Langar biðraðir á flugvöllum um alla Evrópu Bjarki Sigurðsson skrifar 1. júní 2022 14:10 Fólk hefur þurft að bíða í löngum biðröðum á flugvöllum um alla Evrópu. Getty/Mr Cole Ferðasumarið er hafið og langar biðraðir hafa myndast á flugvöllum um alla Evrópu. Kerfisbilanir og skortur á starfsfólki spila inn í það, ásamt mikilli aukningu á ferðamönnum eftir tvö sumur í röð með heimsfaraldri. Flugvellir í Frakklandi, Þýskalandi, Svíþjóð, Danmörku, Hollandi og Bretlandi hafa allir greint frá löngum biðröðum hjá sér seinustu daga. Í Frakklandi bilaði tölvukerfi á bæði Charles de Gaulle og Orly-flugvöllunum og urðu því miklar tafir á brottförum og komum farþegaflugs. Tölvukerfið sem um ræðir er notað af landamæraeftirlitinu þar í landi og gátu farþegar ekki komist í gegnum eftirlitið. Í Hamburg í Þýskalandi var öllum flugum seinkað og mátti enginn fara inn á eða út af flugvellinum í smá tíma. Samkvæmt þýska dagblaðinu Bild var flugvellinum lokað vegna lögreglurannsóknar en ekki er vitað hvers vegna það þurfti að loka honum. @bpol_nord pic.twitter.com/Uda55OBF9j— Hamburg Airport (@HamburgAirport) June 1, 2022 Á Schiphol-flugvellinum í Amsterdam þurftu farþegar að bíða í löngum biðröðum þar sem ekki hafði náðst að ráða nægilega marga starfsmenn til að starfa í öryggisleit flugvallarins. Arlanda-flugvöllurinn í Stokkhólmi glímir við sama vandamál. Verst er ástandið í Bretlandi þar sem flugfélög hafa þurft að aflýsa fjölda ferða og ríkja miklar deilur meðal ráðamanna og flugvallarstarfsmanna um hver beri ábyrgð á því. Ráðamenn vilja meina að flugvellirnir hafi ekki ráðið nægilega margt starfsfólk á flugvöllinn og að ferðaskrifstofur hafi selt fleiri flugsæti en eru í boði. Yfirmenn á flugvöllum segja að tafirnar megi rekja til aukinna réttinda sem starfsmenn þurfa að hafa til að mega starfa við öryggishlið vallanna. Fréttir af flugi Þýskaland Frakkland Danmörk Svíþjóð Bretland Holland Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Fleiri fréttir Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Sjá meira
Flugvellir í Frakklandi, Þýskalandi, Svíþjóð, Danmörku, Hollandi og Bretlandi hafa allir greint frá löngum biðröðum hjá sér seinustu daga. Í Frakklandi bilaði tölvukerfi á bæði Charles de Gaulle og Orly-flugvöllunum og urðu því miklar tafir á brottförum og komum farþegaflugs. Tölvukerfið sem um ræðir er notað af landamæraeftirlitinu þar í landi og gátu farþegar ekki komist í gegnum eftirlitið. Í Hamburg í Þýskalandi var öllum flugum seinkað og mátti enginn fara inn á eða út af flugvellinum í smá tíma. Samkvæmt þýska dagblaðinu Bild var flugvellinum lokað vegna lögreglurannsóknar en ekki er vitað hvers vegna það þurfti að loka honum. @bpol_nord pic.twitter.com/Uda55OBF9j— Hamburg Airport (@HamburgAirport) June 1, 2022 Á Schiphol-flugvellinum í Amsterdam þurftu farþegar að bíða í löngum biðröðum þar sem ekki hafði náðst að ráða nægilega marga starfsmenn til að starfa í öryggisleit flugvallarins. Arlanda-flugvöllurinn í Stokkhólmi glímir við sama vandamál. Verst er ástandið í Bretlandi þar sem flugfélög hafa þurft að aflýsa fjölda ferða og ríkja miklar deilur meðal ráðamanna og flugvallarstarfsmanna um hver beri ábyrgð á því. Ráðamenn vilja meina að flugvellirnir hafi ekki ráðið nægilega margt starfsfólk á flugvöllinn og að ferðaskrifstofur hafi selt fleiri flugsæti en eru í boði. Yfirmenn á flugvöllum segja að tafirnar megi rekja til aukinna réttinda sem starfsmenn þurfa að hafa til að mega starfa við öryggishlið vallanna.
Fréttir af flugi Þýskaland Frakkland Danmörk Svíþjóð Bretland Holland Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Fleiri fréttir Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“