Félag dæmt í lífstíðarbann fyrir að skora 41 sjálfsmark í einum og sama leiknum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. júní 2022 15:00 Mögulega var það bolti líkt og þessi sem var sendur 41 sinni í eigið net. Getty Images Alls hafa fjögur knattspyrnufélög í 4. deildinni í Suður-Afríku verið dæmd í lífstíðarbann frá íþróttinni eftir að upp komst um svindl er tvö þeirra reyndu að sigra deildina og komast þar með upp í 3. deild. Í einum leiknum var 41 sjálfsmark skorað. Á vef breska ríkisútvarpsins er farið yfir ótrúleg úrslit leikja er Matiyasi FC og Shivulani Dangerous Tigers börðust um sigur í 4. deild karla í Suður-Afríku. Dangerous Tigers vann ótrúlegan 33-1 sigur á Kotoko Happy Boys undir lok maímánaðar. Sama dag vann Matiyasi FC ótrúlegan 59-1 sigur á Nsami Mighty Birds en síðarnefnda liðið var þá í 3. sæti deildarinnar. Í frétt BBC um málið kemur fram að 41 sjálfsmark hafi verið skorað í leiknum. Life ban for football club who scored 41 own goals https://t.co/bR7MUDfa7c— BBC News (World) (@BBCWorld) June 8, 2022 Það sem gerir úrslitin enn undarlegri og sannar að maðkur hafi verið í mysunni er sá að liðin mættust aðeins tveimur mánuðum áður og þá voru úrslitin öllu eðlilegra. Matiyasi FC vann nauman 2-1 sigur á Nsami Mighty Birds á meðan Dangerous Tigers og Kotoko Happy Birds gerðu 2-2 jafntefli. Eftir að komast að því að Matiyasi voru 22-0 yfir í hálfleik gerðu Dangerous Tigers samkomulag um að leikmenn Kotoko Happy Boys færu af velli. Á endanum yfirgáfu fjórir leikmenn völlinn vegna þreytu svo aðeins voru sjö glaðir drengir eftir til að klára leikinn. Á sama tíma í leik Matiyasi gaf dómarinn fjórm leikmönnum Mighty Birds rauð spjöld svo þar voru einnig sjö leikmenn eftir gegn 11 en ef lið hefur færri en sjö leikmenn þarf að blása leikinn af. Rannsóknarnefnd hefur þegar fundið sönnungargögn um samstarf liðanna og dómara í málinu. Einnig hefur komið í ljós að af 59 marki sem Dangerous Tigers skoraði þá var um 41 sjálfsmark að ræða. Félögin fjögur hafa verið dæmd í lífstíðarbann og þá mega forráðamenn liðanna ekki koma nálægt fótbolta í fimm til átta ár. Dómarar leikjanna mega ekki dæma í 10 ár en ekki kemur fram í frétt BBC hvort leikmenn liðanna hafi verið dæmdir í leikbann eður ei. „Þetta fólk virðir ekki fótboltann og við getum ekki leyft þessu að gerast aftur. Það er sorglegt að ungum leikmönnum sé blandað inn í þetta en reglurnar segja að fimm leikmenn undir 21 árs verði að spila hverju sinni,“ sagði Vincent Ramphago, yfirmaður deildarinnar, í viðtali við BBC. Á endanum fór Gawula Classic upp í 3. deildina þrátt fyrir að enda í fjórða sæti 4. deildar. Liðið var hins vegar það eina sem reyndi ekki að svindla og fer upp um deild þar sem efstu þrjú liðin eru meðal þeirra fjögurra liða sem fengu lífstíðarbann. Þá mun knattspyrnusamband Suður-Afríku halda ýmis námskeið til að fræða þjálfara, forráðamenn og dómara um heilindi leiksins. Fótbolti Suður-Afríka Mest lesið Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Körfubolti Spánverjar og Belgar skoruðu sex Fótbolti Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Sport Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Sport Fleiri fréttir Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Sjá meira
Á vef breska ríkisútvarpsins er farið yfir ótrúleg úrslit leikja er Matiyasi FC og Shivulani Dangerous Tigers börðust um sigur í 4. deild karla í Suður-Afríku. Dangerous Tigers vann ótrúlegan 33-1 sigur á Kotoko Happy Boys undir lok maímánaðar. Sama dag vann Matiyasi FC ótrúlegan 59-1 sigur á Nsami Mighty Birds en síðarnefnda liðið var þá í 3. sæti deildarinnar. Í frétt BBC um málið kemur fram að 41 sjálfsmark hafi verið skorað í leiknum. Life ban for football club who scored 41 own goals https://t.co/bR7MUDfa7c— BBC News (World) (@BBCWorld) June 8, 2022 Það sem gerir úrslitin enn undarlegri og sannar að maðkur hafi verið í mysunni er sá að liðin mættust aðeins tveimur mánuðum áður og þá voru úrslitin öllu eðlilegra. Matiyasi FC vann nauman 2-1 sigur á Nsami Mighty Birds á meðan Dangerous Tigers og Kotoko Happy Birds gerðu 2-2 jafntefli. Eftir að komast að því að Matiyasi voru 22-0 yfir í hálfleik gerðu Dangerous Tigers samkomulag um að leikmenn Kotoko Happy Boys færu af velli. Á endanum yfirgáfu fjórir leikmenn völlinn vegna þreytu svo aðeins voru sjö glaðir drengir eftir til að klára leikinn. Á sama tíma í leik Matiyasi gaf dómarinn fjórm leikmönnum Mighty Birds rauð spjöld svo þar voru einnig sjö leikmenn eftir gegn 11 en ef lið hefur færri en sjö leikmenn þarf að blása leikinn af. Rannsóknarnefnd hefur þegar fundið sönnungargögn um samstarf liðanna og dómara í málinu. Einnig hefur komið í ljós að af 59 marki sem Dangerous Tigers skoraði þá var um 41 sjálfsmark að ræða. Félögin fjögur hafa verið dæmd í lífstíðarbann og þá mega forráðamenn liðanna ekki koma nálægt fótbolta í fimm til átta ár. Dómarar leikjanna mega ekki dæma í 10 ár en ekki kemur fram í frétt BBC hvort leikmenn liðanna hafi verið dæmdir í leikbann eður ei. „Þetta fólk virðir ekki fótboltann og við getum ekki leyft þessu að gerast aftur. Það er sorglegt að ungum leikmönnum sé blandað inn í þetta en reglurnar segja að fimm leikmenn undir 21 árs verði að spila hverju sinni,“ sagði Vincent Ramphago, yfirmaður deildarinnar, í viðtali við BBC. Á endanum fór Gawula Classic upp í 3. deildina þrátt fyrir að enda í fjórða sæti 4. deildar. Liðið var hins vegar það eina sem reyndi ekki að svindla og fer upp um deild þar sem efstu þrjú liðin eru meðal þeirra fjögurra liða sem fengu lífstíðarbann. Þá mun knattspyrnusamband Suður-Afríku halda ýmis námskeið til að fræða þjálfara, forráðamenn og dómara um heilindi leiksins.
Fótbolti Suður-Afríka Mest lesið Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Körfubolti Spánverjar og Belgar skoruðu sex Fótbolti Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Sport Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Sport Fleiri fréttir Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Sjá meira