Umfjöllun og viðtöl: Valur-Afturelding 6-1 | Meistararnir ekki í vandræðum með botnliðið Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 7. júní 2022 22:30 Valur trónir á toppi deildarinnar. Vísir/Diego Íslandsmeistarar Vals fengu nýliða og botnlið Aftureldingar í heimsókn á Hlíðarenda í Bestu deild kvenna. Valskonur mættu töluvert ákveðnari til leiks og unnu leikinn með fimm marka mun, 6-1. Valskonur byrjuðu leikinn af miklum krafti og sóttu stíft á markið á fyrstu mínútunum. Þegar að tæplega fimm mínútur voru liðnar af leiknum sendir Cyera boltann fyrir þar sem að Valskonur eru búnar að opna vörn Aftureldingar. Ída Marín Hermansdóttir var hárrétt staðsett og kemur boltanum framhjá Evu Ýr í marki Aftureldingar. Staðan 1-0. Áfram héldu Valskonur að ógna og var leikurinn um stund nánast bara spilaður á einum helming vallarins. Þegar rúmlega 20 mínútur voru liðnar af leiknum eru Elín Metta Jensen og Ída Marín mættar í teiginn. Elín rennir boltanum á Ídu sem kemur boltanum aftur framhjá Evu Ýr. Þegar hálftími var liðinn af leiknum keyrir Anna Rakel upp kantinn og sendir boltann fyrir. Þar er Elín Metta mætt og fær góðan tíma til þess að athafna sig áður en hún kemur boltanum í netið. Staðan orðin 3-0. Valskonur héldu upptæknum hætti það sem eftir lifði fyrri hálfleiks þrátt fyrir nokkur áhlaup Aftureldingar en hvorugu liðinu tókst að setja boltann í netið og staðan því 3-0 fyrir Val er liðin gengu til klefa í hálfleik. Það virtist vera meiri kraftur í Aftureldingu í seinni hálfleik og fóru þær að spila boltanum betur á milli sín þrátt fyrir að Valskonur hafi enn verið með yfir höndina. Á 64. mínútu braut Christina Clara Settles á Cyeru Makenzie inn í vítateig og uppskar beint rautt spjald. Beint í kjölfarið gerir Pétur Pétursson, þjálfari Vals, skiptingu sem var kærkomin fyrir Val. Inná komu Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir og Brookelynn Paige Entz. Það leið ekki mínúta frá skiptingunni þegar að Brookelynn Paige gefur boltann á Þórdísi sem kemur boltanum framhjá varnarmanni og í netið. Nokkrum mínútum seinna sendir Þórdís boltann á Brookelynn sem kemur boltanum í netið. Staðan orðin 5-0. Þegar tæplega tíu mínútur voru til leiksloka skallar Bryndís Arna Níelsdóttir boltann á Cyera Makenzie Hintzen sem er nánast ein inn í teig og skorar. Tveimur mínútum seinna gerir Afturelding áhlaup, Þórhildur Þórhallsdóttir sendi boltann á Katrínu Rut Kvaran sem keyrir upp völlinn og minnkar muninn fyrir Aftureldingu. Lokatölur 6-1. Afhverju vann Valur? Þarna voru topplið og botnlið að mætast og sást það. Valskonur voru mun ákveðnari í sínum leik og spiluðu boltanum vel á milli sín. Á tímabili spilaðist leikurinn nánanst bara á öðrum vallahelmingnum þar sem Valskonur sóttu trekk í trekk. Hverjar stóðu upp úr? Hjá Val í fyrri hálfleik voru það Ída Marín Hermansdóttir og Elín Metta Jensen sem voru mjög góðar og pressuðu vel á Aftureldingu og gerðu það í raun allan leikinn. Þessi skipting hjá Pétri þegar hann setti Þórdísi Hrönn og Brookelynn inn á í seinni var klók og voru þær með frábæra innkomu. Hjá Aftureldingu var Jade Arianna sem var góð og keyrði nokkrum sinnum upp kantinn en vantaði að fá samherja með sér til að klára færin. Katrín Rut Kvaran kom inn á í hálfleik og skoraði eina mark Aftureldingar. Hvað gekk illa? Leikmenn Aftureldingar börðust allan leikinn en það er hægt að skrifa þetta á muninn á liðunum. Svo vantaði leikmenn inn í lið Aftureldingar sem hefði getað sett strik í reikninginn. Hvað gerist næst? Valskonur taka á móti KR í Mjólkubikar kvenna á föstudaginn kl 19:15. Afturelding fær ÍBV í heimsókn þriðjudaginn 14. júní kl 18:00. Snýst um að halda áfram og hafa trú á því sem maður er að gera Alexander Aron er þjálfari Aftureldingar.Vísir/Diego Alexander Aron