Enginn ófriður á stjórnarheimilinu þótt ráðherrar takist á Vésteinn Örn Pétursson skrifar 3. júní 2022 20:16 Lilja Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Vísir/Vilhelm Forsætisráðherra þvertekur fyrir að ófriður sé á stjórnarheimilinu þrátt fyrir ágreining tveggja ráðherra sinna. Formaður Framsóknarflokksins stendur með sínum ráðherra en vill ekki að rifist sé í gegn um fjölmiðla. Í minnisblaði fjármálaráðuneytisins um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur viðskiptaráðherra um hækkun á endurgreiðsluhlutfalli til kvikmyndagerðar kom fram að frumvarpið væri ófjármagnað. Lilja hefur svarað minnisblaðinu fullum hálsi og segir umsögnina bæði vanreifaða og byggða á misskilningi. „Þessi umsögn er það vanreifuð að ég taldi að það væri mikilvægt að bregðast við henni,“ sagði Lilja í samtali við fréttastofu að loknum ríkisstjórnarfundi í Ráðherrabústaðnum. Fjármálaráðherra segir fráleitt að halda því fram að umsögn ráðuneytisins um frumvarp Lilju tengist gagnrýni hennar á söluna á Íslandsbanka í vor, líkt og velt hefur verið upp í fjölmiðlum. „Það er náttúrulega fáránleg kenning og væntanlega fleytt inn í umræðuna til þess að koma illu til leiðar, og er algerlega út í hött.“ Ólíkir flokkar en ekki ófriður Forsætisráðherra segir engan ófrið á stjórnarheimilinu. Það sé eðlilegt að ráðherrar takist á um málefni, sér í lagi þegar stjórnarflokkarnir þrír séu ólíkir og með ólíkar stefnur. Spurð hvort flokkarnir séu of ólíkir sagði Katrín Jakobsdóttir að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. „Það auðvitað reynir alveg á þegar flokkar eru með ólíka stefnu, en hins vegar er það alltaf líka flókið að vera í ríkisstjórn því það er okkar hlutverk að finna sameiginlega lendingu og lausnir og okkur hefur gengið ágætlega að gera það hingað til og ég reikna með að svo verði áfram.“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að eðlilegt sé að ráðherrar takist á um mismunandi sjónarmið. Ríkisstjórnin sé samsett úr þremur ólíkum flokkum með ólíkar stefnur.Vísir/Vilhelm Vill ekki að málin séu rædd í gegnum fjölmiðla Formaður Framsóknarflokksins tekur undir sjónarmið Lilju flokkssystur sinnar í málinu. „Þetta er ekki í fyrsta skipti sem ég sé umsagnir fjármálaráðuneytisins um svokallaðar endurgreiðslur, hvort sem er til kvikmynda eða annað, þar sem þeir taka ekki tillit til teknanna. Þannig að þetta kom mér ekki á óvart,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra. Þó væri heppilegra að ráðherrar ræddu málin sín á milli. „Ég held að einhver hafi sagt í þessu ferli að það sé best að tala saman og vera ekki að gera það í fjölmiðlum, og ég ætla að halda mig við það.“ Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins.Vísir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Tengdar fréttir Hlær að kenningum um að hann sé að refsa Lilju Fjármála- og efnahagsráðherra þvertekur fyrir að hann sé að refsa Lilju Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra, fyrir gagnrýni sína á Íslandsbankamálið. Hann segir málið vera storm í vatnsglasi. 3. júní 2022 13:20 Bjarni gerði athugasemd við endurgreiðslufrumvarp Lilju Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagðist í svari við fyrirspurn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar hafa gert athugasemd við frumvarp Lilju D. Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra á ríkisstjórnarfundi. 2. júní 2022 11:14 Lilja segir gagnrýni úr ráðuneyti Bjarna fráleita Minnisblað úr fjármála- og efnahagsráðuneytinu bendir á vankanta á frumvarpi Lilju Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra, um hækkun á endurgreiðsluhlutfalli til kvikmyndagerðar. Þar segir að tími til yfirferðar á frumvarpinu hafi verið ónægur og samráð hafi skort við vinnu á því. Menningar- og viðskiptaráðherra telur umsögnina vanreifaða og segir þverpólitíska sátt um málið á þinginu. 2. júní 2022 08:53 Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Sjá meira
