Enginn ófriður á stjórnarheimilinu þótt ráðherrar takist á Vésteinn Örn Pétursson skrifar 3. júní 2022 20:16 Lilja Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Vísir/Vilhelm Forsætisráðherra þvertekur fyrir að ófriður sé á stjórnarheimilinu þrátt fyrir ágreining tveggja ráðherra sinna. Formaður Framsóknarflokksins stendur með sínum ráðherra en vill ekki að rifist sé í gegn um fjölmiðla. Í minnisblaði fjármálaráðuneytisins um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur viðskiptaráðherra um hækkun á endurgreiðsluhlutfalli til kvikmyndagerðar kom fram að frumvarpið væri ófjármagnað. Lilja hefur svarað minnisblaðinu fullum hálsi og segir umsögnina bæði vanreifaða og byggða á misskilningi. „Þessi umsögn er það vanreifuð að ég taldi að það væri mikilvægt að bregðast við henni,“ sagði Lilja í samtali við fréttastofu að loknum ríkisstjórnarfundi í Ráðherrabústaðnum. Fjármálaráðherra segir fráleitt að halda því fram að umsögn ráðuneytisins um frumvarp Lilju tengist gagnrýni hennar á söluna á Íslandsbanka í vor, líkt og velt hefur verið upp í fjölmiðlum. „Það er náttúrulega fáránleg kenning og væntanlega fleytt inn í umræðuna til þess að koma illu til leiðar, og er algerlega út í hött.“ Ólíkir flokkar en ekki ófriður Forsætisráðherra segir engan ófrið á stjórnarheimilinu. Það sé eðlilegt að ráðherrar takist á um málefni, sér í lagi þegar stjórnarflokkarnir þrír séu ólíkir og með ólíkar stefnur. Spurð hvort flokkarnir séu of ólíkir sagði Katrín Jakobsdóttir að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. „Það auðvitað reynir alveg á þegar flokkar eru með ólíka stefnu, en hins vegar er það alltaf líka flókið að vera í ríkisstjórn því það er okkar hlutverk að finna sameiginlega lendingu og lausnir og okkur hefur gengið ágætlega að gera það hingað til og ég reikna með að svo verði áfram.“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að eðlilegt sé að ráðherrar takist á um mismunandi sjónarmið. Ríkisstjórnin sé samsett úr þremur ólíkum flokkum með ólíkar stefnur.Vísir/Vilhelm Vill ekki að málin séu rædd í gegnum fjölmiðla Formaður Framsóknarflokksins tekur undir sjónarmið Lilju flokkssystur sinnar í málinu. „Þetta er ekki í fyrsta skipti sem ég sé umsagnir fjármálaráðuneytisins um svokallaðar endurgreiðslur, hvort sem er til kvikmynda eða annað, þar sem þeir taka ekki tillit til teknanna. Þannig að þetta kom mér ekki á óvart,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra. Þó væri heppilegra að ráðherrar ræddu málin sín á milli. „Ég held að einhver hafi sagt í þessu ferli að það sé best að tala saman og vera ekki að gera það í fjölmiðlum, og ég ætla að halda mig við það.“ Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins.Vísir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Tengdar fréttir Hlær að kenningum um að hann sé að refsa Lilju Fjármála- og efnahagsráðherra þvertekur fyrir að hann sé að refsa Lilju Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra, fyrir gagnrýni sína á Íslandsbankamálið. Hann segir málið vera storm í vatnsglasi. 3. júní 2022 13:20 Bjarni gerði athugasemd við endurgreiðslufrumvarp Lilju Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagðist í svari við fyrirspurn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar hafa gert athugasemd við frumvarp Lilju D. Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra á ríkisstjórnarfundi. 2. júní 2022 11:14 Lilja segir gagnrýni úr ráðuneyti Bjarna fráleita Minnisblað úr fjármála- og efnahagsráðuneytinu bendir á vankanta á frumvarpi Lilju Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra, um hækkun á endurgreiðsluhlutfalli til kvikmyndagerðar. Þar segir að tími til yfirferðar á frumvarpinu hafi verið ónægur og samráð hafi skort við vinnu á því. Menningar- og viðskiptaráðherra telur umsögnina vanreifaða og segir þverpólitíska sátt um málið á þinginu. 2. júní 2022 08:53 Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Fleiri fréttir Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Sjá meira
Í minnisblaði fjármálaráðuneytisins um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur viðskiptaráðherra um hækkun á endurgreiðsluhlutfalli til kvikmyndagerðar kom fram að frumvarpið væri ófjármagnað. Lilja hefur svarað minnisblaðinu fullum hálsi og segir umsögnina bæði vanreifaða og byggða á misskilningi. „Þessi umsögn er það vanreifuð að ég taldi að það væri mikilvægt að bregðast við henni,“ sagði Lilja í samtali við fréttastofu að loknum ríkisstjórnarfundi í Ráðherrabústaðnum. Fjármálaráðherra segir fráleitt að halda því fram að umsögn ráðuneytisins um frumvarp Lilju tengist gagnrýni hennar á söluna á Íslandsbanka í vor, líkt og velt hefur verið upp í fjölmiðlum. „Það er náttúrulega fáránleg kenning og væntanlega fleytt inn í umræðuna til þess að koma illu til leiðar, og er algerlega út í hött.“ Ólíkir flokkar en ekki ófriður Forsætisráðherra segir engan ófrið á stjórnarheimilinu. Það sé eðlilegt að ráðherrar takist á um málefni, sér í lagi þegar stjórnarflokkarnir þrír séu ólíkir og með ólíkar stefnur. Spurð hvort flokkarnir séu of ólíkir sagði Katrín Jakobsdóttir að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. „Það auðvitað reynir alveg á þegar flokkar eru með ólíka stefnu, en hins vegar er það alltaf líka flókið að vera í ríkisstjórn því það er okkar hlutverk að finna sameiginlega lendingu og lausnir og okkur hefur gengið ágætlega að gera það hingað til og ég reikna með að svo verði áfram.“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að eðlilegt sé að ráðherrar takist á um mismunandi sjónarmið. Ríkisstjórnin sé samsett úr þremur ólíkum flokkum með ólíkar stefnur.Vísir/Vilhelm Vill ekki að málin séu rædd í gegnum fjölmiðla Formaður Framsóknarflokksins tekur undir sjónarmið Lilju flokkssystur sinnar í málinu. „Þetta er ekki í fyrsta skipti sem ég sé umsagnir fjármálaráðuneytisins um svokallaðar endurgreiðslur, hvort sem er til kvikmynda eða annað, þar sem þeir taka ekki tillit til teknanna. Þannig að þetta kom mér ekki á óvart,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra. Þó væri heppilegra að ráðherrar ræddu málin sín á milli. „Ég held að einhver hafi sagt í þessu ferli að það sé best að tala saman og vera ekki að gera það í fjölmiðlum, og ég ætla að halda mig við það.“ Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins.Vísir
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Tengdar fréttir Hlær að kenningum um að hann sé að refsa Lilju Fjármála- og efnahagsráðherra þvertekur fyrir að hann sé að refsa Lilju Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra, fyrir gagnrýni sína á Íslandsbankamálið. Hann segir málið vera storm í vatnsglasi. 3. júní 2022 13:20 Bjarni gerði athugasemd við endurgreiðslufrumvarp Lilju Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagðist í svari við fyrirspurn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar hafa gert athugasemd við frumvarp Lilju D. Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra á ríkisstjórnarfundi. 2. júní 2022 11:14 Lilja segir gagnrýni úr ráðuneyti Bjarna fráleita Minnisblað úr fjármála- og efnahagsráðuneytinu bendir á vankanta á frumvarpi Lilju Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra, um hækkun á endurgreiðsluhlutfalli til kvikmyndagerðar. Þar segir að tími til yfirferðar á frumvarpinu hafi verið ónægur og samráð hafi skort við vinnu á því. Menningar- og viðskiptaráðherra telur umsögnina vanreifaða og segir þverpólitíska sátt um málið á þinginu. 2. júní 2022 08:53 Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Fleiri fréttir Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Sjá meira
Hlær að kenningum um að hann sé að refsa Lilju Fjármála- og efnahagsráðherra þvertekur fyrir að hann sé að refsa Lilju Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra, fyrir gagnrýni sína á Íslandsbankamálið. Hann segir málið vera storm í vatnsglasi. 3. júní 2022 13:20
Bjarni gerði athugasemd við endurgreiðslufrumvarp Lilju Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagðist í svari við fyrirspurn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar hafa gert athugasemd við frumvarp Lilju D. Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra á ríkisstjórnarfundi. 2. júní 2022 11:14
Lilja segir gagnrýni úr ráðuneyti Bjarna fráleita Minnisblað úr fjármála- og efnahagsráðuneytinu bendir á vankanta á frumvarpi Lilju Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra, um hækkun á endurgreiðsluhlutfalli til kvikmyndagerðar. Þar segir að tími til yfirferðar á frumvarpinu hafi verið ónægur og samráð hafi skort við vinnu á því. Menningar- og viðskiptaráðherra telur umsögnina vanreifaða og segir þverpólitíska sátt um málið á þinginu. 2. júní 2022 08:53