SÁÁ er á tánum alla daga Anna Hildur Guðmundsdóttir skrifar 3. júní 2022 10:30 Framan af síðustu öld voru fá ráð til að takast á við einn skaðlegasta sjúkdóm heims, fíknsjúkdóminn. Sem betur fer áttum við Íslendingar stórhuga frumkvöðla sem ákváðu að taka í taumana og leita sér þekkingar á meðferðarleiðum. Upp úr því starfi voru SÁÁ samtökin stofnuð árið 1977. Því fylgir mikil ábyrgð að hjálpa fólki að sigrast á fíkninni. SÁÁ hefur borið gæfa til þess alla tíð að vera leiðandi afl í meðferðinni og þar hefur bygging sjúkrahússins Vogs, eftirmeðferðar á Vík og göngudeildinni Von skipt miklu til að skapa vettvang fyrr meðferðarstarfið. Á þeim 45 árum sem liðin eru frá stofnun SÁÁ hefur innsýn í fíknsjúkdóminn aukist jafnt og þétt og meðferðarleiðir þróaðar til að stuðla að sem bestum árangri. Sífellt bætist við þekking sem kallar á viðbrögð og breytingar. Til að mynda hefur sjónum verið beint í vaxandi mæli á leiðir til að takast á við áhrif sjúkdómsins á fjölskyldumeðlimi, vini, vinnuveitendur og í raun allt þjóðfélagið. Sjálfstæðið skiptir miklu Samtök á borð við SÁÁ þurfa stöðugt að vera vakandi fyrir því hvert stefnir, hvað virkar vel, hverju þarf að breyta og hvort gengið sé til góðs. Í þeim efnum skiptir mestu máli að SÁÁ hefur frá fyrsta degi gætt þess að vera félagasamtök þeirra sem mest eiga undir í slagnum við fíknsjúkdóminn. SÁÁ hefur aldrei misst sjónar á tilgangi sínum.SÁÁ hefur aldrei orðið heilbrigðisstofnun í þeim skilningi, heldur eru SÁÁ samtök sem hafa það sem megintilgang að halda úti heilbrigðis- og meðferðarþjónustu– ekki öfugt. Ég er ekki viss um að allir átti sig á því hvað þetta skiptir miklu máli, þetta sjálfstæði til að fara þær leiðir sem skipta mestu máli fyrir farsæla og fjölbreytta meðferðarþjónustu. Mosi vex ekki á rúllandi steini Hjá SÁÁ erum við á tánum alla daga til að nýta tíma, þekkingu, aðstöðu og fjármuni með sem bestum hætti. Hluti af því er að líta upp reglulega og horfa á stóru myndina. Núna erum við til að mynda að hefja vinnu við stefnumótun, en í þeirri vinnu felst að skoða hlutverk, framtíðarsýn og starfshætti samtakanna frá grunni. Fulltrúar úr öllum þáttum starfseminnar og úr stjórn koma saman á daglöngum greiningarfundi þar sem allt sem fólk telur máli skipta er lagt á borðið og rætt í þaula undir styrkri leiðsögn. Þetta er fyrsta skrefið í víðara samráði. Fyrir einhverja hljómar þetta verklag kannski hálf „stofnanalegt,“ en nútímastjórnendahættir og nýr skilningur á leiðtogahlutverkinu kveða á um að starfsemi sem þessi dafni best þegar allir sem koma að henni hafa sitt að segja um hvert sé best að stefna. Þannig fá stjórnendur tilfinningu fyrir því hvert beri að stefna til að ná sem bestum árangri, í stað þess að telja sig allt vita best. Sá skilningur sem ríkir í þjóðfélaginu á nauðsyn þess að allir hafi aðgang að meðferð við fíknsjúkdómnum er einstakur. Það gerir SÁÁ og fjölda annarra félaga, samtaka og stofnana sem sinna einstaklingum með fíknsjúkdóma kleift að bjóða úrræði sem fullyrða má að eigi vart sinn líka hvert sem litið er í heiminum. Höfundur er formaður SÁÁ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagasamtök