Einar Bollason mættur til Boston: „Eins og ég sé sjálfur að fara að spila úrslitaleik“ Kjartan Atli Kjartansson skrifar 10. júní 2022 10:02 Einar Bollason er í Boston vegna úrslitaeinvígisins í NBA-körfuboltanum, að sjálfsögðu vel merktur sínu liði. Stöð 2 Körfuboltagoðsögnin og einn harðasti stuðningsmaður Boston Celtics á Íslandi, Einar Bollason, er mættur til Boston vegna lokaúrslitanna í NBA. Einar, sem um árabil lýsti NBA-leikjum á Stöð 2, hefur verið stuðningsmaður Celtics í áratugi, eða allt frá því að hann fór með íslenska landsliðinu til Boston um miðjan sjöunda áratug síðustu aldar. Hann segist sjálfur vera orðinn stressaður fyrir leiknum sem fram fer í kvöld og að honum líði jafnvel eins og hann sé sjálfur að spila. Með tölfræðina á hreinu Boston er 2-1 yfir í einvíginu eftir sigur í þriðja leiknum sem fram fór aðfaranótt fimmtudags að íslenskum tíma. Einar segir bjartsýnina hafa aukist við sigurinn eins og hann rekur í viðtalinu sem sjá má í spilaranum hér að neðan. Klippa: Einar Bolla í Boston Einar er með tölfræðina á hreinu og bendir á að í 82 prósent tilvika í sögu lokaúrslita NBA hafi lið sem kemst 2-1 yfir staðið uppi sem sigurvegari. „En þá eru eftir 18 prósent,“ segir hann og hlær. Einar ferðaðist til borgarinnar til þess að upplifa stemninguna í borginni ásamt eiginkonu sinni. Í gær, þegar viðtalið var tekið, sagðist hann ekki enn vera öruggur með miða á leikinn: „En það breytir engu, maður hittir bara þá allt liðið og vafrar um og drekkur í sig stuðið,“ segir hann og hlær. Varð Celtics-aðdáandi vegna landsliðsferðar Einar segist hafa orðið aðdáandi Celtics árið 1964 þegar hann fór í ferð með íslenska landsliðinu til Boston. Liðið dvaldi í Bandaríkjunum í þrjár vikur og lék fjölda leikja við háskólalið. „Hápunkturinn í ferðinni var ekki endilega að vinna svo marga leiki heldur var okkur vel tekið í Boston Garden. Við vorum þar í boði Red Auerbach og horfðum á Bill Russell spila á móti [Wilt] Chamberlain. Síðan vorum við kynntir alveg sérstaklega og Auerbach kom og tók í höndina á okkur og [John] Havlicek, ég gleymi því aldrei. Menn þvoðu sér ekki í margar vikur á eftir. Ég held að það hafi ekki nokkur maður í íslenska landsliðinu þá ekki orðið brjálaður Boston-maður,“ rifjar Einar upp. Það verður mikið líf í TD Garden í kvöld rétt eins og þegar þriðji leikur úrslitanna fór fram í vikunni.Getty Þess má geta að Red Auerbach vann níu titla sem þjálfari Celtics og er ein helsta goðsögn í sögu Celtics. Sama má segja um Bill Russell, sem vann ellefu titla með Celtics, þar af einn sem spilandi þjálfari. Russell er af mörgum talinn einn af allra bestu leikmönnum í sögu NBA-deildarinnar. Wilt Chamberlain sem Einar nefnir einnig til sögunnar á það á ferilskrá sinni að hafa skorað 100 stig í sama leiknum og er tölfræðilega einn sá allra besti sem hefur reimað á sig skóna og haldið út á NBA-parket. John Havlicek var sömuleiðis goðsögn í körfubolta, hann er yfirleitt nefndur sem fyrsti „sjötti maður“ deildarinnar. Hann hafði það hlutverk að koma af varamannabekknum og breyta leikjum. Það gekk vel, enda varð hann átta sinnum meistari í deildinni og var valinn mikilvægasti leikmaður lokaúrslitanna 1974. Eins og hann sé sjálfur að fara að spila Einar, sem lék marga úrslitaleiki um ævina, er spenntur fyrir fjórða leiknum í einvíginu. „Mér líður eins og ég sé sjálfur að fara að spila úrslitaleik. Ég orðinn þurr í munninum og svona,“ segir hann og hlær. Leikurinn er afar mikilvægur í huga Einars: „Ef við myndum fara til San Fransisco 3-1 yfir, það yrði alveg stórkostlegt.“ Fjórði leikur lokaúrslitanna í NBA fer fram eftir miðnætti í nótt. Útsending á Stöð 2 Sport hefst klukkan 00:25 og verður upphitunin bæði úr myndveri Stöðvar 2 Sports á Suðurlandsbraut og úr TD Garden, heimavelli Boston Celtics. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. NBA Körfubolti Tengdar fréttir Þríeykið sá til þess að Boston er komið yfir í úrslitaeinvíginu Stjörnur Boston Celtics stigu heldur betur upp er liðið komst 2-1 yfir í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt. Alls skoruðu Jayson Tatum, Jaylen Brown og Marcus Smart 77 stig er Boston vann Golden State Warriors með sextán stiga mun, lokatölur 116-100. 9. júní 2022 07:31 Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Garnacho ekki í hóp Enski boltinn Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Fleiri fréttir Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Sjá meira
Einar, sem um árabil lýsti NBA-leikjum á Stöð 2, hefur verið stuðningsmaður Celtics í áratugi, eða allt frá því að hann fór með íslenska landsliðinu til Boston um miðjan sjöunda áratug síðustu aldar. Hann segist sjálfur vera orðinn stressaður fyrir leiknum sem fram fer í kvöld og að honum líði jafnvel eins og hann sé sjálfur að spila. Með tölfræðina á hreinu Boston er 2-1 yfir í einvíginu eftir sigur í þriðja leiknum sem fram fór aðfaranótt fimmtudags að íslenskum tíma. Einar segir bjartsýnina hafa aukist við sigurinn eins og hann rekur í viðtalinu sem sjá má í spilaranum hér að neðan. Klippa: Einar Bolla í Boston Einar er með tölfræðina á hreinu og bendir á að í 82 prósent tilvika í sögu lokaúrslita NBA hafi lið sem kemst 2-1 yfir staðið uppi sem sigurvegari. „En þá eru eftir 18 prósent,“ segir hann og hlær. Einar ferðaðist til borgarinnar til þess að upplifa stemninguna í borginni ásamt eiginkonu sinni. Í gær, þegar viðtalið var tekið, sagðist hann ekki enn vera öruggur með miða á leikinn: „En það breytir engu, maður hittir bara þá allt liðið og vafrar um og drekkur í sig stuðið,“ segir hann og hlær. Varð Celtics-aðdáandi vegna landsliðsferðar Einar segist hafa orðið aðdáandi Celtics árið 1964 þegar hann fór í ferð með íslenska landsliðinu til Boston. Liðið dvaldi í Bandaríkjunum í þrjár vikur og lék fjölda leikja við háskólalið. „Hápunkturinn í ferðinni var ekki endilega að vinna svo marga leiki heldur var okkur vel tekið í Boston Garden. Við vorum þar í boði Red Auerbach og horfðum á Bill Russell spila á móti [Wilt] Chamberlain. Síðan vorum við kynntir alveg sérstaklega og Auerbach kom og tók í höndina á okkur og [John] Havlicek, ég gleymi því aldrei. Menn þvoðu sér ekki í margar vikur á eftir. Ég held að það hafi ekki nokkur maður í íslenska landsliðinu þá ekki orðið brjálaður Boston-maður,“ rifjar Einar upp. Það verður mikið líf í TD Garden í kvöld rétt eins og þegar þriðji leikur úrslitanna fór fram í vikunni.Getty Þess má geta að Red Auerbach vann níu titla sem þjálfari Celtics og er ein helsta goðsögn í sögu Celtics. Sama má segja um Bill Russell, sem vann ellefu titla með Celtics, þar af einn sem spilandi þjálfari. Russell er af mörgum talinn einn af allra bestu leikmönnum í sögu NBA-deildarinnar. Wilt Chamberlain sem Einar nefnir einnig til sögunnar á það á ferilskrá sinni að hafa skorað 100 stig í sama leiknum og er tölfræðilega einn sá allra besti sem hefur reimað á sig skóna og haldið út á NBA-parket. John Havlicek var sömuleiðis goðsögn í körfubolta, hann er yfirleitt nefndur sem fyrsti „sjötti maður“ deildarinnar. Hann hafði það hlutverk að koma af varamannabekknum og breyta leikjum. Það gekk vel, enda varð hann átta sinnum meistari í deildinni og var valinn mikilvægasti leikmaður lokaúrslitanna 1974. Eins og hann sé sjálfur að fara að spila Einar, sem lék marga úrslitaleiki um ævina, er spenntur fyrir fjórða leiknum í einvíginu. „Mér líður eins og ég sé sjálfur að fara að spila úrslitaleik. Ég orðinn þurr í munninum og svona,“ segir hann og hlær. Leikurinn er afar mikilvægur í huga Einars: „Ef við myndum fara til San Fransisco 3-1 yfir, það yrði alveg stórkostlegt.“ Fjórði leikur lokaúrslitanna í NBA fer fram eftir miðnætti í nótt. Útsending á Stöð 2 Sport hefst klukkan 00:25 og verður upphitunin bæði úr myndveri Stöðvar 2 Sports á Suðurlandsbraut og úr TD Garden, heimavelli Boston Celtics. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA Körfubolti Tengdar fréttir Þríeykið sá til þess að Boston er komið yfir í úrslitaeinvíginu Stjörnur Boston Celtics stigu heldur betur upp er liðið komst 2-1 yfir í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt. Alls skoruðu Jayson Tatum, Jaylen Brown og Marcus Smart 77 stig er Boston vann Golden State Warriors með sextán stiga mun, lokatölur 116-100. 9. júní 2022 07:31 Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Garnacho ekki í hóp Enski boltinn Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Fleiri fréttir Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Sjá meira
Þríeykið sá til þess að Boston er komið yfir í úrslitaeinvíginu Stjörnur Boston Celtics stigu heldur betur upp er liðið komst 2-1 yfir í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt. Alls skoruðu Jayson Tatum, Jaylen Brown og Marcus Smart 77 stig er Boston vann Golden State Warriors með sextán stiga mun, lokatölur 116-100. 9. júní 2022 07:31