Fara þarf aftur til ársins 1962 til að finna síðasta sigur Ungverjalands gegn Englandi. Liðin mættust í Þjóðadeildinni í fótbolta í dag og fóru Ungverjar með eins marks sigur af hólmi, lokatölur 1-0.
England og Ungverjar höfðu mæst fimmtán sinnum frá 1962 og aldrei höfðu Ungverjar unnið. England með 12 sigra og þrjú jafntefli. Það breyttist allt í kvöld.
Leikur kvöldsins átti að fara fram fyrir luktum dyrum en á einhverjum tímapunkti var ákveðið að leyfa unglingum og börnum undir 14 ára aldri að mæta. Það nýttu sér þónokkrir en alls voru 35 þúsund börn og táningar í stúkunni í kvöld.
Up to 35,000 will watch #HUNENG from inside the Puskas Arena despite Hungary being ordered to play the game behind closed doors.
— Match of the Day (@BBCMOTD) June 4, 2022
That's because the ban doesn't include children under 14.#BBCFootball #NationsLeague
Ef England var ekki nægilega sigurstranglegt þá hafði liðið ekki tapað í síðustu 22 leikjum sínum, það er í venjulegum leiktíma. Gareth Southgate, landsliðsþjálfari, stillti upp nokkuð sterku liði:
Jordan Pickford var í vörninni, Kyle Walker var hluti af þriggja manna vörn, Jude Bellingham og Declan Rice á miðri miðjunni, Trent Alexander-Arnold í hægri vængbakverði, Mason Mount á vinstri vængnum og Harry Kane upp á topp.
Liðin núlluðu hvort annað út í fyrri hálfleik og staðan markalaus í hálfleik. Þegar klukkustund var liðin kom Reece James inn á fyrir Alexander-Arnold og átti sú skipting eftir að kosta England.
62 Reece James subs on
— B/R Football (@brfootball) June 4, 2022
63 James concedes a penalty
66 Hungary take a 1-0 lead
pic.twitter.com/5gbckFwFcS
Örskömmu síðar fékk hann dæmda á sig vítaspyrnu, Dominik Szoboszlai fór á punktinn og kom heimamönnum yfir.
Ekkert gekk hjá Englendingum að jafna metin og leiknum lauk með 1-0 sigri Ungverjalands.