Hannes Þór um mark Albaníu: „Mikil einföldun að hann eigi að gera betur“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. júní 2022 11:01 Rúnar Alex Rúnarsson í leik Íslands og Albaníu. Vísir/Diego Ísland og Albanía gerðu 1-1 jafntefli í Þjóðadeildinni í fótbolta á Laugardalsvelli í gærkvöld. Landsliðsmarkvörðurinn fyrrverandi kom Rúnari Alex Rúnarssyni til varnar en margur taldi að hann hefði átt að geta betur í marki Albaníu. Þegar hálftími var liðinn af leiknum kom Taulent Seferi gestunum frá Albaníu yfir með skoti af stuttu færi eftir að Rúnar Alex hafði varið skot en ekki náð að halda því. Hannes Þór veit eitt og annað um markvörslu. Hér ver hann víti frá Lionel Messi á HM í Rússlandi.getty/Stefan Matzke Hannes Þór – sem lék 77 A-landsleiki fyrir Íslands hönd og stóð meðal annars vaktina á EM í Frakklandi og HM í Rússlandi - var meðal sérfræðinga Viaplay á leiknum. Fór hann yfir mark Albaníu og var ekki alveg á þeim buxunum að þetta væri jafn einfalt og hinir ýmsu sófasérfræðingar létu þetta hljóma. „Mér finnst það mjög mikil einföldun að hann eigi að gera betur þarna,“ sagði Hannes Þór og hélt áfram. „Það er verið að skjóta á markið af stuttu færi og Rúnar Alex hefur tvo kosti. Annars vega rað fara niður með lófana – eins og hann gerir – eða að reyna halda boltanum með því að fá hann í fangið. Þá held ég að það séu allar líkur á að hann fái boltann í gegnum sig og inn því þetta er af svo stuttu færi.“ Rúnar Alex sjálfur var spurður út í markið í spjalli við Stöð 2 og Vísi eftir leik. „Þetta var skot af stuttu færi. Ég er ekki viss hvort boltinn hefði farið lengra í burtu hefði ég varið með fótunum. Ég vildi aldrei reyna halda þessum blauta bolta á blautu grasi. Ég ætlaði að reyna slá boltann í burtu og svo var það bara happa og glappa hvar frákastið myndi enda,“ sagði markvörður Íslands. Dæmigerð augnablik sem verða að detta með okkur Hannes Þór ræddi markið áfram og fór yfir hvernig svona augnablik þurfa að falla með íslenska landsliðinu ætli það sér aftur í hæstu hæðir. „Svo er spurning hvernig snertingu Rúnar Alex nær þegar hann lendir í lófunum á honum. Í þessu tilfelli skoppar boltinn meter frá honum og hann er óheppinn að hann lendir hjá leikmanni Albaníu. Þetta eru augnablik sem verða að detta með okkur, hvort sem þú horfir á það frá markverðinum eða liðinu í heild,“ bætti Hannes Þór við. Daníel Leó Grétarsson var í baráttunni við Seferi en miðvörðurinn var hænuskrefi á eftir framherjanum og því endaði boltinn í netinu. „Það er leikmaður að negla á markið af sex metra færi, þetta er ekki alltaf svona klippt og skorið,“ sagði Hannes Þór að endingu um markið. Fótbolti Þjóðadeild UEFA Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland 1-1 Albanía | Jón Dagur tryggði Íslandi stig í kaflaskiptum leik Ísland gerði 1-1 jafntefli við Albaníu í öðrum leik liðsins í Þjóðadeild UEFA. Jón Dagur Þorsteinsson bjargaði stigi með marki snemma í síðari hálfleik. 6. júní 2022 20:35 Arnar Þór: Þurfum að stokka það plan upp á nýtt Arnar Þór Viðarsson sagði íslenska liðið hafa spilað of neðarlega í fyrri hálfleiknum gegn Albaníu í gær. Hann sagði að áætlanir vegna leiksins gegn San Marinó á fimmtudag hefðu breyst vegna breyttrar stöðu í riðli U-21 árs landsliðsins. 7. júní 2022 07:30 Twitter um landsleikinn: „Betur má ef duga skal“ Ísland og Albanía gerðu 1-1 jafntefli þegar liðin mættust í Þjóðadeild UEFA á Laugardalsvelli í kvöld. Eins og áður hafði þjóðin ýmislegt um leikinn að segja á Twitter. 6. júní 2022 20:42 Einkunnir Íslands: Engar flugeldasýningar Ísland náði í annað stigið sitt þegar þeir gerðu jafntefli á móti Albönum fyrr í kvöld á Laugardalsvelli. Leikið var í annarri umferð annars riðils B deildar Þjóðardeildarinnar og enduðu leikar 1-1 í kaflaskiptum leik. 6. júní 2022 21:30 Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Fótbolti Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Ballið ekki búið hjá Breiðabliki „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Sjá meira
Þegar hálftími var liðinn af leiknum kom Taulent Seferi gestunum frá Albaníu yfir með skoti af stuttu færi eftir að Rúnar Alex hafði varið skot en ekki náð að halda því. Hannes Þór veit eitt og annað um markvörslu. Hér ver hann víti frá Lionel Messi á HM í Rússlandi.getty/Stefan Matzke Hannes Þór – sem lék 77 A-landsleiki fyrir Íslands hönd og stóð meðal annars vaktina á EM í Frakklandi og HM í Rússlandi - var meðal sérfræðinga Viaplay á leiknum. Fór hann yfir mark Albaníu og var ekki alveg á þeim buxunum að þetta væri jafn einfalt og hinir ýmsu sófasérfræðingar létu þetta hljóma. „Mér finnst það mjög mikil einföldun að hann eigi að gera betur þarna,“ sagði Hannes Þór og hélt áfram. „Það er verið að skjóta á markið af stuttu færi og Rúnar Alex hefur tvo kosti. Annars vega rað fara niður með lófana – eins og hann gerir – eða að reyna halda boltanum með því að fá hann í fangið. Þá held ég að það séu allar líkur á að hann fái boltann í gegnum sig og inn því þetta er af svo stuttu færi.“ Rúnar Alex sjálfur var spurður út í markið í spjalli við Stöð 2 og Vísi eftir leik. „Þetta var skot af stuttu færi. Ég er ekki viss hvort boltinn hefði farið lengra í burtu hefði ég varið með fótunum. Ég vildi aldrei reyna halda þessum blauta bolta á blautu grasi. Ég ætlaði að reyna slá boltann í burtu og svo var það bara happa og glappa hvar frákastið myndi enda,“ sagði markvörður Íslands. Dæmigerð augnablik sem verða að detta með okkur Hannes Þór ræddi markið áfram og fór yfir hvernig svona augnablik þurfa að falla með íslenska landsliðinu ætli það sér aftur í hæstu hæðir. „Svo er spurning hvernig snertingu Rúnar Alex nær þegar hann lendir í lófunum á honum. Í þessu tilfelli skoppar boltinn meter frá honum og hann er óheppinn að hann lendir hjá leikmanni Albaníu. Þetta eru augnablik sem verða að detta með okkur, hvort sem þú horfir á það frá markverðinum eða liðinu í heild,“ bætti Hannes Þór við. Daníel Leó Grétarsson var í baráttunni við Seferi en miðvörðurinn var hænuskrefi á eftir framherjanum og því endaði boltinn í netinu. „Það er leikmaður að negla á markið af sex metra færi, þetta er ekki alltaf svona klippt og skorið,“ sagði Hannes Þór að endingu um markið.
Fótbolti Þjóðadeild UEFA Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland 1-1 Albanía | Jón Dagur tryggði Íslandi stig í kaflaskiptum leik Ísland gerði 1-1 jafntefli við Albaníu í öðrum leik liðsins í Þjóðadeild UEFA. Jón Dagur Þorsteinsson bjargaði stigi með marki snemma í síðari hálfleik. 6. júní 2022 20:35 Arnar Þór: Þurfum að stokka það plan upp á nýtt Arnar Þór Viðarsson sagði íslenska liðið hafa spilað of neðarlega í fyrri hálfleiknum gegn Albaníu í gær. Hann sagði að áætlanir vegna leiksins gegn San Marinó á fimmtudag hefðu breyst vegna breyttrar stöðu í riðli U-21 árs landsliðsins. 7. júní 2022 07:30 Twitter um landsleikinn: „Betur má ef duga skal“ Ísland og Albanía gerðu 1-1 jafntefli þegar liðin mættust í Þjóðadeild UEFA á Laugardalsvelli í kvöld. Eins og áður hafði þjóðin ýmislegt um leikinn að segja á Twitter. 6. júní 2022 20:42 Einkunnir Íslands: Engar flugeldasýningar Ísland náði í annað stigið sitt þegar þeir gerðu jafntefli á móti Albönum fyrr í kvöld á Laugardalsvelli. Leikið var í annarri umferð annars riðils B deildar Þjóðardeildarinnar og enduðu leikar 1-1 í kaflaskiptum leik. 6. júní 2022 21:30 Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Fótbolti Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Ballið ekki búið hjá Breiðabliki „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Sjá meira
Umfjöllun: Ísland 1-1 Albanía | Jón Dagur tryggði Íslandi stig í kaflaskiptum leik Ísland gerði 1-1 jafntefli við Albaníu í öðrum leik liðsins í Þjóðadeild UEFA. Jón Dagur Þorsteinsson bjargaði stigi með marki snemma í síðari hálfleik. 6. júní 2022 20:35
Arnar Þór: Þurfum að stokka það plan upp á nýtt Arnar Þór Viðarsson sagði íslenska liðið hafa spilað of neðarlega í fyrri hálfleiknum gegn Albaníu í gær. Hann sagði að áætlanir vegna leiksins gegn San Marinó á fimmtudag hefðu breyst vegna breyttrar stöðu í riðli U-21 árs landsliðsins. 7. júní 2022 07:30
Twitter um landsleikinn: „Betur má ef duga skal“ Ísland og Albanía gerðu 1-1 jafntefli þegar liðin mættust í Þjóðadeild UEFA á Laugardalsvelli í kvöld. Eins og áður hafði þjóðin ýmislegt um leikinn að segja á Twitter. 6. júní 2022 20:42
Einkunnir Íslands: Engar flugeldasýningar Ísland náði í annað stigið sitt þegar þeir gerðu jafntefli á móti Albönum fyrr í kvöld á Laugardalsvelli. Leikið var í annarri umferð annars riðils B deildar Þjóðardeildarinnar og enduðu leikar 1-1 í kaflaskiptum leik. 6. júní 2022 21:30