Vísur Vatnsenda-Rósu í Flamenco kjól Sylvía Rut Sigfúsdóttir og Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifa 30. maí 2022 14:31 Vísur Vatnsenda-Rósu eins og þú hefur eflaust aldrei séð þær áður. Ný útgáfa af Vísum Vatnsenda-Rósu er að vekja athygli. Reynir Hauksson, íslenskur Flamenco gítarleikari búsettur í Madríd, tók upp myndband við lagið þekkta ásamt einum af fremstu Flamenco-gítarleikurum heims. „Innblásturinn kom af mínum samstarfi við Flamenco gítarleikarann Jeronimo Maya en hann er einn allra fremsti gítarleikari heims. Við höfum verið að spila saman þennan veturinn en ég hef verið búsettur í Madrid,“ segir Reynir í samtali við Lífið um innblásturinn að myndbandinu. „Það kom frekar náttúrulega fram hjá okkur að blanda saman þessum tveimur menningarheimum, ég verandi íslenskur og hann verandi úr Flamenco - Sígauna fjölskyldu hérna á Spáni. Vísur Vatnsenda-Rósu smullu vel að Flamenco stílnum, einnig er þetta ein af fallegri laglíum veraldar og merkilegt er að fólk hérna á Spáni sem heyrir lagið fær það strax á heilann.“ Þeir sem tóku upp myndbandið eru fjöllistamennirnir Levent Karatas og Victor Varas sem kalla sig Artemulti. „Við fundum fallegan stað hérna miðsvæðis sem heitir Espacio Ronda sem rekinn er af vinafólki Jeronimo. Salurinn hentaði fullkomlega uppá lýsingu og andrúmsloft. Kóregrafían við dansinn í myndbandinu er gerður af dansskóla Alicia Alonso og Flamenco dansarinn Daniel Caballero kemur fram í myndbandinu. Þau fengu þýðingu mína á ljóðinu og túlka þessar tregafullu ástir í dansinum, enda fáir dansar eins tilfinningaríkir og Flamencodans og því hentar það vel.“ Klippa: Vísur Vatnsenda-Rósu - Jeronimo Maya & Reynir del Norte Hópurinn er á leið til Íslands til að halda Flamenco sýningar 1.-4. júní og þar verður lagið spilað en miðasala er hafin á TIX. „Þar komum við Jeronimo Maya fram ásamt Flamenco dansaranum Daniel Caballero, söngvaranum Miguel Jimenez og slagverksleikararnum Einari Scheving.“ Tónlist Spánn Mest lesið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Fleiri fréttir „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
„Innblásturinn kom af mínum samstarfi við Flamenco gítarleikarann Jeronimo Maya en hann er einn allra fremsti gítarleikari heims. Við höfum verið að spila saman þennan veturinn en ég hef verið búsettur í Madrid,“ segir Reynir í samtali við Lífið um innblásturinn að myndbandinu. „Það kom frekar náttúrulega fram hjá okkur að blanda saman þessum tveimur menningarheimum, ég verandi íslenskur og hann verandi úr Flamenco - Sígauna fjölskyldu hérna á Spáni. Vísur Vatnsenda-Rósu smullu vel að Flamenco stílnum, einnig er þetta ein af fallegri laglíum veraldar og merkilegt er að fólk hérna á Spáni sem heyrir lagið fær það strax á heilann.“ Þeir sem tóku upp myndbandið eru fjöllistamennirnir Levent Karatas og Victor Varas sem kalla sig Artemulti. „Við fundum fallegan stað hérna miðsvæðis sem heitir Espacio Ronda sem rekinn er af vinafólki Jeronimo. Salurinn hentaði fullkomlega uppá lýsingu og andrúmsloft. Kóregrafían við dansinn í myndbandinu er gerður af dansskóla Alicia Alonso og Flamenco dansarinn Daniel Caballero kemur fram í myndbandinu. Þau fengu þýðingu mína á ljóðinu og túlka þessar tregafullu ástir í dansinum, enda fáir dansar eins tilfinningaríkir og Flamencodans og því hentar það vel.“ Klippa: Vísur Vatnsenda-Rósu - Jeronimo Maya & Reynir del Norte Hópurinn er á leið til Íslands til að halda Flamenco sýningar 1.-4. júní og þar verður lagið spilað en miðasala er hafin á TIX. „Þar komum við Jeronimo Maya fram ásamt Flamenco dansaranum Daniel Caballero, söngvaranum Miguel Jimenez og slagverksleikararnum Einari Scheving.“
Tónlist Spánn Mest lesið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Fleiri fréttir „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira