Mikilvægt framlag fatlaðra barna á barnaþingi Anna Lára Steindal og Unnur Helga Óttarsdóttir skrifa 30. maí 2022 17:00 Í síðustu viku afhentu sex börn úr ráðgjafarhópi umboðsmanns barna ásamt Salvöru Nordal, umboðsmanni barna, ráðherrum skýrslu barnaþings 2022. Í skýrslunni eru dregnar fram helstu niðurstöður barnaþingsins sem haldið var í byrjun mars. Þar á meðal mikilvægi þess að standa vörð um réttindi fatlaðra barna. Þetta er í annað sinn sem Barnaþing er haldið. Það er umboðsmaður barna sem annast utanumhald og framkvæmd þingsins og er markmiðið að skapa reglubundinn vettvang fyrir börn til þess að koma skoðunum sínum og sjónarmiðum á framfæri, efla lýðræðislega þátttöku barna og virkja þau í umræðu um málefni er varða börn og ungmenni. Barnaþingi er ætlað að vera valdeflandi og jákvæð reynsla fyrir börnin. Landssamtökin Þroskahjálp hafa átt farsælt samstarf við umboðsmann barna um að tryggja þátttöku fatlaðra barna og þá um leið að rödd þeirra heyrist í þessu mikilvæga samráðsferli. Barnaþingmenn eru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá og þar eru auðvitað börn sem spegla margbreytileika barna á Íslandi. En til að tryggja með öruggum hætti þátttöku fatlaðra barna hafa Landssamtökin Þroskahjálp tilnefnt börn til þátttöku, óháð úrtakinu. Að þessu sinni tóku þátt fimm barnaþingmenn sem tilefndir voru af Þroskahjálp. Bæði í samráðshópi sem hafði það verkefni að koma með hugmyndir um aðgengismál, framkvæmd og vellíðan barna sem tóku þátt og á þinginu sjálfu. Ráðinn var sérstakur starfsmaður til þess að vera börnunum innan handar og vera skipuleggjendum ráðgefandi um framkvæmdina. Landssamtökin Þroskahjálp leggja sérstaklega áherslu á að standa vörð um réttindi fatlaðra barna og tækifæri þeirra til virkrar þátttöku til jafns við önnur börn og án aðgreiningar. Markmið samtakanna í þessu verkefni er að þau fötluðu börn sem taka þátt fái tækifæri til þess að koma skoðunum sínum á framfæri, að þau séu fullgildir þátttakendur og fái viðeigandi stuðning. Var í því sambandi sérstaklega horft til 23. greinar Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna þar sem fjallað er um stöðu fatlaðra barna, en einnig til 7. greinar samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks en þar segir: 1. Aðildarríkin skulu gera allar nauðsynlegar ráðstafanir til þess að fötluð börn fái notið fullra mannréttinda og mannfrelsis til jafns við önnur börn. 3. Aðildarríkin skulu tryggja fötluðum börnum rétt til þess að láta skoðanir sínar óhindrað í ljós um öll mál er þau varða, jafnframt því að sjónarmiðum þeirra sé gefinn gaumur eins og eðlilegt má telja miðað við aldur þeirra og þroska, til jafns við önnur, börn og veita þeim aðstoð, þar sem tekið er eðlilegt tillit til fötlunar þeirra og aldurs, til þess að sá réttur megi verða að veruleika. Á þinginu í mars völdu þátttakendur þrjú þemu sem fjallað var ítarlega um: mannréttindi, menntun og umhverfis- og loftslagsmál. Mikilvægi þess að styðja fötluð börn sérstaklega til þátttöku sýndi sig í því að þingmenn lögðu mikla áherslu á réttindi fatlaðra barna og mikilvægi þess að taka tillit til mismunandi fatlana, upprætingu fordóma, aðgengismál og mikilvægi þessi að allir fái stuðning til þess að taka þátt og njóta sín á eigin forsendum. Landssamtökin Þroskahjálp senda barnaþingmönnum og umboðsmanni barna sérstakar þakkir fyrir ánægjulegt og mikilvægt samstarf. Unnur Helga Óttarsdóttir er formaður Þroskahjálpar. Anna Lára Steindal, verkefnisstjóri í málefnum barna og ungmenna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Réttindi