Davorsson, þjálfari Aftureldingar, var sáttur með sitt lið í kvöld þrátt fyrir tap á móti Val í Bestu deild kvenna í dag. „Við tókum við þessu teymi fyrir tveimur árum og það er bara búið að vera velgengni. Við höfum haldið stíft í okkar hugmyndafræði og við vissum að það kæmi mótlæti. Það kemur einhverntíman mótlæti og þá þýðir það ekki að vera lítill. Það er þar sem þú þarft að stíga upp og sýna kassann og halda áfram. Ég er mjög ánægður með liðið mitt, hvernig við höldum í boltann og reynum að halda áfram í því sem við erum að gera. Jú jú 6-1, það er eins og það er, tveir skellir í röð. En þetta snýst um að halda áfram og hafa trú á því sem maður er að gera og það klárlega hef ég.“ Afturelding átti erfitt uppdráttar í fyrri hálfleik og var þremur mörkum undir þegar flautað var til loka fyrri hálfleiks. Þær mættu töluvert ákveðnari í seinni hálfleikinn og fóru að spila boltanum betur á milli sín og halda boltanum. „Það sem ég sagði við þær í hálfleik var að fara út í seinni hálfleikinn og vera svolítið stórar. Að njóta þess að spila fótbolta, þora að hafa boltann, þora að fá mann í sig, þora að sækja. Það er þannig sem þetta virkar. Ég er ánægður að við séum að halda áfram og stöndum við okkar heldur en að fara að bakka og setja tvær hröðustu fram, fara í 4-4-2 og dúndra fram. Ég mun ekki nenna því.“ Þrátt fyrir tvö stór töp í röð þá hefur Alexander ekki áhyggjur. Hann veit að uppleggið virkar og vill halda áfram að byggja ofan á það sem komið er. „Eins og ég sagði, það er búið að vera velgengni í tvö ár og þær vita að þetta virkar. Það er bara þannig að þetta er deild ofar, það eru kannski tveir leikir eða þrír sem við erum búin að spila sem við erum undir að halda bolta. Við erum á Íslandi að spila fótbolta og við viljum bæta leikmenn til að þeir nái lengra og taki næsta skref á ferlinum. Þetta er ekki endastöðin hér. Það er þannig sem við horfum á þetta og það er blákalt þannig.“ Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Valur Afturelding
Íslandsmeistarar Vals fengu nýliða og botnlið Aftureldingar í heimsókn á Hlíðarenda í Bestu deild kvenna. Valskonur mættu töluvert ákveðnari til leiks og unnu leikinn með fimm marka mun, 6-1. Valskonur byrjuðu leikinn af miklum krafti og sóttu stíft á markið á fyrstu mínútunum. Þegar að tæplega fimm mínútur voru liðnar af leiknum sendir Cyera boltann fyrir þar sem að Valskonur eru búnar að opna vörn Aftureldingar. Ída Marín Hermansdóttir var hárrétt staðsett og kemur boltanum framhjá Evu Ýr í marki Aftureldingar. Staðan 1-0. Áfram héldu Valskonur að ógna og var leikurinn um stund nánast bara spilaður á einum helming vallarins. Þegar rúmlega 20 mínútur voru liðnar af leiknum eru Elín Metta Jensen og Ída Marín mættar í teiginn. Elín rennir boltanum á Ídu sem kemur boltanum aftur framhjá Evu Ýr. Þegar hálftími var liðinn af leiknum keyrir Anna Rakel upp kantinn og sendir boltann fyrir. Þar er Elín Metta mætt og fær góðan tíma til þess að athafna sig áður en hún kemur boltanum í netið. Staðan orðin 3-0. Valskonur héldu upptæknum hætti það sem eftir lifði fyrri hálfleiks þrátt fyrir nokkur áhlaup Aftureldingar en hvorugu liðinu tókst að setja boltann í netið og staðan því 3-0 fyrir Val er liðin gengu til klefa í hálfleik. Það virtist vera meiri kraftur í Aftureldingu í seinni hálfleik og fóru þær að spila boltanum betur á milli sín þrátt fyrir að Valskonur hafi enn verið með yfir höndina. Á 64. mínútu braut Christina Clara Settles á Cyeru Makenzie inn í vítateig og uppskar beint rautt spjald. Beint í kjölfarið gerir Pétur Pétursson, þjálfari Vals, skiptingu sem var kærkomin fyrir Val. Inná komu Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir og Brookelynn Paige Entz. Það leið ekki mínúta frá skiptingunni þegar að Brookelynn Paige gefur boltann á Þórdísi sem kemur boltanum framhjá varnarmanni og í netið. Nokkrum mínútum seinna sendir Þórdís boltann á Brookelynn sem kemur boltanum í netið. Staðan orðin 5-0. Þegar tæplega tíu mínútur voru til leiksloka skallar Bryndís Arna Níelsdóttir boltann á Cyera Makenzie Hintzen sem er nánast ein inn í teig og skorar. Tveimur mínútum seinna gerir Afturelding áhlaup, Þórhildur Þórhallsdóttir sendi boltann á Katrínu Rut Kvaran sem keyrir upp völlinn og minnkar muninn fyrir Aftureldingu. Lokatölur 6-1. Afhverju vann Valur? Þarna voru topplið og botnlið að mætast og sást það. Valskonur voru mun ákveðnari í sínum leik og spiluðu boltanum vel á milli sín. Á tímabili spilaðist leikurinn nánanst bara á öðrum vallahelmingnum þar sem Valskonur sóttu trekk í trekk. Hverjar stóðu upp úr? Hjá Val í fyrri hálfleik voru það Ída Marín Hermansdóttir og Elín Metta Jensen sem voru mjög góðar og pressuðu vel á Aftureldingu og gerðu það í raun allan leikinn. Þessi skipting hjá Pétri þegar hann setti Þórdísi Hrönn og Brookelynn inn á í seinni var klók og voru þær með frábæra innkomu. Hjá Aftureldingu var Jade Arianna sem var góð og keyrði nokkrum sinnum upp kantinn en vantaði að fá samherja með sér til að klára færin. Katrín Rut Kvaran kom inn á í hálfleik og skoraði eina mark Aftureldingar. Hvað gekk illa? Leikmenn Aftureldingar börðust allan leikinn en það er hægt að skrifa þetta á muninn á liðunum. Svo vantaði leikmenn inn í lið Aftureldingar sem hefði getað sett strik í reikninginn. Hvað gerist næst? Valskonur taka á móti KR í Mjólkubikar kvenna á föstudaginn kl 19:15. Afturelding fær ÍBV í heimsókn þriðjudaginn 14. júní kl 18:00. Snýst um að halda áfram og hafa trú á því sem maður er að gera Alexander Aron er þjálfari Aftureldingar.Vísir/Diego Alexander Aron Davorsson, þjálfari Aftureldingar, var sáttur með sitt lið í kvöld þrátt fyrir tap á móti Val í Bestu deild kvenna í dag. „Við tókum við þessu teymi fyrir tveimur árum og það er bara búið að vera velgengni. Við höfum haldið stíft í okkar hugmyndafræði og við vissum að það kæmi mótlæti. Það kemur einhverntíman mótlæti og þá þýðir það ekki að vera lítill. Það er þar sem þú þarft að stíga upp og sýna kassann og halda áfram. Ég er mjög ánægður með liðið mitt, hvernig við höldum í boltann og reynum að halda áfram í því sem við erum að gera. Jú jú 6-1, það er eins og það er, tveir skellir í röð. En þetta snýst um að halda áfram og hafa trú á því sem maður er að gera og það klárlega hef ég.“ Afturelding átti erfitt uppdráttar í fyrri hálfleik og var þremur mörkum undir þegar flautað var til loka fyrri hálfleiks. Þær mættu töluvert ákveðnari í seinni hálfleikinn og fóru að spila boltanum betur á milli sín og halda boltanum. „Það sem ég sagði við þær í hálfleik var að fara út í seinni hálfleikinn og vera svolítið stórar. Að njóta þess að spila fótbolta, þora að hafa boltann, þora að fá mann í sig, þora að sækja. Það er þannig sem þetta virkar. Ég er ánægður að við séum að halda áfram og stöndum við okkar heldur en að fara að bakka og setja tvær hröðustu fram, fara í 4-4-2 og dúndra fram. Ég mun ekki nenna því.“ Þrátt fyrir tvö stór töp í röð þá hefur Alexander ekki áhyggjur. Hann veit að uppleggið virkar og vill halda áfram að byggja ofan á það sem komið er. „Eins og ég sagði, það er búið að vera velgengni í tvö ár og þær vita að þetta virkar. Það er bara þannig að þetta er deild ofar, það eru kannski tveir leikir eða þrír sem við erum búin að spila sem við erum undir að halda bolta. Við erum á Íslandi að spila fótbolta og við viljum bæta leikmenn til að þeir nái lengra og taki næsta skref á ferlinum. Þetta er ekki endastöðin hér. Það er þannig sem við horfum á þetta og það er blákalt þannig.“
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti