Er alþjóðleg matvælakreppa handan við hornið? Erna Bjarnadóttir skrifar 3. júní 2022 14:00 Sameinuðu þjóðirnar hafa varið við því að innrás Rússa í Úkraínu geti á næstunni valdið alþjóðlegri matvælakreppu sem geti varað í mörg ár. Í frétt BBC frá 19. maí sl. er sagt frá ræðu sem Antonio Guterres, framkvæmdastjóri SÞ, hélt þann 18. maí sl. Þar sagði hann að stríðið hefði aukið fæðuóöryggi í fátækari ríkjum vegna hækkandi verðs. Sum lönd geti staðið frammi fyrir langvarandi hungursneyð ef útflutningur matvæla frá Úkraínu verður ekki færður aftur í það horf sem var fyrir stríð, bætti hann við. Átökin hafa lokað fyrir útflutning frá höfnum Úkraínu, sem eitt sinn fluttu út mikið magn af matarolíu auk kornvöru eins og maís og hveitis. Þetta hefur dregið úr alþjóðlegu framboði og valdið því að vöruverð hefur hækkað mikið. Matvælaverð á heimsvísu er nú tæplega 30% hærra en á sama tíma í fyrra, samkvæmt upplýsingum frá SÞ. Í ræðunni benti Guterres á að átökin – ásamt áhrifum loftslagsbreytinga og heimsfaraldursins – stefni tugum milljóna manna í átt til vannæringar og hungursneyðar. „Það er nægur matur í heiminum okkar núna ef við bregðumst við saman. En ef við leysum ekki þetta framboðsvandamál núna stöndum við frammi fyrir alþjóðlegum matarskorti á næstu mánuðum,“ bætti Guterres við. Þá tók hann fram að eina raunverulega lausnin á þessum vanda væri að koma matvælaframleiðslu Úkraínu og útflutningi í gang á ný, sem og að koma áburði frá Rússlandi og Hvíta-Rússland aftur á heimsmarkaðinn. Viðbrögð Norðmanna við stöðunni Strax haustið 2021 var ljóst að miklar hækkanir á tilbúnum áburði voru í farvatninu vegna hækkana á orkuverði. Stjórnvöld í Noregi brugðust þá þegar við með auknum stuðningi til búvöruframleiðenda til að vega á móti hækkunum á áburðarverði. Aukinn stuðningur við bændur þá nam 754 milljónir norskra króna eða 11,5 milljörðum íslenskra króna. Í lok maí sl. var gengið frá árlegum landbúnaðarsamningi milli norska ríkisins og bænda, sjá hér. Í þessum samningi var brugðist við þeim breytingum sem orðið hafa á framleiðslukostnaði. Í frétt norsku bændasamtakanna um samninginn segir meðal annars að það hafi verið forgangsmál að tryggja að komið yrði að fullu til móts við þær hækkanir sem orðið hafa á framleiðslukostnaði í vetur. Það tókst. Nýi landbúnaðarsamningurinn bætir kostnaðarhækkanir á árunum 2021/2022 umfram það sem þegar hafði verið bætt með samkomulagsinu frá haustinu 2021. Þar að auki felst í nýja landbúnaðarsamningnum fullnaðartrygging gagnvart kostnaðarhækkunum sem enn gætu orðið á yfirstandandi ári og á árinu 2023. Hvað inniheldur samkomulagið í Noregi? Samkvæmt nýja landbúnaðarsamningnum renna 2,4 milljarða norskra króna til bænda til að bæta fyrir sérstakar og óvenjulegar kostnaðarhækkanir á árinu 2022. Þetta samsvarar um 32,8 milljörðum íslenskra króna. Samkvæmt norsku hagstofunni voru 38.076 bú í Noregi árið 2021. Þetta gera því að meðaltali 860.000 kr. á bú. Fyrirkomulagið er þannig að 1,764 milljarðar norskra króna verða greiddir út í september, eða eins fljótt og auðið er eftir að norska Stórþingið hefur fjallað um