Kusu í flest embætti en Alexandra og Magnús þurfa að bíða lengur Eiður Þór Árnason skrifar 7. júní 2022 17:05 Nokkur endurnýjun er í borgarstjórn Reykjavíkur eftir úrslit nýliðinna kosninga. Vísir/Vilhelm Fyrsti borgarstjórnarfundur nýs meirihluta Samfylkingarinnar, Framsókarflokks, Pírata og Viðreisnar fór fram í Ráðhúsinu í dag þar sem kosið var í hin ýmsu embætti borgarstjórnar. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar, var þar kjörin forseti borgarstjórnar, Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar, formaður borgarráðs og Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata, formaður umhverfis- og skipulagsráðs. Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, leiðir velferðarráð á kjörtímabilinu og Árelía Eydís Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar, skóla- og frístundarráð. Skúli Helgason frá Samfylkingunni leiðir menningar-, íþrótta og tómstundarráð og Hjálmar Sveinsson innkaupa- og framkvæmdaráð. Báðir eru borgarfulltrúar Samfylkingarinnar. Kosið verður í mannréttindaráð og nýtt stafrænt ráð á næsta fundi borgarstjórnar.Vísir/Vilhelm Einnig stóð til að kjósa Magnús Norðdahl formann mannréttindaráðs og Alexöndru Briem formann nýs stafræns ráðs á fundinum í dag en því kjöri var frestað til næsta borgarstjórnarfundar. Bæði eru fulltrúar Pírata. Oddvitar flokkanna kynntu nýjan meirihluta til leiks á blaðamannafundi í gær. Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar, mun gegna embætti borgarstjóra út árið 2023 þegar hann skiptir við Einar og tekur við borgarráði. Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Samfylkingin Framsóknarflokkurinn Píratar Viðreisn Tengdar fréttir Segir breytingar á forsætisnefnd vera pólitísk hrossakaup Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins óskuðu í dag eftir því að afgreiðslu á tillögu meirihlutans um breytt hlutverk forsætisnefndar yrði frestað. Klukkan 14 hófst fyrsti borgarstjórnarfundur nýrrar borgarstjórnar. 7. júní 2022 15:19 Verkaskipting í nefndum og ráðum borgarinnar gerð ljós í dag Borgarstjóri segir að borgarlínu verði flýtt svo hægt verði að hefja uppbyggingu á Keldnalandinu sem fyrst. Gripið verði til nauðsynlegra mótvægisaðgerða ef þörf krefji eftir áhættumat sem unnið verði af Ísavía vegna uppbyggingar við Reykjavíkurflugvöll. Verkaskipting nýja meirihlutans í nefndum og ráðum kemur í ljós í dag. 7. júní 2022 11:49 Einar tekur við af Degi sem borgarstjóri árið 2024 Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar og borgarstjóri, mun áfram gegna embætti borgarstjóra Reykjavíkur fyrri hluta kjörtímabilsins, eða til ársloka 2023. Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar, mun síðan taka við embættinu af Degi í ársbyrjun 2024. Á kjörtímabilinu mun Dagur því gegna embættinu í rúmlega eitt og hálft ár, en Einar í tæplega tvö og hálft ár. 6. júní 2022 15:10 Mest lesið Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Fleiri fréttir Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Sjá meira
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar, var þar kjörin forseti borgarstjórnar, Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar, formaður borgarráðs og Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata, formaður umhverfis- og skipulagsráðs. Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, leiðir velferðarráð á kjörtímabilinu og Árelía Eydís Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar, skóla- og frístundarráð. Skúli Helgason frá Samfylkingunni leiðir menningar-, íþrótta og tómstundarráð og Hjálmar Sveinsson innkaupa- og framkvæmdaráð. Báðir eru borgarfulltrúar Samfylkingarinnar. Kosið verður í mannréttindaráð og nýtt stafrænt ráð á næsta fundi borgarstjórnar.Vísir/Vilhelm Einnig stóð til að kjósa Magnús Norðdahl formann mannréttindaráðs og Alexöndru Briem formann nýs stafræns ráðs á fundinum í dag en því kjöri var frestað til næsta borgarstjórnarfundar. Bæði eru fulltrúar Pírata. Oddvitar flokkanna kynntu nýjan meirihluta til leiks á blaðamannafundi í gær. Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar, mun gegna embætti borgarstjóra út árið 2023 þegar hann skiptir við Einar og tekur við borgarráði.
Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Samfylkingin Framsóknarflokkurinn Píratar Viðreisn Tengdar fréttir Segir breytingar á forsætisnefnd vera pólitísk hrossakaup Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins óskuðu í dag eftir því að afgreiðslu á tillögu meirihlutans um breytt hlutverk forsætisnefndar yrði frestað. Klukkan 14 hófst fyrsti borgarstjórnarfundur nýrrar borgarstjórnar. 7. júní 2022 15:19 Verkaskipting í nefndum og ráðum borgarinnar gerð ljós í dag Borgarstjóri segir að borgarlínu verði flýtt svo hægt verði að hefja uppbyggingu á Keldnalandinu sem fyrst. Gripið verði til nauðsynlegra mótvægisaðgerða ef þörf krefji eftir áhættumat sem unnið verði af Ísavía vegna uppbyggingar við Reykjavíkurflugvöll. Verkaskipting nýja meirihlutans í nefndum og ráðum kemur í ljós í dag. 7. júní 2022 11:49 Einar tekur við af Degi sem borgarstjóri árið 2024 Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar og borgarstjóri, mun áfram gegna embætti borgarstjóra Reykjavíkur fyrri hluta kjörtímabilsins, eða til ársloka 2023. Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar, mun síðan taka við embættinu af Degi í ársbyrjun 2024. Á kjörtímabilinu mun Dagur því gegna embættinu í rúmlega eitt og hálft ár, en Einar í tæplega tvö og hálft ár. 6. júní 2022 15:10 Mest lesið Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Fleiri fréttir Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Sjá meira
Segir breytingar á forsætisnefnd vera pólitísk hrossakaup Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins óskuðu í dag eftir því að afgreiðslu á tillögu meirihlutans um breytt hlutverk forsætisnefndar yrði frestað. Klukkan 14 hófst fyrsti borgarstjórnarfundur nýrrar borgarstjórnar. 7. júní 2022 15:19
Verkaskipting í nefndum og ráðum borgarinnar gerð ljós í dag Borgarstjóri segir að borgarlínu verði flýtt svo hægt verði að hefja uppbyggingu á Keldnalandinu sem fyrst. Gripið verði til nauðsynlegra mótvægisaðgerða ef þörf krefji eftir áhættumat sem unnið verði af Ísavía vegna uppbyggingar við Reykjavíkurflugvöll. Verkaskipting nýja meirihlutans í nefndum og ráðum kemur í ljós í dag. 7. júní 2022 11:49
Einar tekur við af Degi sem borgarstjóri árið 2024 Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar og borgarstjóri, mun áfram gegna embætti borgarstjóra Reykjavíkur fyrri hluta kjörtímabilsins, eða til ársloka 2023. Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar, mun síðan taka við embættinu af Degi í ársbyrjun 2024. Á kjörtímabilinu mun Dagur því gegna embættinu í rúmlega eitt og hálft ár, en Einar í tæplega tvö og hálft ár. 6. júní 2022 15:10