Alfons spilað nánast sleitulaust undanfarna fjórtán mánuði Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. júní 2022 11:01 Arnar Þór Viðarsson gefur fyrirmæli gegn Albaníu á meðan Alfons Sampsted gerir sig kláran í að taka innkast. Vísir/Diego Alfons Sampsted fær verðskuldað frí er samherjar hans í íslenska landsliðinu etja kappi við San Marínó síðar í dag. Um er að ræða vináttulandsleik í fótbolta. Hægri bakvörðurinn Alfons Sampsted hefur leikið báða leiki Íslands í Þjóðadeildinni - ytra gegn Ísrael og Albaníu á Laugardalsvelli - frá upphafi til enda. Hann á fríið svo sannarlega skilið en hann hefur ekki beint fengið marga frídaga undanfarin misseri þökk sé góðum árangri innan vallar. Alfons hefur verið í lykilhlutverki hjá norska meistaraliðinu Bodø/Glimt síðan hann gekk í raðir félagsins snemma árs 2020. Síðan þá hefur gengi hans og liðsins verið lygilegt. Noregsmeistarar tvö ár í röð og þá fór liðið alla leið í 8-liða úrslit Sambandsdeildar Evrópu. Alfons Sampsted í baráttunni gegn Roma en hann mætti þeim alls fjórum sinnum á síðustu leiktíð.Getty Gott gengi í Evrópu er ástæðan fyrir þeirri þreytu sem Alfons segir komna í mannskap liðsins en Bodø/Glimt hefur ekki byrjað yfirstandandi tímabil vel. Meistararnir sitja í 8. sæti með 13 stig eða 11 stigum minna en topplið Lillestrøm sem hefur leikið einum leik meira. Bodø/Glimt hóf síðasta tímabil í Norgi þann 9. maí og lauk því 12. desember. Þó liðið hafi eflaust fengið smá frí yfir jólin þá hafði Alfons varla tíma til að hitta fjölskyldu sína þar sem hann var hluti af landsliðshóp Íslands sem mætti Suður-Kóreu og Úganda í janúar á þessu ári. Um miðjan febrúarmánuð mætti Bodø/Glimt skoska stórveldinu Celtic í 16-liða úrslitum Sambandsdeildarinnar. Skotarnir reyndust lítil fyrirstaða en Albert Guðmundsson og þáverandi liðsfélagar í AZ Alkmaar reyndust töluvert erfiðari viðureignar. Fór einvígi liðanna alla leið í framlengingu þar sem Alfons reyndist hetjan. Evrópuævintýri Bodø/Glimt endaði loks gegn Roma sem átti harma að hefna eftir ótrúlegan 6-1 sigur norska liðsins í riðlakeppninni síðasta haust. Fór það svo að Roma fór alla leið og vann keppnina. Alfons fór yfir þessa ótrúlegu lífsreynslu og þreytuna sem herjar nú á leikmannahóp liðsins í stuttu spjalli við Fótbolti.net nýverið „Ætli þetta sé ekki blanda af nokkrum þáttum. Klárlega mikil þreyta, við byrjum tímabilið snemma og höfum spilað lengi. Þá hafa verið meiðsli og veikindi í leikmannahópnum. Vona að þetta landsleikjahlé geti verið ákveðinn núllpunktur fyrir hina leikmenn liðsins,“ sagði Alfons. Ofan á allt þetta hefur Bodø/Glimt verið duglegt að selja lykilmenn á undanförnum tveimur árum og því erfitt að viðhalda sama árangri ár eftir ár. Takandi þetta með í reikninginn skyldi engan undra að það sé aðeins farið að hægjast á Alfonsi eftir að hafa spilað nær samfleytt síðan í maí á síðasta ári. Hinn 24 ára gamli Alfons hefur eignað sér hægri bakvarðarstöðu íslenska landsliðsins að undanförnu en alls hefur hann leikið 12 A-landsleiki sem og 52 leiki fyrir yngri landslið Íslands. Alfons Sampsted til varnar í leiknum gegn Albaníu í gærkvöld. Hann fer ekki til San Marínó.vísir/Diego Fótbolti Þjóðadeild UEFA Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Alfons segir úrslitin í Ísrael fín og vonast til að sjá sem flesta á Laugardalsvelli á mánudag Alfons Sampsted, hægri bakvörður íslenska landsliðsins, vonast eftir að fólk mæti á leikinn gegn Albaníu á mánudag og að íslenska liðið byggi ofan á fín úrslit í Ísrael. 4. júní 2022 23:31 „Kröftugt högg á trýnið og vantar annan skóinn“ Alfons Sampsted fékk olnbogaskot í andlitið í úrslitaleik norsku bikarkeppninnar í fótbolta í gær. Hann fékk myndarlegt glóðarauga en segist ekki koma til með að missa af mínútu með Bodö/Glimt. 2. maí 2022 10:32 Alfons sá eini sem spilaði alla leikina er Bodø/Glimt jafnaði met Íslenski landsliðsmaðurinn Alfons Sampsted hefur átt lygilegan tíma með Bodø/Glimt undanfarin misseri. Norsku meistararnir jöfnuðu nýverið met í Evrópu en liðið lék alls 20 leiki í Evrópu á leiktíðinni. 19. apríl 2022 09:01 Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Ísak hættur með ÍR Körfubolti Bruno til bjargar Enski boltinn Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira
Hægri bakvörðurinn Alfons Sampsted hefur leikið báða leiki Íslands í Þjóðadeildinni - ytra gegn Ísrael og Albaníu á Laugardalsvelli - frá upphafi til enda. Hann á fríið svo sannarlega skilið en hann hefur ekki beint fengið marga frídaga undanfarin misseri þökk sé góðum árangri innan vallar. Alfons hefur verið í lykilhlutverki hjá norska meistaraliðinu Bodø/Glimt síðan hann gekk í raðir félagsins snemma árs 2020. Síðan þá hefur gengi hans og liðsins verið lygilegt. Noregsmeistarar tvö ár í röð og þá fór liðið alla leið í 8-liða úrslit Sambandsdeildar Evrópu. Alfons Sampsted í baráttunni gegn Roma en hann mætti þeim alls fjórum sinnum á síðustu leiktíð.Getty Gott gengi í Evrópu er ástæðan fyrir þeirri þreytu sem Alfons segir komna í mannskap liðsins en Bodø/Glimt hefur ekki byrjað yfirstandandi tímabil vel. Meistararnir sitja í 8. sæti með 13 stig eða 11 stigum minna en topplið Lillestrøm sem hefur leikið einum leik meira. Bodø/Glimt hóf síðasta tímabil í Norgi þann 9. maí og lauk því 12. desember. Þó liðið hafi eflaust fengið smá frí yfir jólin þá hafði Alfons varla tíma til að hitta fjölskyldu sína þar sem hann var hluti af landsliðshóp Íslands sem mætti Suður-Kóreu og Úganda í janúar á þessu ári. Um miðjan febrúarmánuð mætti Bodø/Glimt skoska stórveldinu Celtic í 16-liða úrslitum Sambandsdeildarinnar. Skotarnir reyndust lítil fyrirstaða en Albert Guðmundsson og þáverandi liðsfélagar í AZ Alkmaar reyndust töluvert erfiðari viðureignar. Fór einvígi liðanna alla leið í framlengingu þar sem Alfons reyndist hetjan. Evrópuævintýri Bodø/Glimt endaði loks gegn Roma sem átti harma að hefna eftir ótrúlegan 6-1 sigur norska liðsins í riðlakeppninni síðasta haust. Fór það svo að Roma fór alla leið og vann keppnina. Alfons fór yfir þessa ótrúlegu lífsreynslu og þreytuna sem herjar nú á leikmannahóp liðsins í stuttu spjalli við Fótbolti.net nýverið „Ætli þetta sé ekki blanda af nokkrum þáttum. Klárlega mikil þreyta, við byrjum tímabilið snemma og höfum spilað lengi. Þá hafa verið meiðsli og veikindi í leikmannahópnum. Vona að þetta landsleikjahlé geti verið ákveðinn núllpunktur fyrir hina leikmenn liðsins,“ sagði Alfons. Ofan á allt þetta hefur Bodø/Glimt verið duglegt að selja lykilmenn á undanförnum tveimur árum og því erfitt að viðhalda sama árangri ár eftir ár. Takandi þetta með í reikninginn skyldi engan undra að það sé aðeins farið að hægjast á Alfonsi eftir að hafa spilað nær samfleytt síðan í maí á síðasta ári. Hinn 24 ára gamli Alfons hefur eignað sér hægri bakvarðarstöðu íslenska landsliðsins að undanförnu en alls hefur hann leikið 12 A-landsleiki sem og 52 leiki fyrir yngri landslið Íslands. Alfons Sampsted til varnar í leiknum gegn Albaníu í gærkvöld. Hann fer ekki til San Marínó.vísir/Diego
Fótbolti Þjóðadeild UEFA Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Alfons segir úrslitin í Ísrael fín og vonast til að sjá sem flesta á Laugardalsvelli á mánudag Alfons Sampsted, hægri bakvörður íslenska landsliðsins, vonast eftir að fólk mæti á leikinn gegn Albaníu á mánudag og að íslenska liðið byggi ofan á fín úrslit í Ísrael. 4. júní 2022 23:31 „Kröftugt högg á trýnið og vantar annan skóinn“ Alfons Sampsted fékk olnbogaskot í andlitið í úrslitaleik norsku bikarkeppninnar í fótbolta í gær. Hann fékk myndarlegt glóðarauga en segist ekki koma til með að missa af mínútu með Bodö/Glimt. 2. maí 2022 10:32 Alfons sá eini sem spilaði alla leikina er Bodø/Glimt jafnaði met Íslenski landsliðsmaðurinn Alfons Sampsted hefur átt lygilegan tíma með Bodø/Glimt undanfarin misseri. Norsku meistararnir jöfnuðu nýverið met í Evrópu en liðið lék alls 20 leiki í Evrópu á leiktíðinni. 19. apríl 2022 09:01 Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Ísak hættur með ÍR Körfubolti Bruno til bjargar Enski boltinn Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira
Alfons segir úrslitin í Ísrael fín og vonast til að sjá sem flesta á Laugardalsvelli á mánudag Alfons Sampsted, hægri bakvörður íslenska landsliðsins, vonast eftir að fólk mæti á leikinn gegn Albaníu á mánudag og að íslenska liðið byggi ofan á fín úrslit í Ísrael. 4. júní 2022 23:31
„Kröftugt högg á trýnið og vantar annan skóinn“ Alfons Sampsted fékk olnbogaskot í andlitið í úrslitaleik norsku bikarkeppninnar í fótbolta í gær. Hann fékk myndarlegt glóðarauga en segist ekki koma til með að missa af mínútu með Bodö/Glimt. 2. maí 2022 10:32
Alfons sá eini sem spilaði alla leikina er Bodø/Glimt jafnaði met Íslenski landsliðsmaðurinn Alfons Sampsted hefur átt lygilegan tíma með Bodø/Glimt undanfarin misseri. Norsku meistararnir jöfnuðu nýverið met í Evrópu en liðið lék alls 20 leiki í Evrópu á leiktíðinni. 19. apríl 2022 09:01