samninginn og þá væntanlega staðfest hann. Greiðslan byggir á gögnum úr umsóknum frá bændum í október 2021 og mars 2022. Þeir sem hefja störf sem bændur árið 2022 fá greitt í febrúar 2023. Norska Landbúnaðarstofnunin sér um greiðslurnar. Til viðbótar við þessar greiðslur frá hinu opinbera verður hluta af kostnaðarhækkunum mætt með því að hækka markaðsverði landbúnaðarafurða. Tekjuaukning bænda af þeim sökum er áætluð munu nema 1,2 milljarða norskra króna árið 2022. Þetta samsvarar 16,4 milljörðum íslenskra króna eða um 430 þúsund krónum á bú. Heildar tekjuauki norskra bænda af samningnum nemur því um 1,3 milljónum íslenskra króna á hvert bú. Sem dæmi hækkar viðmiðunarverð mjólkur um 36 norska aura eða tæpar 5 krónur. Þá inniheldur samningurinn að auki 570 milljónir norskra króna vegna niðurgreiðslu á korni, 57 milljónir til að styrkja lausafjárstöðu LUF (Landbrukets Utviklingsfond eða Umhverfissjóður landbúnaðarins) og 9 milljónir norskra króna til að bæta uppskerutjón (eins konar Bjargráðasjóðsframlag). Aðgerðir innan ESB Á fundi þjóðarleiðtoga ESB í Versölum 10.-11. mars sl. var samþykkt umfangsmikil yfirlýsing um aðgerðir vegna innrásar Rússlands í Úkraínu. Þar segir m.a.: „Við munum bæta fæðuöryggi okkar með því að draga úr því að vera háð innflutningi á lykil-landbúnaðarafurðum, einkum með því að auka framleiðslu ESB á próteinríkum plöntuafurðum.“ Í fréttatilkynningu frá framkvæmdastjórninni þann 23. mars sl. (sjá hér) kemur fram að framkvæmdastjórnin hafi þann dag samþykkt aðgerðir sem m.a. fólu í sér aukinn stuðning við bændur um fjárhæð sem nemur 500 milljón evrum auk fleiri aðgerða til að tryggja afkomu bænda. Þar má nefna sérstakar markaðsaðgerðir gagnvart svínakjötsframleiðendum vegna sérlega erfiðrar stöðu þeirra. Erfið staða meðal íslenskra bænda Síðustu daga og vikur hafa borist fréttir af því að íslenskir bændur standi andspænis erfiðum ákvörðunum í sinni framleiðslu. Þetta sést vel þegar tölur um innflutning á áburði fyrstu fjóra mánuði ársins eru skoðaðar. Þær sýna að innflutningur í magni hefur dregist saman um 14%. Aðgerðir stjórnvalda hér á landi hafa hingað til einskorðast við viðbrögð við hækkuðu áburðarverði sem átt hafði sér stað fyrir innrás Rússa í Úkraínu. Engar aðgerðir hafa komið til síðar vegna þess sem kalla má fordæmalausar kostnaðarhækkanir. Hér að framan var lýst lauslega þeim viðbrögðum sem norsk stjórnvöld hyggjast hrinda í framkvæmd og bent á að ESB er á sömu braut. Oft var þörf en nú er nauðsyn að grípa til vel ígrundaðra aðgerða. Matvælaráðherra hefur nú tilkynnt um stofnun svonefnds spretthóps sem skal skila ráðherra tillögum og valkostagreiningu vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframleiðslu á Íslandi fyrir 13. júní n.k. Miklar vonir eru gerðar um að þetta starf skili jákvæðum aðgerðum til að taka á og vinda ofan af því alvarlega ástandi sem skapast hefur. Höfundur er verkefnastjóri hjá Mjólkursamsölunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erna Bjarnadóttir Matvælaframleiðsla Landbúnaður Mest lesið Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Athugasemdir við eignaumsýslu Landsbanka Íslands Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Framúrskarandi þjónusta byggir upp traust á fyrirtækjum Ingibjörg Valdimarsdóttir Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Sameinuðu þjóðirnar hafa varið við því að innrás Rússa í Úkraínu geti á næstunni valdið alþjóðlegri matvælakreppu sem geti varað í mörg ár. Í frétt BBC frá 19. maí sl. er sagt frá ræðu sem Antonio Guterres, framkvæmdastjóri SÞ, hélt þann 18. maí sl. Þar sagði hann að stríðið hefði aukið fæðuóöryggi í fátækari ríkjum vegna hækkandi verðs. Sum lönd geti staðið frammi fyrir langvarandi hungursneyð ef útflutningur matvæla frá Úkraínu verður ekki færður aftur í það horf sem var fyrir stríð, bætti hann við. Átökin hafa lokað fyrir útflutning frá höfnum Úkraínu, sem eitt sinn fluttu út mikið magn af matarolíu auk kornvöru eins og maís og hveitis. Þetta hefur dregið úr alþjóðlegu framboði og valdið því að vöruverð hefur hækkað mikið. Matvælaverð á heimsvísu er nú tæplega 30% hærra en á sama tíma í fyrra, samkvæmt upplýsingum frá SÞ. Í ræðunni benti Guterres á að átökin – ásamt áhrifum loftslagsbreytinga og heimsfaraldursins – stefni tugum milljóna manna í átt til vannæringar og hungursneyðar. „Það er nægur matur í heiminum okkar núna ef við bregðumst við saman. En ef við leysum ekki þetta framboðsvandamál núna stöndum við frammi fyrir alþjóðlegum matarskorti á næstu mánuðum,“ bætti Guterres við. Þá tók hann fram að eina raunverulega lausnin á þessum vanda væri að koma matvælaframleiðslu Úkraínu og útflutningi í gang á ný, sem og að koma áburði frá Rússlandi og Hvíta-Rússland aftur á heimsmarkaðinn. Viðbrögð Norðmanna við stöðunni Strax haustið 2021 var ljóst að miklar hækkanir á tilbúnum áburði voru í farvatninu vegna hækkana á orkuverði. Stjórnvöld í Noregi brugðust þá þegar við með auknum stuðningi til búvöruframleiðenda til að vega á móti hækkunum á áburðarverði. Aukinn stuðningur við bændur þá nam 754 milljónir norskra króna eða 11,5 milljörðum íslenskra króna. Í lok maí sl. var gengið frá árlegum landbúnaðarsamningi milli norska ríkisins og bænda, sjá hér. Í þessum samningi var brugðist við þeim breytingum sem orðið hafa á framleiðslukostnaði. Í frétt norsku bændasamtakanna um samninginn segir meðal annars að það hafi verið forgangsmál að tryggja að komið yrði að fullu til móts við þær hækkanir sem orðið hafa á framleiðslukostnaði í vetur. Það tókst. Nýi landbúnaðarsamningurinn bætir kostnaðarhækkanir á árunum 2021/2022 umfram það sem þegar hafði verið bætt með samkomulagsinu frá haustinu 2021. Þar að auki felst í nýja landbúnaðarsamningnum fullnaðartrygging gagnvart kostnaðarhækkunum sem enn gætu orðið á yfirstandandi ári og á árinu 2023. Hvað inniheldur samkomulagið í Noregi? Samkvæmt nýja landbúnaðarsamningnum renna 2,4 milljarða norskra króna til bænda til að bæta fyrir sérstakar og óvenjulegar kostnaðarhækkanir á árinu 2022. Þetta samsvarar um 32,8 milljörðum íslenskra króna. Samkvæmt norsku hagstofunni voru 38.076 bú í Noregi árið 2021. Þetta gera því að meðaltali 860.000 kr. á bú. Fyrirkomulagið er þannig að 1,764 milljarðar norskra króna verða greiddir út í september, eða eins fljótt og auðið er eftir að norska Stórþingið hefur fjallað um samninginn og þá væntanlega staðfest hann. Greiðslan byggir á gögnum úr umsóknum frá bændum í október 2021 og mars 2022. Þeir sem hefja störf sem bændur árið 2022 fá greitt í febrúar 2023. Norska Landbúnaðarstofnunin sér um greiðslurnar. Til viðbótar við þessar greiðslur frá hinu opinbera verður hluta af kostnaðarhækkunum mætt með því að hækka markaðsverði landbúnaðarafurða. Tekjuaukning bænda af þeim sökum er áætluð munu nema 1,2 milljarða norskra króna árið 2022. Þetta samsvarar 16,4 milljörðum íslenskra króna eða um 430 þúsund krónum á bú. Heildar tekjuauki norskra bænda af samningnum nemur því um 1,3 milljónum íslenskra króna á hvert bú. Sem dæmi hækkar viðmiðunarverð mjólkur um 36 norska aura eða tæpar 5 krónur. Þá inniheldur samningurinn að auki 570 milljónir norskra króna vegna niðurgreiðslu á korni, 57 milljónir til að styrkja lausafjárstöðu LUF (Landbrukets Utviklingsfond eða Umhverfissjóður landbúnaðarins) og 9 milljónir norskra króna til að bæta uppskerutjón (eins konar Bjargráðasjóðsframlag). Aðgerðir innan ESB Á fundi þjóðarleiðtoga ESB í Versölum 10.-11. mars sl. var samþykkt umfangsmikil yfirlýsing um aðgerðir vegna innrásar Rússlands í Úkraínu. Þar segir m.a.: „Við munum bæta fæðuöryggi okkar með því að draga úr því að vera háð innflutningi á lykil-landbúnaðarafurðum, einkum með því að auka framleiðslu ESB á próteinríkum plöntuafurðum.“ Í fréttatilkynningu frá framkvæmdastjórninni þann 23. mars sl. (sjá hér) kemur fram að framkvæmdastjórnin hafi þann dag samþykkt aðgerðir sem m.a. fólu í sér aukinn stuðning við bændur um fjárhæð sem nemur 500 milljón evrum auk fleiri aðgerða til að tryggja afkomu bænda. Þar má nefna sérstakar markaðsaðgerðir gagnvart svínakjötsframleiðendum vegna sérlega erfiðrar stöðu þeirra. Erfið staða meðal íslenskra bænda Síðustu daga og vikur hafa borist fréttir af því að íslenskir bændur standi andspænis erfiðum ákvörðunum í sinni framleiðslu. Þetta sést vel þegar tölur um innflutning á áburði fyrstu fjóra mánuði ársins eru skoðaðar. Þær sýna að innflutningur í magni hefur dregist saman um 14%. Aðgerðir stjórnvalda hér á landi hafa hingað til einskorðast við viðbrögð við hækkuðu áburðarverði sem átt hafði sér stað fyrir innrás Rússa í Úkraínu. Engar aðgerðir hafa komið til síðar vegna þess sem kalla má fordæmalausar kostnaðarhækkanir. Hér að framan var lýst lauslega þeim viðbrögðum sem norsk stjórnvöld hyggjast hrinda í framkvæmd og bent á að ESB er á sömu braut. Oft var þörf en nú er nauðsyn að grípa til vel ígrundaðra aðgerða. Matvælaráðherra hefur nú tilkynnt um stofnun svonefnds spretthóps sem skal skila ráðherra tillögum og valkostagreiningu vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframleiðslu á Íslandi fyrir 13. júní n.k. Miklar vonir eru gerðar um að þetta starf skili jákvæðum aðgerðum til að taka á og vinda ofan af því alvarlega ástandi sem skapast hefur. Höfundur er verkefnastjóri hjá Mjólkursamsölunni.
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar