Sitthvað um hunda, en ekkert um leigjendur Guðmundur Hrafn Arngrímsson skrifar 7. júní 2022 08:30 Samstarfssáttmáli nýs borgarstjórnarmeirihluta leit dagsins ljós í gær eftir tæplega þriggja vikna yfirlegu og samtal. Það var tilefni til þess að vera vongóður fyrir hönd leigjenda þegar þessar viðræður hófust stuttu eftir kosningarnar 14. maí. Þegar leigjendur tóku að ávarpa þáverandi borgarstjórnarmeirihluta um þremur vikum fyrir kjördag með staðreyndum og greiningum var nefnilega ekki umflúið fyrir fulltrúa meirihlutans að horfast í augu við ástandið. Eftir að leigjendur tóku þátt í samtalinu um áherslur í málefnum þeirra íbúa Reykjavíkur sem búa á leigumarkaði breyttist landslagið á fylgi þeirra flokka sem mynduðu fráfarandi meirihluta. Það duldist engum að eitt af því sem kosningarnar snérust um í Reykjavík voru aðstæður og velferð leigjenda. Það vitna fjölmörg ummæli og fjölmiðlaumfjöllun um. Miðað við skoðanakannanir um miðjan apríl síðastliðinn og svo úrslit kosninga mátti klárlega sjá að um 8-10% af fylgi flokkana sem setið höfðu við völd í Reykjavík hafði rjátlað af þeim. Það má leiða að því líkum að málefni leigjenda og arfaslök frammistaða borgaryfirvalda á þeim vettvangi hafi því átt stóran þátt í að hreyfa fylgið með þeim hætti sem birtist í úrslitum á kjördag. Það er þess vegna sem leigjendur máttu gera sér vonir um að málefni þeirra fengi ríkulegan sess í yfirlegu og samtali nýs meirihluta. Það var því blaut og þung tuska í andlit leigjenda, þeirra sem hafa borgað fyrir hæga uppbyggingu á húsnæðismarkaði í Reykjavík síðustu tvö kjörtímabili þegar umræddur samstarfssáttmáli var kynntur í gær. Hið velhafandi eignafólk sem er í forsvari fyrir nýja meirihlutann hefur nú komið sér saman um áherslur fyrir næsta kjörtímabil, sem útlistað er í pastellitum í fjögur þúsund orðum, en þar er að finna sitthvað um hunda og jafnvel hesta og malbik, en ekki orð um leigjendur. Það hlýtur að vera einhversskonar met í ófyrirleitni.Leigjendur í Reykjavík búa við eina verstu stöðu sem fyrirfinnst í Evrópu, þar sem markviss og heimatilbúinn framboðsskortur gerir leigusölum kleift að nýta sér þann hóp til þess að skapa auð.Öll framboð til borgarstjórnar Reykjavíkur sátu fund um stöðuna á leigumarkaði og velferð leigjenda á vegum Samtaka Leigjenda rúmum tveimur vikum fyrir kjördag. Þar voru staðreyndir um leigumarkaðinn, eignarhald á húsnæðismarkaði, um fátækt leigjenda, sjálfdæmi og sjálftöku leigusala, fordæmalausar hækkanir á húsaleigu og skelfilegan framboðsskort á félagslegu reknu húsnæði tíundaðar ásamt því hversu fjandsamlegt umhverfi leigjenda er í hvívetna og hefur farið versnandi undanfarin átta ár.Ástandið á leigumarkaði í Reykjavík er höfundarverk stærsta hluta þeirra sem mynda nýja meirihlutann og því sérlega ósmekklegt og ófyrirleitið að sneiða hjá því að ávarpa fórnarlömb þess í upphafi nýs áfanga á þeirri sömu vegferð og skapað hefur það ástandi. Með verkum sínum hafa þau skapað og alið óværu sem nærist á leigjendum, þeim er síst skyldu borga fyrir hinn mikla auð sem verður til á fasteignamarkaði. Stór hluti þeirra sem mynda nýjan meirihluta í Reykjavík bera mikla ábyrgð á því skelfingarástandi sem ríkir en þráast hinsvegar við að gangast við henni. Leigjendur í Reykjavík gera hinsvegar þá kröfu til nýs meirihluta að lausnamiðuð forgangsröðun fyrir leigumarkaðinn verði í öndvegi og að verkefnalisti hans taki mið af því að undið verði ofan af sveltistefnu gagnvart leigjendum. Leigjendur hafna þeirri vanrækslu sem þeir hafa þurft líða undanfarin átta ár og hvetja velmeinandi kjörna fulltrúa til að hafa heimilishelgi þeirra í forgrunni við alla ákvarðanatöku um húsnæðismál. Höfundur er formaður Samtaka leigjenda á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Hrafn Arngrímsson Leigumarkaður Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Sjá meira
Samstarfssáttmáli nýs borgarstjórnarmeirihluta leit dagsins ljós í gær eftir tæplega þriggja vikna yfirlegu og samtal. Það var tilefni til þess að vera vongóður fyrir hönd leigjenda þegar þessar viðræður hófust stuttu eftir kosningarnar 14. maí. Þegar leigjendur tóku að ávarpa þáverandi borgarstjórnarmeirihluta um þremur vikum fyrir kjördag með staðreyndum og greiningum var nefnilega ekki umflúið fyrir fulltrúa meirihlutans að horfast í augu við ástandið. Eftir að leigjendur tóku þátt í samtalinu um áherslur í málefnum þeirra íbúa Reykjavíkur sem búa á leigumarkaði breyttist landslagið á fylgi þeirra flokka sem mynduðu fráfarandi meirihluta. Það duldist engum að eitt af því sem kosningarnar snérust um í Reykjavík voru aðstæður og velferð leigjenda. Það vitna fjölmörg ummæli og fjölmiðlaumfjöllun um. Miðað við skoðanakannanir um miðjan apríl síðastliðinn og svo úrslit kosninga mátti klárlega sjá að um 8-10% af fylgi flokkana sem setið höfðu við völd í Reykjavík hafði rjátlað af þeim. Það má leiða að því líkum að málefni leigjenda og arfaslök frammistaða borgaryfirvalda á þeim vettvangi hafi því átt stóran þátt í að hreyfa fylgið með þeim hætti sem birtist í úrslitum á kjördag. Það er þess vegna sem leigjendur máttu gera sér vonir um að málefni þeirra fengi ríkulegan sess í yfirlegu og samtali nýs meirihluta. Það var því blaut og þung tuska í andlit leigjenda, þeirra sem hafa borgað fyrir hæga uppbyggingu á húsnæðismarkaði í Reykjavík síðustu tvö kjörtímabili þegar umræddur samstarfssáttmáli var kynntur í gær. Hið velhafandi eignafólk sem er í forsvari fyrir nýja meirihlutann hefur nú komið sér saman um áherslur fyrir næsta kjörtímabil, sem útlistað er í pastellitum í fjögur þúsund orðum, en þar er að finna sitthvað um hunda og jafnvel hesta og malbik, en ekki orð um leigjendur. Það hlýtur að vera einhversskonar met í ófyrirleitni.Leigjendur í Reykjavík búa við eina verstu stöðu sem fyrirfinnst í Evrópu, þar sem markviss og heimatilbúinn framboðsskortur gerir leigusölum kleift að nýta sér þann hóp til þess að skapa auð.Öll framboð til borgarstjórnar Reykjavíkur sátu fund um stöðuna á leigumarkaði og velferð leigjenda á vegum Samtaka Leigjenda rúmum tveimur vikum fyrir kjördag. Þar voru staðreyndir um leigumarkaðinn, eignarhald á húsnæðismarkaði, um fátækt leigjenda, sjálfdæmi og sjálftöku leigusala, fordæmalausar hækkanir á húsaleigu og skelfilegan framboðsskort á félagslegu reknu húsnæði tíundaðar ásamt því hversu fjandsamlegt umhverfi leigjenda er í hvívetna og hefur farið versnandi undanfarin átta ár.Ástandið á leigumarkaði í Reykjavík er höfundarverk stærsta hluta þeirra sem mynda nýja meirihlutann og því sérlega ósmekklegt og ófyrirleitið að sneiða hjá því að ávarpa fórnarlömb þess í upphafi nýs áfanga á þeirri sömu vegferð og skapað hefur það ástandi. Með verkum sínum hafa þau skapað og alið óværu sem nærist á leigjendum, þeim er síst skyldu borga fyrir hinn mikla auð sem verður til á fasteignamarkaði. Stór hluti þeirra sem mynda nýjan meirihluta í Reykjavík bera mikla ábyrgð á því skelfingarástandi sem ríkir en þráast hinsvegar við að gangast við henni. Leigjendur í Reykjavík gera hinsvegar þá kröfu til nýs meirihluta að lausnamiðuð forgangsröðun fyrir leigumarkaðinn verði í öndvegi og að verkefnalisti hans taki mið af því að undið verði ofan af sveltistefnu gagnvart leigjendum. Leigjendur hafna þeirri vanrækslu sem þeir hafa þurft líða undanfarin átta ár og hvetja velmeinandi kjörna fulltrúa til að hafa heimilishelgi þeirra í forgrunni við alla ákvarðanatöku um húsnæðismál. Höfundur er formaður Samtaka leigjenda á Íslandi.
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar