Vill að Will Smith og Chris Rock tali saman og sættist Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. júní 2022 17:21 Jada Pinkett Smith segist vilja að Will Smith og Chris Rock nái sáttum. Vísir/Getty Jada Pinkett Smith segist vona að eiginmaður hennar og leikarinn, Will Smith, og grínistinn Chris Rock nái sáttum. Smith gaf Rock kinnhest á Óskarsverðlaunahátíðinni í mars eftir að hann gerði grín að skalla Pinkett , sem er með hárlossjúkdóm. Atvikið vakti mikla athygli en Rock hafði sagt brandara um að Pinkett minnti á karakterinn G.I. Jane, sem Demi Moore lék í samnefndri bíómynd. Pinkett er krúnurökuð en hún hefur talað opinberlega um að hún glími við hárlos (e. alopecia). Smith var nóg boðið, rauk upp á sviðið og gaf Rock kinnhest, sem virtist bregða mjög við atvikið. Smith hefur síðan verið útilokaður frá Óskarsverðlaunahátíðinni og öllum tengdum viðburðum næstu tíu árin. Will Smith gekk upp að Chris Rock á sviðinu og sló hann fast.Getty/Neilson Barnard Pinkett ræddi atvikið í spjallþættinum sínum Red Table Talk. Hún hefur ekki talað um atvikið áður en hún sagði að mikilvægt væri fyrir Smith og Rock að ræða málið og sættast. „Varðandi Óskarskvöldið, mín helsta ósk er að þessir tveir kláru, flottu menn fái tækifæri til að ræða saman, sættast og láta sárin gróa,“ sagði Pinkett. „Við þurfum á þeim báðum að halda. Ástandið í heiminum gerir það að verkum að við þurfum að vera enn samheldnari. Þangað til þeir ná sáttum munum við Will halda áfram að gera það sem við höfum gert undanfarin 28 ár og það er að halda saman áfram með lífið.“ Hún bætti því við að nauðsynlegt sé fyrir hana og fleiri sem þjást af hárlosi að ræða þá hluti. „Vegna þess sem ég hef gengið í gegn um heilsufarslega og vegna atviksins á Óskarsverðlaunahátíðinni hafa þúsundir haft samband við mig til að segja þeirra eigin sögu,“ sagði Pinkett. „Ég vil nýta þetta tækifæri til að veita þeim sem þjást af hárlosi tækifæri til að tala um hvernig það er að vera með þennan sjúkdóm og upplýsa aðra hvað hann er.“ Will Smith löðrungar Chris Rock Hollywood Bandaríkin Tengdar fréttir Will Smith í tíu ára bann frá Óskarnum Bandaríski leikarinn Will Smith fær ekki að mæta á Óskarsverðlaunahátíðina eða aðra tengda viðburði næstu tíu ár. 8. apríl 2022 19:18 Hættur í akademíunni eftir löðrunginn Leikarinn Will Smith hefur sagt sig úr bandarísku kvikmyndaakademíunni vegna hegðunar sinnar á óskarverðlaunahátíðinni á dögunum þegar hann löðrungaði grínistann Chris Rock. 1. apríl 2022 23:39 Rock að melta kinnhestinn: „Hvernig var helgin ykkar?“ Grínistinn Chris Rock er enn að melta kinnhestinn sem leikarinn Will Smith veitti honum á Óskarsverðlaunahátíðinni aðfaranótt mánudags. Rock kom fram í Boston í gærkvöldi í fyrsta skipti síðan uppákoman átti sér stað. 31. mars 2022 08:35 Mest lesið Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Gítarleikari The Cure er látinn Lífið Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Lífið Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2025 Lífið Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Fleiri fréttir Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Sjá meira
