Bíðum ekki eftir framtíðinni Davíð Þorláksson skrifar 1. júní 2022 09:30 Því er stundum haldið fram að fjárfesting í almenningssamgöngum sé óþörf því sjálfkeyrandi bílar séu handan við hornið og þeir muni koma í stað almenningssamgangna og leysa úr umferðartöfum. Þeir sömu vilja þó gjarnan fjárfesta enn meira í mannvirkjum fyrir einkabíla, sem hlýtur að fela í sér þversögn. Þegar internetið var að ná fótfestu á tíunda áratugnum spáðu sum því að fljótlega þyrfti ekki að byggja upp samgöngumannvirki eða verslunar- og skrifstofuhúsnæði. Allir yrðu heima hjá sér að vinna og versla. Þrátt fyrir áframhaldandi þróun netsins og nýlegar samkomutakmarkanir, sem hefur gert okkur kleift að gera margt að heiman, er langur vegur frá því að umferðartafir eða eftirspurn eftir atvinnuhúsnæði séu að stórminnka. Það er full ástæða til að fylgjast með tækniþróun þegar kemur að ökutækjum og aðlaga áætlanir að þeim þegar þörf krefur. Við langtímaskipulag samgangna getum við hins vegar ekki gefið okkur að ný tækni eða ný menning breyti meginforsendum frá því sem er í dag. Ef sú forsenda klikkar, að það sé hvort sem er allt að breytast og að nútíminn geti bara hinkrað og beðið eftir framtíðinni, þá yrði aldrei fjárfest í neinu. Mér er ekki kunnugt um neina borg í Evrópu sem hefur tekið upp þá stefnu að hætta að fjárfesta í samgöngum því að sjálfkeyrandi bílar muni leysa allan vanda. Þvert á móti leggja þær nær allar áherslu á fjárfestingu í fjölbreyttum ferðamátum, yfirleitt fyrst og fremst almenningssamgöngum. Sjálfkeyrandi bílar og sjálfkeyrandi almenningssamgöngur munu koma einhvern tímann. Væntanlega er styttra í að almenningssamgöngur í sérrými, eins og Borgarlínan, verði sjálfkeyrandi en bílar í blandaðri umferð. Við megum þó ekki ofmeta áhrif tækni- og menningarbreytinga og þurfum mjög reglulega að endurskoða áætlanir og áform með hliðsjón af þróun sem er í hendi. Við þurfum að halda áfram að spá í framtíðina og undirbúa okkur fyrir hana, en megum ekki sitja með hendur í skauti og búast við því að hún muni leysa öll okkar vandamál. Höfundur er framkvæmdastjóri Betri samgangna ohf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Þorláksson Samgöngur Borgarlína Umferð Mest lesið Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin og sóknarfærið er ungt fólk Sybil Gréta Kristinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 skrifar Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eyðileggjandi umræða Guðný Pálsdóttir,Súsanna Margrét Gestsdóttir skrifar Sjá meira
Því er stundum haldið fram að fjárfesting í almenningssamgöngum sé óþörf því sjálfkeyrandi bílar séu handan við hornið og þeir muni koma í stað almenningssamgangna og leysa úr umferðartöfum. Þeir sömu vilja þó gjarnan fjárfesta enn meira í mannvirkjum fyrir einkabíla, sem hlýtur að fela í sér þversögn. Þegar internetið var að ná fótfestu á tíunda áratugnum spáðu sum því að fljótlega þyrfti ekki að byggja upp samgöngumannvirki eða verslunar- og skrifstofuhúsnæði. Allir yrðu heima hjá sér að vinna og versla. Þrátt fyrir áframhaldandi þróun netsins og nýlegar samkomutakmarkanir, sem hefur gert okkur kleift að gera margt að heiman, er langur vegur frá því að umferðartafir eða eftirspurn eftir atvinnuhúsnæði séu að stórminnka. Það er full ástæða til að fylgjast með tækniþróun þegar kemur að ökutækjum og aðlaga áætlanir að þeim þegar þörf krefur. Við langtímaskipulag samgangna getum við hins vegar ekki gefið okkur að ný tækni eða ný menning breyti meginforsendum frá því sem er í dag. Ef sú forsenda klikkar, að það sé hvort sem er allt að breytast og að nútíminn geti bara hinkrað og beðið eftir framtíðinni, þá yrði aldrei fjárfest í neinu. Mér er ekki kunnugt um neina borg í Evrópu sem hefur tekið upp þá stefnu að hætta að fjárfesta í samgöngum því að sjálfkeyrandi bílar muni leysa allan vanda. Þvert á móti leggja þær nær allar áherslu á fjárfestingu í fjölbreyttum ferðamátum, yfirleitt fyrst og fremst almenningssamgöngum. Sjálfkeyrandi bílar og sjálfkeyrandi almenningssamgöngur munu koma einhvern tímann. Væntanlega er styttra í að almenningssamgöngur í sérrými, eins og Borgarlínan, verði sjálfkeyrandi en bílar í blandaðri umferð. Við megum þó ekki ofmeta áhrif tækni- og menningarbreytinga og þurfum mjög reglulega að endurskoða áætlanir og áform með hliðsjón af þróun sem er í hendi. Við þurfum að halda áfram að spá í framtíðina og undirbúa okkur fyrir hana, en megum ekki sitja með hendur í skauti og búast við því að hún muni leysa öll okkar vandamál. Höfundur er framkvæmdastjóri Betri samgangna ohf.
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar