þessu samtali og ég skynja það að allir flokkar eru að horfa björtum augum til næstu fjögurra ára og eru metnaðarfullir í því að ná samstöðu um þessi grundvallarmál.“
Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavíkurflugvöllur Viðreisn Framsóknarflokkurinn Samfylkingin Píratar Tengdar fréttir Ræða ekki um embættin fyrr en málefnin eru klár Vonir standa til þess að niðurstaða fáist í meirihlutaviðræður Framsóknar, Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar á næstu dögum. Ekki hefur verið rætt um hver verður borgarstjóri, en það verður gert þegar flokkarnir þrír hafa náð niðurstöðu um öll málefni. Oddviti Viðreisnar er bjartsýnn á að viðræðurnar muni skila málefnasáttmála milli flokkanna. 27. maí 2022 21:56 Rjómablíða í borginni liðkaði fyrir viðræðum Alexandra Briem, borgarfulltrúi Pírata, segir að meirihlutaviðræður í Reykavík gangi vel. Hún leyfir sér að vera bjartsýn á að flokkarnir nái saman, en treystir sér ekki til að segja hvenær það verði. 26. maí 2022 19:07 Einar segir að ákalli kjósenda um breytingar í Reykjavík verði svarað Formlegar meirihlutaviðræður hófust í Reykjavík í dag. Oddviti Framsóknarflokksins segir að ákalli kjósenda um breytingar verði svarað. En í samningaviðræðum verði allir að gefa eitthvað eftir. 25. maí 2022 18:31 Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Sjá meira
Ræða ekki um embættin fyrr en málefnin eru klár Vonir standa til þess að niðurstaða fáist í meirihlutaviðræður Framsóknar, Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar á næstu dögum. Ekki hefur verið rætt um hver verður borgarstjóri, en það verður gert þegar flokkarnir þrír hafa náð niðurstöðu um öll málefni. Oddviti Viðreisnar er bjartsýnn á að viðræðurnar muni skila málefnasáttmála milli flokkanna. 27. maí 2022 21:56
Rjómablíða í borginni liðkaði fyrir viðræðum Alexandra Briem, borgarfulltrúi Pírata, segir að meirihlutaviðræður í Reykavík gangi vel. Hún leyfir sér að vera bjartsýn á að flokkarnir nái saman, en treystir sér ekki til að segja hvenær það verði. 26. maí 2022 19:07
Einar segir að ákalli kjósenda um breytingar í Reykjavík verði svarað Formlegar meirihlutaviðræður hófust í Reykjavík í dag. Oddviti Framsóknarflokksins segir að ákalli kjósenda um breytingar verði svarað. En í samningaviðræðum verði allir að gefa eitthvað eftir. 25. maí 2022 18:31