Atvikið vakti mikla athygli en Rock hafði sagt brandara um að Pinkett minnti á karakterinn G.I. Jane, sem Demi Moore lék í samnefndri bíómynd. Pinkett er krúnurökuð en hún hefur talað opinberlega um að hún glími við hárlos (e. alopecia). Smith var nóg boðið, rauk upp á sviðið og gaf Rock kinnhest, sem virtist bregða mjög við atvikið. Smith hefur síðan verið útilokaður frá Óskarsverðlaunahátíðinni og öllum tengdum viðburðum næstu tíu árin. Will Smith gekk upp að Chris Rock á sviðinu og sló hann fast.Getty/Neilson Barnard Pinkett ræddi atvikið í spjallþættinum sínum Red Table Talk. Hún hefur ekki talað um atvikið áður en hún sagði að mikilvægt væri fyrir Smith og Rock að ræða málið og sættast. „Varðandi Óskarskvöldið, mín helsta ósk er að þessir tveir kláru, flottu menn fái tækifæri til að ræða saman, sættast og láta sárin gróa,“ sagði Pinkett. „Við þurfum á þeim báðum að halda. Ástandið í heiminum gerir það að verkum að við þurfum að vera enn samheldnari. Þangað til þeir ná sáttum munum við Will halda áfram að gera það sem við höfum gert undanfarin 28 ár og það er að halda saman áfram með lífið.“ Hún bætti því við að nauðsynlegt sé fyrir hana og fleiri sem þjást af hárlosi að ræða þá hluti. „Vegna þess sem ég hef gengið í gegn um heilsufarslega og vegna atviksins á Óskarsverðlaunahátíðinni hafa þúsundir haft samband við mig til að segja þeirra eigin sögu,“ sagði Pinkett. „Ég vil nýta þetta tækifæri til að veita þeim sem þjást af hárlosi tækifæri til að tala um hvernig það er að vera með þennan sjúkdóm og upplýsa aðra hvað hann er.“
Will Smith löðrungar Chris Rock Hollywood Bandaríkin Tengdar fréttir Will Smith í tíu ára bann frá Óskarnum Bandaríski leikarinn Will Smith fær ekki að mæta á Óskarsverðlaunahátíðina eða aðra tengda viðburði næstu tíu ár. 8. apríl 2022 19:18 Hættur í akademíunni eftir löðrunginn Leikarinn Will Smith hefur sagt sig úr bandarísku kvikmyndaakademíunni vegna hegðunar sinnar á óskarverðlaunahátíðinni á dögunum þegar hann löðrungaði grínistann Chris Rock. 1. apríl 2022 23:39 Rock að melta kinnhestinn: „Hvernig var helgin ykkar?“ Grínistinn Chris Rock er enn að melta kinnhestinn sem leikarinn Will Smith veitti honum á Óskarsverðlaunahátíðinni aðfaranótt mánudags. Rock kom fram í Boston í gærkvöldi í fyrsta skipti síðan uppákoman átti sér stað. 31. mars 2022 08:35 Mest lesið Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Gítarleikari The Cure er látinn Lífið Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Lífið Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2025 Lífið Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Fleiri fréttir Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Sjá meira
Will Smith í tíu ára bann frá Óskarnum Bandaríski leikarinn Will Smith fær ekki að mæta á Óskarsverðlaunahátíðina eða aðra tengda viðburði næstu tíu ár. 8. apríl 2022 19:18
Hættur í akademíunni eftir löðrunginn Leikarinn Will Smith hefur sagt sig úr bandarísku kvikmyndaakademíunni vegna hegðunar sinnar á óskarverðlaunahátíðinni á dögunum þegar hann löðrungaði grínistann Chris Rock. 1. apríl 2022 23:39
Rock að melta kinnhestinn: „Hvernig var helgin ykkar?“ Grínistinn Chris Rock er enn að melta kinnhestinn sem leikarinn Will Smith veitti honum á Óskarsverðlaunahátíðinni aðfaranótt mánudags. Rock kom fram í Boston í gærkvöldi í fyrsta skipti síðan uppákoman átti sér stað. 31. mars 2022 08:35
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein