Kári gagnrýndi varnarleik Harðar Björgvins og áræðni Alberts Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. júní 2022 09:31 Hörður Björgvin niðurlútur eftir seinna mark Ísrael. Ahmad Mora/Getty Images Kári Árnason, fyrrverandi landsliðsmaður í fótbolta, er nú meðal þeirra sem stýra skútunni í umfjöllun Viaplay. Hann lét tvo fyrrum samherja sína hjá landsliðinu heyra það eftir leik Íslands og Ísraels í Þjóðadeildinni. Ísland náði í sitt fyrsta stig í sögu Þjóðardeildarinnar er liðið gerði 2-2 jafntefli við Ísrael á útivelli. Fín úrslit ef miðað er við aldur og fyrri störf leikmanna Íslands en tveir af reyndari mönnum liðsins fengu á baukinn frá Kára. Kári - sem spilaði 90 A-landsleiki áður en skórnir fóru upp í hillu - talaði um að skipulag íslenska liðsins hefði litið ágætlega út þegar liðið var komið í skotgrafirnar en Ísland komst 2-1 yfir í leiknum. Varnarmennirnir Alfons Sampsted og Brynjar Ingi Bjarnason litu ekki nægilega vel út í fyrra marki Ísrael og nefndi Kári það áður en hann tók Albert og Hörð Björgvin fyrir. „Mér finnst þetta dapurt hjá Alfons, brjóttu á honum frekar en að sleppa honum í gegn.“ „Ég held að fyrir leik hafi ákveðin skipting verið ákveðin, leikurinn var þannig að við vorum 2-1 yfir og það er fyrirsjáanlegt hvað gerist í lok leikja. Þú ert til baka, það koma lengri sendingar og þá þarf „target“ til að hitta. Þá á ekki að setja Albert inn sem eina framherja liðsins þegar það þarf stóran og sterkan mann sem boltinn límist við,“ byrjaði Kári á að segja um innkomu Alberts en hann kom af bekknum þegar klukkustund var liðin. Varðandi umræðu af hverju Albert hefði byrjað á bekknum þá sagði Kári „þarna ertu með svarið við því“ er klippa af Alberti að fara í návígi var sýnd. Hörður Björgvin viðurkenndi eftir leik að hann hefði átt að gera betur í öðru marki Ísrael. Kári var vægast sagt sammála því. „Þú ert vinur minn og allt það en þetta bara gengur ekki. Þú kemur út á sléttu (sending Harðar Björgvins skóp annað mark Íslands) en þú verður að líta um öxl. Leikmaður Ísrael er fyrir miðju marki, þú mátt ekki sogast að boltanum. Pikkaðu hann upp, þú pakkar honum saman í loftinu.“ „Þú þarft ekki að lesa boltann í loftinu, þú verður að vita hvar framherjinn er. Hann dregur sig í svæðið sem Hörður Björgvin er ekki í. Þú verður að gera betur Höddi,“ sagði Kári að endingu um síðara mark Ísrael. Næsti leikur Íslands er á mánudag þegar Albanía mætir á Laugardalsvöll. Fótbolti Þjóðadeild UEFA Landslið karla í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Í beinni: England - Ítalía | Úrslitaleikur í boði Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Í beinni: England - Ítalía | Úrslitaleikur í boði Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Sjá meira
Ísland náði í sitt fyrsta stig í sögu Þjóðardeildarinnar er liðið gerði 2-2 jafntefli við Ísrael á útivelli. Fín úrslit ef miðað er við aldur og fyrri störf leikmanna Íslands en tveir af reyndari mönnum liðsins fengu á baukinn frá Kára. Kári - sem spilaði 90 A-landsleiki áður en skórnir fóru upp í hillu - talaði um að skipulag íslenska liðsins hefði litið ágætlega út þegar liðið var komið í skotgrafirnar en Ísland komst 2-1 yfir í leiknum. Varnarmennirnir Alfons Sampsted og Brynjar Ingi Bjarnason litu ekki nægilega vel út í fyrra marki Ísrael og nefndi Kári það áður en hann tók Albert og Hörð Björgvin fyrir. „Mér finnst þetta dapurt hjá Alfons, brjóttu á honum frekar en að sleppa honum í gegn.“ „Ég held að fyrir leik hafi ákveðin skipting verið ákveðin, leikurinn var þannig að við vorum 2-1 yfir og það er fyrirsjáanlegt hvað gerist í lok leikja. Þú ert til baka, það koma lengri sendingar og þá þarf „target“ til að hitta. Þá á ekki að setja Albert inn sem eina framherja liðsins þegar það þarf stóran og sterkan mann sem boltinn límist við,“ byrjaði Kári á að segja um innkomu Alberts en hann kom af bekknum þegar klukkustund var liðin. Varðandi umræðu af hverju Albert hefði byrjað á bekknum þá sagði Kári „þarna ertu með svarið við því“ er klippa af Alberti að fara í návígi var sýnd. Hörður Björgvin viðurkenndi eftir leik að hann hefði átt að gera betur í öðru marki Ísrael. Kári var vægast sagt sammála því. „Þú ert vinur minn og allt það en þetta bara gengur ekki. Þú kemur út á sléttu (sending Harðar Björgvins skóp annað mark Íslands) en þú verður að líta um öxl. Leikmaður Ísrael er fyrir miðju marki, þú mátt ekki sogast að boltanum. Pikkaðu hann upp, þú pakkar honum saman í loftinu.“ „Þú þarft ekki að lesa boltann í loftinu, þú verður að vita hvar framherjinn er. Hann dregur sig í svæðið sem Hörður Björgvin er ekki í. Þú verður að gera betur Höddi,“ sagði Kári að endingu um síðara mark Ísrael. Næsti leikur Íslands er á mánudag þegar Albanía mætir á Laugardalsvöll.
Fótbolti Þjóðadeild UEFA Landslið karla í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Í beinni: England - Ítalía | Úrslitaleikur í boði Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Í beinni: England - Ítalía | Úrslitaleikur í boði Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Sjá meira