Mikilvægt framlag fatlaðra barna á barnaþingi Anna Lára Steindal og Unnur Helga Óttarsdóttir skrifa 30. maí 2022 17:00 Í síðustu viku afhentu sex börn úr ráðgjafarhópi umboðsmanns barna ásamt Salvöru Nordal, umboðsmanni barna, ráðherrum skýrslu barnaþings 2022. Í skýrslunni eru dregnar fram helstu niðurstöður barnaþingsins sem haldið var í byrjun mars. Þar á meðal mikilvægi þess að standa vörð um réttindi fatlaðra barna. Þetta er í annað sinn sem Barnaþing er haldið. Það er umboðsmaður barna sem annast utanumhald og framkvæmd þingsins og er markmiðið að skapa reglubundinn vettvang fyrir börn til þess að koma skoðunum sínum og sjónarmiðum á framfæri, efla lýðræðislega þátttöku barna og virkja þau í umræðu um málefni er varða börn og ungmenni. Barnaþingi er ætlað að vera valdeflandi og jákvæð reynsla fyrir börnin. Landssamtökin Þroskahjálp hafa átt farsælt samstarf við umboðsmann barna um að tryggja þátttöku fatlaðra barna og þá um leið að rödd þeirra heyrist í þessu mikilvæga samráðsferli. Barnaþingmenn eru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá og þar eru auðvitað börn sem spegla margbreytileika barna á Íslandi. En til að tryggja með öruggum hætti þátttöku fatlaðra barna hafa Landssamtökin Þroskahjálp tilnefnt börn til þátttöku, óháð úrtakinu. Að þessu sinni tóku þátt fimm barnaþingmenn sem tilefndir voru af Þroskahjálp. Bæði í samráðshópi sem hafði það verkefni að koma með hugmyndir um aðgengismál, framkvæmd og vellíðan barna sem tóku þátt og á þinginu sjálfu. Ráðinn var sérstakur starfsmaður til þess að vera börnunum innan handar og vera skipuleggjendum ráðgefandi um framkvæmdina. Landssamtökin Þroskahjálp leggja sérstaklega áherslu á að standa vörð um réttindi fatlaðra barna og tækifæri þeirra til virkrar þátttöku til jafns við önnur börn og án aðgreiningar. Markmið samtakanna í þessu verkefni er að þau fötluðu börn sem taka þátt fái tækifæri til þess að koma skoðunum sínum á framfæri, að þau séu fullgildir þátttakendur og fái viðeigandi stuðning. Var í því sambandi sérstaklega horft til 23. greinar Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna þar sem fjallað er um stöðu fatlaðra barna, en einnig til 7. greinar samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks en þar segir: 1. Aðildarríkin skulu gera allar nauðsynlegar ráðstafanir til þess að fötluð börn fái notið fullra mannréttinda og mannfrelsis til jafns við önnur börn. 3. Aðildarríkin skulu tryggja fötluðum börnum rétt til þess að láta skoðanir sínar óhindrað í ljós um öll mál er þau varða, jafnframt því að sjónarmiðum þeirra sé gefinn gaumur eins og eðlilegt má telja miðað við aldur þeirra og þroska, til jafns við önnur, börn og veita þeim aðstoð, þar sem tekið er eðlilegt tillit til fötlunar þeirra og aldurs, til þess að sá réttur megi verða að veruleika. Á þinginu í mars völdu þátttakendur þrjú þemu sem fjallað var ítarlega um: mannréttindi, menntun og umhverfis- og loftslagsmál. Mikilvægi þess að styðja fötluð börn sérstaklega til þátttöku sýndi sig í því að þingmenn lögðu mikla áherslu á réttindi fatlaðra barna og mikilvægi þess að taka tillit til mismunandi fatlana, upprætingu fordóma, aðgengismál og mikilvægi þessi að allir fái stuðning til þess að taka þátt og njóta sín á eigin forsendum. Landssamtökin Þroskahjálp senda barnaþingmönnum og umboðsmanni barna sérstakar þakkir fyrir ánægjulegt og mikilvægt samstarf. Unnur Helga Óttarsdóttir er formaður Þroskahjálpar. Anna Lára Steindal, verkefnisstjóri í málefnum barna og ungmenna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Réttindi barna Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
Í síðustu viku afhentu sex börn úr ráðgjafarhópi umboðsmanns barna ásamt Salvöru Nordal, umboðsmanni barna, ráðherrum skýrslu barnaþings 2022. Í skýrslunni eru dregnar fram helstu niðurstöður barnaþingsins sem haldið var í byrjun mars. Þar á meðal mikilvægi þess að standa vörð um réttindi fatlaðra barna. Þetta er í annað sinn sem Barnaþing er haldið. Það er umboðsmaður barna sem annast utanumhald og framkvæmd þingsins og er markmiðið að skapa reglubundinn vettvang fyrir börn til þess að koma skoðunum sínum og sjónarmiðum á framfæri, efla lýðræðislega þátttöku barna og virkja þau í umræðu um málefni er varða börn og ungmenni. Barnaþingi er ætlað að vera valdeflandi og jákvæð reynsla fyrir börnin. Landssamtökin Þroskahjálp hafa átt farsælt samstarf við umboðsmann barna um að tryggja þátttöku fatlaðra barna og þá um leið að rödd þeirra heyrist í þessu mikilvæga samráðsferli. Barnaþingmenn eru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá og þar eru auðvitað börn sem spegla margbreytileika barna á Íslandi. En til að tryggja með öruggum hætti þátttöku fatlaðra barna hafa Landssamtökin Þroskahjálp tilnefnt börn til þátttöku, óháð úrtakinu. Að þessu sinni tóku þátt fimm barnaþingmenn sem tilefndir voru af Þroskahjálp. Bæði í samráðshópi sem hafði það verkefni að koma með hugmyndir um aðgengismál, framkvæmd og vellíðan barna sem tóku þátt og á þinginu sjálfu. Ráðinn var sérstakur starfsmaður til þess að vera börnunum innan handar og vera skipuleggjendum ráðgefandi um framkvæmdina. Landssamtökin Þroskahjálp leggja sérstaklega áherslu á að standa vörð um réttindi fatlaðra barna og tækifæri þeirra til virkrar þátttöku til jafns við önnur börn og án aðgreiningar. Markmið samtakanna í þessu verkefni er að þau fötluðu börn sem taka þátt fái tækifæri til þess að koma skoðunum sínum á framfæri, að þau séu fullgildir þátttakendur og fái viðeigandi stuðning. Var í því sambandi sérstaklega horft til 23. greinar Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna þar sem fjallað er um stöðu fatlaðra barna, en einnig til 7. greinar samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks en þar segir: 1. Aðildarríkin skulu gera allar nauðsynlegar ráðstafanir til þess að fötluð börn fái notið fullra mannréttinda og mannfrelsis til jafns við önnur börn. 3. Aðildarríkin skulu tryggja fötluðum börnum rétt til þess að láta skoðanir sínar óhindrað í ljós um öll mál er þau varða, jafnframt því að sjónarmiðum þeirra sé gefinn gaumur eins og eðlilegt má telja miðað við aldur þeirra og þroska, til jafns við önnur, börn og veita þeim aðstoð, þar sem tekið er eðlilegt tillit til fötlunar þeirra og aldurs, til þess að sá réttur megi verða að veruleika. Á þinginu í mars völdu þátttakendur þrjú þemu sem fjallað var ítarlega um: mannréttindi, menntun og umhverfis- og loftslagsmál. Mikilvægi þess að styðja fötluð börn sérstaklega til þátttöku sýndi sig í því að þingmenn lögðu mikla áherslu á réttindi fatlaðra barna og mikilvægi þess að taka tillit til mismunandi fatlana, upprætingu fordóma, aðgengismál og mikilvægi þessi að allir fái stuðning til þess að taka þátt og njóta sín á eigin forsendum. Landssamtökin Þroskahjálp senda barnaþingmönnum og umboðsmanni barna sérstakar þakkir fyrir ánægjulegt og mikilvægt samstarf. Unnur Helga Óttarsdóttir er formaður Þroskahjálpar. Anna Lára Steindal, verkefnisstjóri í málefnum barna og ungmenna.
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar