„Held það sé eini staðurinn sem maður getur svarað gagnrýni“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. júní 2022 21:31 Arnór Sigurðsson í leiknum gegn Ísrael. Hann skoraði fyrra mark Íslands. Ahmad Mora/Getty Images „Ég var alveg klár og undirbúinn í þetta. Þakklátur fyrir traustið sem ég fékk því það er ekki eins og ég hafi verið að koma úr mínu besta tímabili,“ sagði Arnór Sigurðsson aðspurður út í byrjunarliðssæti sitt í leik Íslands og Ísrael í Þjóðadeildinni. Arnór átti mjög erfitt uppdráttar í vetur en hann var á láni hjá Venezia í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni. Hann ræddi við Vísi eftir æfingu Íslands í dag. „Ég var alltaf klár og búinn að undirbúa mig fyrir þennan landsleikjaglugga í smá tíma þar sem ég sá hvernig staðan var úti á Ítalíu. Ég var meira en klár og til í þetta,“ bætti Arnór við en hann skoraði fyrra mark Íslands í leiknum. „Ég held það sé eini staðurinn sem maður getur svarað gagnrýni. Auðvitað skil ég að fólk pæli í því að ég er ekki búinn að vera spila mest en ég veit alveg hvað ég get og þeir vita það líka þjálfararnir. Eins og ég segi er best að svara gagnrýndi inn á vellinum.“ „Ég er bara nokkuð góður. Eins og þú segir langt ferðalag en við höfum nú fengið einn og hálfan dag til að jafna okkur eftir það,“ sagði Arnór en það er smáspotti frá Ísrael til Íslands. Ísland mætir Albaníu á mánudag. Hvernig er Arnór stemmdur fyrir þann leik? „Spennandi leikur. mikilvægt að tengja tvær góðar frammistöður, sérstaklega þar sem það var hellingur af jákvæðum hlutum á móti Ísrael. Við erum með flott lið, flotta leikmenn sem ættu að geta spilað flottan fótbolta á mánudaginn og sótt sigur.“ Klippa: Vill svara gagnrýni inn á vellinum og verður ekki áfram á Ítalíu „Við sýnum karakter, erum að halda boltanum, vinnsla og okkur leið vel inn á vellinum. Erum búnir að fara yfir leikinn og hellingur af flottum punktum. Auðvitað líka eitthvað sem þarf að laga og við skoðum það líka fyrir mánudaginn.“ „Ég verð ekki áfram á Ítalíu og á tvö ár eftir í Moskvu svo eins og er fer ég þangað. Verð bara að sjá og skoða hvað gerist, maður veit aldrei í þessu,“ sagði Arnór Sigurðsson að endingu við Vísi. Fótbolti Þjóðadeild UEFA Mest lesið „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Fótbolti Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Fótbolti Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Körfubolti Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Fótbolti „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Fótbolti Dagskráin í dag: Fótboltinn á sviðið Sport Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport Fleiri fréttir „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool „Virkilega góður dagur fyrir KA“ „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Mbappé mætti og kláraði Getafe Rafael Leao afgreiddi Albert og félaga Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Sandra María með sex mörk í síðustu fimm leikjum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Víti í uppbótartíma í súginn og Genoa enn án sigurs Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Hárnákvæm fyrirgjöf Loga skilaði marki Unnið alla deildarleikina með Örnu í byrjunarliðinu Unnu fyrsta sigurinn á Juventus í 73 ár Hildur á skotskónum gegn Sevilla Mancini og Dyche á óskalista Forest Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Sjáðu mörkin úr lokaumferðinni og meistarasyrpu Breiðabliks Sjáðu myndirnar þegar Blikar lyftu bikarnum á loft Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Sjá meira
Arnór átti mjög erfitt uppdráttar í vetur en hann var á láni hjá Venezia í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni. Hann ræddi við Vísi eftir æfingu Íslands í dag. „Ég var alltaf klár og búinn að undirbúa mig fyrir þennan landsleikjaglugga í smá tíma þar sem ég sá hvernig staðan var úti á Ítalíu. Ég var meira en klár og til í þetta,“ bætti Arnór við en hann skoraði fyrra mark Íslands í leiknum. „Ég held það sé eini staðurinn sem maður getur svarað gagnrýni. Auðvitað skil ég að fólk pæli í því að ég er ekki búinn að vera spila mest en ég veit alveg hvað ég get og þeir vita það líka þjálfararnir. Eins og ég segi er best að svara gagnrýndi inn á vellinum.“ „Ég er bara nokkuð góður. Eins og þú segir langt ferðalag en við höfum nú fengið einn og hálfan dag til að jafna okkur eftir það,“ sagði Arnór en það er smáspotti frá Ísrael til Íslands. Ísland mætir Albaníu á mánudag. Hvernig er Arnór stemmdur fyrir þann leik? „Spennandi leikur. mikilvægt að tengja tvær góðar frammistöður, sérstaklega þar sem það var hellingur af jákvæðum hlutum á móti Ísrael. Við erum með flott lið, flotta leikmenn sem ættu að geta spilað flottan fótbolta á mánudaginn og sótt sigur.“ Klippa: Vill svara gagnrýni inn á vellinum og verður ekki áfram á Ítalíu „Við sýnum karakter, erum að halda boltanum, vinnsla og okkur leið vel inn á vellinum. Erum búnir að fara yfir leikinn og hellingur af flottum punktum. Auðvitað líka eitthvað sem þarf að laga og við skoðum það líka fyrir mánudaginn.“ „Ég verð ekki áfram á Ítalíu og á tvö ár eftir í Moskvu svo eins og er fer ég þangað. Verð bara að sjá og skoða hvað gerist, maður veit aldrei í þessu,“ sagði Arnór Sigurðsson að endingu við Vísi.
Fótbolti Þjóðadeild UEFA Mest lesið „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Fótbolti Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Fótbolti Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Körfubolti Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Fótbolti „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Fótbolti Dagskráin í dag: Fótboltinn á sviðið Sport Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport Fleiri fréttir „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool „Virkilega góður dagur fyrir KA“ „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Mbappé mætti og kláraði Getafe Rafael Leao afgreiddi Albert og félaga Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Sandra María með sex mörk í síðustu fimm leikjum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Víti í uppbótartíma í súginn og Genoa enn án sigurs Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Hárnákvæm fyrirgjöf Loga skilaði marki Unnið alla deildarleikina með Örnu í byrjunarliðinu Unnu fyrsta sigurinn á Juventus í 73 ár Hildur á skotskónum gegn Sevilla Mancini og Dyche á óskalista Forest Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Sjáðu mörkin úr lokaumferðinni og meistarasyrpu Breiðabliks Sjáðu myndirnar þegar Blikar lyftu bikarnum á loft Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Sjá meira