Juventus, Real Madríd og PSG vilja öll Pogba Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. júní 2022 17:31 Paul Pogba ætlar að velja vel og vandlega. EPA-EFE/PETER POWELL Paul Pogba er sagður vera íhuga vel og vandlega hvert næsta skref hans verður á ferlinum. Samningur hans við Manchester United rann út á dögunum og hann nýtur nú lífsins í Bandaríkjunum. Þó það hafi ekki beint gengið hjá Pogba að lyfta Man United eða sér í hæstu hæðir á meðan hann var samningsbundinn félaginu frá 2016 til 2022 þá er hann samt sem áður eftirsóttur af þremur stærstu liðum Evrópu. The Telegraph greinir frá því að Juventus - fyrrum félags hins 29 ára gamla Pogba – vilji ólmt fá hann aftur til Torínó. Juventus er að safna liði í von um að vinna Serie A, ítölsku úrvalsdeildina, þar sem AC og Inter Milan hafa unnið deildina undanfarin tvö tímabil. Þar áður var Juve einráður á Ítalíu í hartnær áratug. Talið er að Pogba sé líklegastur til að semja við Juventus en hann ku þó vera að íhuga tilboð frá Frakklandsmeisturum París Saint-Germain og Evrópumeisturum Real Madríd. Þó PSG sé með urmul miðjumanna á sínum snærum þá er enginn nálægt Pogba í gæðum. Talið er næsta öruggt að liðið muni selja eða lána töluvert af leikmönnum í sumar. M nefna Leandro Paredes, Idrissa Guye, Rafinha og Georginio Wijnaldum í því samhengi. Allir nema Wijnaldum renna út á samning 2023. Paul Pogba weighing up offers from PSG and Real Madrid with future still to be decided @mcgrathmike https://t.co/qvjc0mLt2A— Telegraph Football (@TeleFootball) June 3, 2022 Real Madríd þarf að láta til sín taka á leikmannamarkaðnum eftir Kylian Mbappé ákvað að vera um kyrrt í París. Liðið þarf ef til vill aðeins meiri breidd á miðsvæðinu þar sem Casemiro, Toni Kroos og sérstaklega Luka Modrić verða ekkert yngri með hverju árinu. Ef einhver gæti svo náð því besta út úr Pogba þá er það Carlo Ancelotti, þjálfari Real. Pogba er ekki með franska landsliðinu um þessar mundir þar sem hann er enn að jafna sig af meiðslum sem héldu honum á hliðarlínunni undir lok síðasta tímabil. Hann hefur því nægan tíma til að íhuga tilboðin þrjú en undirbúningur fyrir tímabilið 2022/2023 hefst ekki fyrr en í júlímánuði. Fótbolti Ítalski boltinn Spænski boltinn Franski boltinn Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Fleiri fréttir Slavia Prag - Arsenal | Geta tékkað sig inn á toppinn Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Sjá meira
Þó það hafi ekki beint gengið hjá Pogba að lyfta Man United eða sér í hæstu hæðir á meðan hann var samningsbundinn félaginu frá 2016 til 2022 þá er hann samt sem áður eftirsóttur af þremur stærstu liðum Evrópu. The Telegraph greinir frá því að Juventus - fyrrum félags hins 29 ára gamla Pogba – vilji ólmt fá hann aftur til Torínó. Juventus er að safna liði í von um að vinna Serie A, ítölsku úrvalsdeildina, þar sem AC og Inter Milan hafa unnið deildina undanfarin tvö tímabil. Þar áður var Juve einráður á Ítalíu í hartnær áratug. Talið er að Pogba sé líklegastur til að semja við Juventus en hann ku þó vera að íhuga tilboð frá Frakklandsmeisturum París Saint-Germain og Evrópumeisturum Real Madríd. Þó PSG sé með urmul miðjumanna á sínum snærum þá er enginn nálægt Pogba í gæðum. Talið er næsta öruggt að liðið muni selja eða lána töluvert af leikmönnum í sumar. M nefna Leandro Paredes, Idrissa Guye, Rafinha og Georginio Wijnaldum í því samhengi. Allir nema Wijnaldum renna út á samning 2023. Paul Pogba weighing up offers from PSG and Real Madrid with future still to be decided @mcgrathmike https://t.co/qvjc0mLt2A— Telegraph Football (@TeleFootball) June 3, 2022 Real Madríd þarf að láta til sín taka á leikmannamarkaðnum eftir Kylian Mbappé ákvað að vera um kyrrt í París. Liðið þarf ef til vill aðeins meiri breidd á miðsvæðinu þar sem Casemiro, Toni Kroos og sérstaklega Luka Modrić verða ekkert yngri með hverju árinu. Ef einhver gæti svo náð því besta út úr Pogba þá er það Carlo Ancelotti, þjálfari Real. Pogba er ekki með franska landsliðinu um þessar mundir þar sem hann er enn að jafna sig af meiðslum sem héldu honum á hliðarlínunni undir lok síðasta tímabil. Hann hefur því nægan tíma til að íhuga tilboðin þrjú en undirbúningur fyrir tímabilið 2022/2023 hefst ekki fyrr en í júlímánuði.
Fótbolti Ítalski boltinn Spænski boltinn Franski boltinn Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Fleiri fréttir Slavia Prag - Arsenal | Geta tékkað sig inn á toppinn Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Sjá meira