barna Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Í síðustu viku afhentu sex börn úr ráðgjafarhópi umboðsmanns barna ásamt Salvöru Nordal, umboðsmanni barna, ráðherrum skýrslu barnaþings 2022. Í skýrslunni eru dregnar fram helstu niðurstöður barnaþingsins sem haldið var í byrjun mars. Þar á meðal mikilvægi þess að standa vörð um réttindi fatlaðra barna. Þetta er í annað sinn sem Barnaþing er haldið. Það er umboðsmaður barna sem annast utanumhald og framkvæmd þingsins og er markmiðið að skapa reglubundinn vettvang fyrir börn til þess að koma skoðunum sínum og sjónarmiðum á framfæri, efla lýðræðislega þátttöku barna og virkja þau í umræðu um málefni er varða börn og ungmenni. Barnaþingi er ætlað að vera valdeflandi og jákvæð reynsla fyrir börnin. Landssamtökin Þroskahjálp hafa átt farsælt samstarf við umboðsmann barna um að tryggja þátttöku fatlaðra barna og þá um leið að rödd þeirra heyrist í þessu mikilvæga samráðsferli. Barnaþingmenn eru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá og þar eru auðvitað börn sem spegla margbreytileika barna á Íslandi. En til að tryggja með öruggum hætti þátttöku fatlaðra barna hafa Landssamtökin Þroskahjálp tilnefnt börn til þátttöku, óháð úrtakinu. Að þessu sinni tóku þátt fimm barnaþingmenn sem tilefndir voru af Þroskahjálp. Bæði í samráðshópi sem hafði það verkefni að koma með hugmyndir um aðgengismál, framkvæmd og vellíðan barna sem tóku þátt og á þinginu sjálfu. Ráðinn var sérstakur starfsmaður til þess að vera börnunum innan handar og vera skipuleggjendum ráðgefandi um framkvæmdina. Landssamtökin Þroskahjálp leggja sérstaklega áherslu á að standa vörð um réttindi fatlaðra barna og tækifæri þeirra til virkrar þátttöku til jafns við önnur börn og án aðgreiningar. Markmið samtakanna í þessu verkefni er að þau fötluðu börn sem taka þátt fái tækifæri til þess að koma skoðunum sínum á framfæri, að þau séu fullgildir þátttakendur og fái viðeigandi stuðning. Var í því sambandi sérstaklega horft til 23. greinar Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna þar sem fjallað er um stöðu fatlaðra barna, en einnig til 7. greinar samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks en þar segir: 1. Aðildarríkin skulu gera allar nauðsynlegar ráðstafanir til þess að fötluð börn fái notið fullra mannréttinda og mannfrelsis til jafns við önnur börn. 3. Aðildarríkin skulu tryggja fötluðum börnum rétt til þess að láta skoðanir sínar óhindrað í ljós um öll mál er þau varða, jafnframt því að sjónarmiðum þeirra sé gefinn gaumur eins og eðlilegt má telja miðað við aldur þeirra og þroska, til jafns við önnur, börn og veita þeim aðstoð, þar sem tekið er eðlilegt tillit til fötlunar þeirra og aldurs, til þess að sá réttur megi verða að veruleika. Á þinginu í mars völdu þátttakendur þrjú þemu sem fjallað var ítarlega um: mannréttindi, menntun og umhverfis- og loftslagsmál. Mikilvægi þess að styðja fötluð börn sérstaklega til þátttöku sýndi sig í því að þingmenn lögðu mikla áherslu á réttindi fatlaðra barna og mikilvægi þess að taka tillit til mismunandi fatlana, upprætingu fordóma, aðgengismál og mikilvægi þessi að allir fái stuðning til þess að taka þátt og njóta sín á eigin forsendum. Landssamtökin Þroskahjálp senda barnaþingmönnum og umboðsmanni barna sérstakar þakkir fyrir ánægjulegt og mikilvægt samstarf. Unnur Helga Óttarsdóttir er formaður Þroskahjálpar. Anna Lára Steindal, verkefnisstjóri í málefnum barna og ungmenna.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun