Jóhannes Karl Sigursteinsson var þjálfari liðsins en sagði upp snemma í maí. Hann hélt þó áfram að þjálfa liðið fram til 22. maí þegar Arnar Páll tók tímabundið við liðinu ásamt Gunnari Einarssyni, sem þjálfar yngri flokka í KR.
Harrington mun nú taka við KR-liðinu ásamt Arnari Páli en Harrington var í þjálfarateymi KR í fyrra, áður en hann vann á Norðurlöndum í vetur, eftir því sem kemur fram í tilkynningu KR.
Harrington hefur nú snúið aftur í Vesturbæinn og munu þeir Arnar stýra liðinu gegn Þrótti á Meistaravöllum á þriðjudag.
KR er nýliði í Bestu deild kvenna eftir sigur í Lengjudeildinni í fyrra. Liðið er á botni deildarinnar með þrjú stig eftir sjö leiki, en eini sigur KR vannst gegn hinum nýliðunum, Aftureldingu þann 23. maí.