Í minnisblaði fjármálaráðuneytisins um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur viðskiptaráðherra um hækkun á endurgreiðsluhlutfalli til kvikmyndagerðar kom fram að frumvarpið væri ófjármagnað. Lilja hefur svarað minnisblaðinu fullum hálsi og segir umsögnina bæði vanreifaða og byggða á misskilningi. „Þessi umsögn er það vanreifuð að ég taldi að það væri mikilvægt að bregðast við henni,“ sagði Lilja í samtali við fréttastofu að loknum ríkisstjórnarfundi í Ráðherrabústaðnum. Fjármálaráðherra segir fráleitt að halda því fram að umsögn ráðuneytisins um frumvarp Lilju tengist gagnrýni hennar á söluna á Íslandsbanka í vor, líkt og velt hefur verið upp í fjölmiðlum. „Það er náttúrulega fáránleg kenning og væntanlega fleytt inn í umræðuna til þess að koma illu til leiðar, og er algerlega út í hött.“ Ólíkir flokkar en ekki ófriður Forsætisráðherra segir engan ófrið á stjórnarheimilinu. Það sé eðlilegt að ráðherrar takist á um málefni, sér í lagi þegar stjórnarflokkarnir þrír séu ólíkir og með ólíkar stefnur. Spurð hvort flokkarnir séu of ólíkir sagði Katrín Jakobsdóttir að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. „Það auðvitað reynir alveg á þegar flokkar eru með ólíka stefnu, en hins vegar er það alltaf líka flókið að vera í ríkisstjórn því það er okkar hlutverk að finna sameiginlega lendingu og lausnir og okkur hefur gengið ágætlega að gera það hingað til og ég reikna með að svo verði áfram.“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að eðlilegt sé að ráðherrar takist á um mismunandi sjónarmið. Ríkisstjórnin sé samsett úr þremur ólíkum flokkum með ólíkar stefnur.Vísir/Vilhelm Vill ekki að málin séu rædd í gegnum fjölmiðla Formaður Framsóknarflokksins tekur undir sjónarmið Lilju flokkssystur sinnar í málinu. „Þetta er ekki í fyrsta skipti sem ég sé umsagnir fjármálaráðuneytisins um svokallaðar endurgreiðslur, hvort sem er til kvikmynda eða annað, þar sem þeir taka ekki tillit til teknanna. Þannig að þetta kom mér ekki á óvart,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra. Þó væri heppilegra að ráðherrar ræddu málin sín á milli. „Ég held að einhver hafi sagt í þessu ferli að það sé best að tala saman og vera ekki að gera það í fjölmiðlum, og ég ætla að halda mig við það.“ Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins.Vísir
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Tengdar fréttir Hlær að kenningum um að hann sé að refsa Lilju Fjármála- og efnahagsráðherra þvertekur fyrir að hann sé að refsa Lilju Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra, fyrir gagnrýni sína á Íslandsbankamálið. Hann segir málið vera storm í vatnsglasi. 3. júní 2022 13:20 Bjarni gerði athugasemd við endurgreiðslufrumvarp Lilju Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagðist í svari við fyrirspurn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar hafa gert athugasemd við frumvarp Lilju D. Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra á ríkisstjórnarfundi. 2. júní 2022 11:14 Lilja segir gagnrýni úr ráðuneyti Bjarna fráleita Minnisblað úr fjármála- og efnahagsráðuneytinu bendir á vankanta á frumvarpi Lilju Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra, um hækkun á endurgreiðsluhlutfalli til kvikmyndagerðar. Þar segir að tími til yfirferðar á frumvarpinu hafi verið ónægur og samráð hafi skort við vinnu á því. Menningar- og viðskiptaráðherra telur umsögnina vanreifaða og segir þverpólitíska sátt um málið á þinginu. 2. júní 2022 08:53 Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Sjá meira
Hlær að kenningum um að hann sé að refsa Lilju Fjármála- og efnahagsráðherra þvertekur fyrir að hann sé að refsa Lilju Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra, fyrir gagnrýni sína á Íslandsbankamálið. Hann segir málið vera storm í vatnsglasi. 3. júní 2022 13:20
Bjarni gerði athugasemd við endurgreiðslufrumvarp Lilju Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagðist í svari við fyrirspurn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar hafa gert athugasemd við frumvarp Lilju D. Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra á ríkisstjórnarfundi. 2. júní 2022 11:14
Lilja segir gagnrýni úr ráðuneyti Bjarna fráleita Minnisblað úr fjármála- og efnahagsráðuneytinu bendir á vankanta á frumvarpi Lilju Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra, um hækkun á endurgreiðsluhlutfalli til kvikmyndagerðar. Þar segir að tími til yfirferðar á frumvarpinu hafi verið ónægur og samráð hafi skort við vinnu á því. Menningar- og viðskiptaráðherra telur umsögnina vanreifaða og segir þverpólitíska sátt um málið á þinginu. 2. júní 2022 08:53