Mest lesið Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Framan af síðustu öld voru fá ráð til að takast á við einn skaðlegasta sjúkdóm heims, fíknsjúkdóminn. Sem betur fer áttum við Íslendingar stórhuga frumkvöðla sem ákváðu að taka í taumana og leita sér þekkingar á meðferðarleiðum. Upp úr því starfi voru SÁÁ samtökin stofnuð árið 1977. Því fylgir mikil ábyrgð að hjálpa fólki að sigrast á fíkninni. SÁÁ hefur borið gæfa til þess alla tíð að vera leiðandi afl í meðferðinni og þar hefur bygging sjúkrahússins Vogs, eftirmeðferðar á Vík og göngudeildinni Von skipt miklu til að skapa vettvang fyrr meðferðarstarfið. Á þeim 45 árum sem liðin eru frá stofnun SÁÁ hefur innsýn í fíknsjúkdóminn aukist jafnt og þétt og meðferðarleiðir þróaðar til að stuðla að sem bestum árangri. Sífellt bætist við þekking sem kallar á viðbrögð og breytingar. Til að mynda hefur sjónum verið beint í vaxandi mæli á leiðir til að takast á við áhrif sjúkdómsins á fjölskyldumeðlimi, vini, vinnuveitendur og í raun allt þjóðfélagið. Sjálfstæðið skiptir miklu Samtök á borð við SÁÁ þurfa stöðugt að vera vakandi fyrir því hvert stefnir, hvað virkar vel, hverju þarf að breyta og hvort gengið sé til góðs. Í þeim efnum skiptir mestu máli að SÁÁ hefur frá fyrsta degi gætt þess að vera félagasamtök þeirra sem mest eiga undir í slagnum við fíknsjúkdóminn. SÁÁ hefur aldrei misst sjónar á tilgangi sínum.SÁÁ hefur aldrei orðið heilbrigðisstofnun í þeim skilningi, heldur eru SÁÁ samtök sem hafa það sem megintilgang að halda úti heilbrigðis- og meðferðarþjónustu– ekki öfugt. Ég er ekki viss um að allir átti sig á því hvað þetta skiptir miklu máli, þetta sjálfstæði til að fara þær leiðir sem skipta mestu máli fyrir farsæla og fjölbreytta meðferðarþjónustu. Mosi vex ekki á rúllandi steini Hjá SÁÁ erum við á tánum alla daga til að nýta tíma, þekkingu, aðstöðu og fjármuni með sem bestum hætti. Hluti af því er að líta upp reglulega og horfa á stóru myndina. Núna erum við til að mynda að hefja vinnu við stefnumótun, en í þeirri vinnu felst að skoða hlutverk, framtíðarsýn og starfshætti samtakanna frá grunni. Fulltrúar úr öllum þáttum starfseminnar og úr stjórn koma saman á daglöngum greiningarfundi þar sem allt sem fólk telur máli skipta er lagt á borðið og rætt í þaula undir styrkri leiðsögn. Þetta er fyrsta skrefið í víðara samráði. Fyrir einhverja hljómar þetta verklag kannski hálf „stofnanalegt,“ en nútímastjórnendahættir og nýr skilningur á leiðtogahlutverkinu kveða á um að starfsemi sem þessi dafni best þegar allir sem koma að henni hafa sitt að segja um hvert sé best að stefna. Þannig fá stjórnendur tilfinningu fyrir því hvert beri að stefna til að ná sem bestum árangri, í stað þess að telja sig allt vita best. Sá skilningur sem ríkir í þjóðfélaginu á nauðsyn þess að allir hafi aðgang að meðferð við fíknsjúkdómnum er einstakur. Það gerir SÁÁ og fjölda annarra félaga, samtaka og stofnana sem sinna einstaklingum með fíknsjúkdóma kleift að bjóða úrræði sem fullyrða má að eigi vart sinn líka hvert sem litið er í heiminum. Höfundur er formaður SÁÁ.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar