Vantraust á ráðherra fellt og sænska stjórnin situr áfram Kjartan Kjartansson skrifar 7. júní 2022 11:29 Morgan Johansson, dómsmála- og innanríkisráðherra Svíþjóðar, slapp naumlega við vantraust í sænska þinginu. Vísir/EPA Dómsmála- og innanríkisráðherra Svíþjóðar stóð af sér vantrauststillögu í sænska þinginu í dag. Magdalena Anderson forsætisráðherra hafði hótað því að ríkisstjórnin segði af sér ef vantrausti yrði lýst á ráðherrann. Aðeins einu atkvæði munaði að vantrausti yrði lýst á Morgan Johansson, dómsmála- og innanríkisráðherra. Stjórnarandstaðan lagði fram vantrauststillöguna á hendur honum vegna fjölda skotárása í Svíþjóð að undanförnu. Á endanum greiddu 174 þingmann atkvæði með vantrausti en 97 á móti. Sjötíu sátu hjá eða voru fjarverandi. Atkvæði 175 þingmanna þufti til þess að lýsa yfir vantrausti á Johansson. Ebba Busch, leiðtogi Kristilegra demókrata, lýsti yfir vonbrigðum eftir að úrslit atkvæðagreiðslunnar lágu fyrir. Sakaði hún Johannsson um að hafa brugðist í baráttunni gegn glæpagengjum, að því er kemur fram í frétt Aftonbladet. Aðrir þingmenn voru gagnrýnir á tímasetningu vantrauststillögunnar, nú þegar stríð geisar í Úkraínu og umsókn Svíþjóðar um aðild að Atlantshafsbandalaginu er til meðferðar. „Það er stríð í gangi tveimur klukkustundum frá landamærum Svíþjóðar. Friði í Evrópu er ógnað og við erum í miðju viðkvæmu umsóknarferli hjá NATO. Síðan ákveða nokkrir flokkar að lýsa yfir vantrausti á ráðherra. Það er mjög vondur tími,“ sagði Annie Lööf, leiðtogi Miðflokksins, fyrir atkvæðagreiðsluna. Þingkosningar fara fram í Svíþjóð í september. Svíþjóð Tengdar fréttir Líf sænsku stjórnarinnar í húfi í atkvæðagreiðslu um vantraust Úrslit atkvæðagreiðslu um vantrauststillögu á hendur dómsmálaráðherra Svíþjóðar sem fer fram í sænska þinginu í dag gætu ráðið örlögum ríkisstjórnar Magdalenu Anderson forsætisráðherra. Útlit er fyrir að ráðherrann standi tillöguna af sér naumlega. 7. júní 2022 08:45 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Fleiri fréttir „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Sjá meira
Aðeins einu atkvæði munaði að vantrausti yrði lýst á Morgan Johansson, dómsmála- og innanríkisráðherra. Stjórnarandstaðan lagði fram vantrauststillöguna á hendur honum vegna fjölda skotárása í Svíþjóð að undanförnu. Á endanum greiddu 174 þingmann atkvæði með vantrausti en 97 á móti. Sjötíu sátu hjá eða voru fjarverandi. Atkvæði 175 þingmanna þufti til þess að lýsa yfir vantrausti á Johansson. Ebba Busch, leiðtogi Kristilegra demókrata, lýsti yfir vonbrigðum eftir að úrslit atkvæðagreiðslunnar lágu fyrir. Sakaði hún Johannsson um að hafa brugðist í baráttunni gegn glæpagengjum, að því er kemur fram í frétt Aftonbladet. Aðrir þingmenn voru gagnrýnir á tímasetningu vantrauststillögunnar, nú þegar stríð geisar í Úkraínu og umsókn Svíþjóðar um aðild að Atlantshafsbandalaginu er til meðferðar. „Það er stríð í gangi tveimur klukkustundum frá landamærum Svíþjóðar. Friði í Evrópu er ógnað og við erum í miðju viðkvæmu umsóknarferli hjá NATO. Síðan ákveða nokkrir flokkar að lýsa yfir vantrausti á ráðherra. Það er mjög vondur tími,“ sagði Annie Lööf, leiðtogi Miðflokksins, fyrir atkvæðagreiðsluna. Þingkosningar fara fram í Svíþjóð í september.
Svíþjóð Tengdar fréttir Líf sænsku stjórnarinnar í húfi í atkvæðagreiðslu um vantraust Úrslit atkvæðagreiðslu um vantrauststillögu á hendur dómsmálaráðherra Svíþjóðar sem fer fram í sænska þinginu í dag gætu ráðið örlögum ríkisstjórnar Magdalenu Anderson forsætisráðherra. Útlit er fyrir að ráðherrann standi tillöguna af sér naumlega. 7. júní 2022 08:45 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Fleiri fréttir „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Sjá meira
Líf sænsku stjórnarinnar í húfi í atkvæðagreiðslu um vantraust Úrslit atkvæðagreiðslu um vantrauststillögu á hendur dómsmálaráðherra Svíþjóðar sem fer fram í sænska þinginu í dag gætu ráðið örlögum ríkisstjórnar Magdalenu Anderson forsætisráðherra. Útlit er fyrir að ráðherrann standi tillöguna af sér naumlega. 7. júní 2022 08:45