Afnemum tryggðarskatta Friðrik Þór Snorrason skrifar 10. júní 2022 11:30 Í viðskiptum tíðkast almennt að tryggð viðskiptavina skili sér í betri kjörum til lengri tíma. Einn þeirra geira sem sterkar vísbendingar eru um að sé undanskilinn þessu lögmáli eru tryggingar. Algengt er að nýjum viðskiptavinum tryggingafélaga á Íslandi séu boðin sérkjör, til að mynda á ökutækjatryggingum. Að ári liðnu falla þau kjör jafnan úr gildi og versna enn frekar með tímanum, eftir því sem viðskiptasamband við tryggingafélag lengist. Breska fjármálaeftirlitið (FCA) hefur á síðastliðnum árum rannsakað skort á gagnsæi í verðskrám breskra tryggingafélaga og mögulegar samkeppnishindranir sem verðstefna einstakra tryggingafélaga getur skapað. Rannsóknir FCA leiddu í ljós að tryggir viðskiptavinir, sem ekki höfðu skipt um tryggingafélag í fimm ár, voru að jafnaði að greiða 70% hærri iðgjöld en nýir viðskiptavinir. Með öðrum orðum eru tryggir viðskiptavinir að greiða háa „ tryggðarskatta” með því að óska ekki árlega eftir tilboðum í sínar tryggingar. Önnur niðurstaða rannsókna FCA er að tilboðsverðin sem viðskiptavinir greiddu fyrsta árið væru ekki sjálfbær. Það er að segja, upphafleg tilboðsverð á tryggingum standa ekki undir væntum tjón- og rekstrarkostnaði til lengri tíma. Félögin veðja hins vegar á að geta teymt viðskiptavinina upp í hærri verð, þegar kæmi að endurnýjun trygginga í gegnum árlegar hækkanir iðgjalda. Án þess að þeir hverfi annað. Skipulag markaðar með ökutækjatryggingar er að mörguleiti sambærilegt hér á landi, þótt tölurnar séu ekki jafn ýktar og í Bretlandi. Þannig eru dæmi þess að tryggingafélag hafi boðið nýjum viðskiptavinum tugþúsunda afslátt á fyrsta árinu af ökutækjatryggingum. Einnig hafa sést dæmi þess að viðskiptavinir, sem hafa verið tryggir til fjölda ára hafi lækkað iðgjöldin sín um 25–30% með því að færa sig til annars félags. Varfærnislega má áætla að tryggir viðskiptavinir íslensku félaganna séu að greiða að jafnaði 15% hærra verð en nýir viðskiptavinir, þó að fjölmörg dæmi megi finna um miklu meiri verðmun en svo. Nánast öruggt að tilboðsverðin sem nýjum viðskiptavinum bjóðast séu ekki sjálfbær, því að grunnrekstur ökutækjatrygginga flestra íslensku félaganna er nær alltaf neikvæður. Þetta veldur því að snúnara er fyrir nýja leikendur að hasla sér völl á íslenskum tryggingamarkaði og fyrir vikið er samkeppnin um viðskiptavini minni, vegna áðurnefndra viðskiptahátta stóru tryggingafélaganna. Höfundur er forstjóri Verna, fjártæknifélags á ökutækjamarkaði. Lengri útgáfu þessarar greinar má lesa hér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skattar og tollar Mest lesið Af hverju kílómetragjald? Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir Skoðun Kjósum Björn Þorsteinsson sem næsta rektor Háskóla Íslands! Geir Sigurðsson Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon Skoðun Konur gegn hernaði og nýlenduhyggju Lea María Lemarquis Skoðun Týndir hælisleitendur Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Jósefssagan og einelti Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Kjósum Björn Þorsteinsson sem næsta rektor Háskóla Íslands! Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju kílómetragjald? skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – magnaður árangur Bryndís Eva Birgisdóttir skrifar Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Konur gegn hernaði og nýlenduhyggju Lea María Lemarquis skrifar Skoðun Týndir hælisleitendur Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stenzt ekki stjórnarskrána Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Langþráður áfangi að hefja skimun fyrir ristilkrabbameini Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Jósefssagan og einelti Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands skrifar Skoðun Innanlandsflug eru almenningssamgöngur ! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stígamót í 35 ár Drífa Snædal skrifar Skoðun Nýtum atkvæði okkar VR-ingar Ásgeir Geirsson skrifar Skoðun Hvað segir ein mynd af barni okkur? Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl: Fyrsta flokks kennari, fyrsta flokks rektor Þorri Geir Rúnarsson skrifar Skoðun Er seinnivélin komin? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Sjá meira
Í viðskiptum tíðkast almennt að tryggð viðskiptavina skili sér í betri kjörum til lengri tíma. Einn þeirra geira sem sterkar vísbendingar eru um að sé undanskilinn þessu lögmáli eru tryggingar. Algengt er að nýjum viðskiptavinum tryggingafélaga á Íslandi séu boðin sérkjör, til að mynda á ökutækjatryggingum. Að ári liðnu falla þau kjör jafnan úr gildi og versna enn frekar með tímanum, eftir því sem viðskiptasamband við tryggingafélag lengist. Breska fjármálaeftirlitið (FCA) hefur á síðastliðnum árum rannsakað skort á gagnsæi í verðskrám breskra tryggingafélaga og mögulegar samkeppnishindranir sem verðstefna einstakra tryggingafélaga getur skapað. Rannsóknir FCA leiddu í ljós að tryggir viðskiptavinir, sem ekki höfðu skipt um tryggingafélag í fimm ár, voru að jafnaði að greiða 70% hærri iðgjöld en nýir viðskiptavinir. Með öðrum orðum eru tryggir viðskiptavinir að greiða háa „ tryggðarskatta” með því að óska ekki árlega eftir tilboðum í sínar tryggingar. Önnur niðurstaða rannsókna FCA er að tilboðsverðin sem viðskiptavinir greiddu fyrsta árið væru ekki sjálfbær. Það er að segja, upphafleg tilboðsverð á tryggingum standa ekki undir væntum tjón- og rekstrarkostnaði til lengri tíma. Félögin veðja hins vegar á að geta teymt viðskiptavinina upp í hærri verð, þegar kæmi að endurnýjun trygginga í gegnum árlegar hækkanir iðgjalda. Án þess að þeir hverfi annað. Skipulag markaðar með ökutækjatryggingar er að mörguleiti sambærilegt hér á landi, þótt tölurnar séu ekki jafn ýktar og í Bretlandi. Þannig eru dæmi þess að tryggingafélag hafi boðið nýjum viðskiptavinum tugþúsunda afslátt á fyrsta árinu af ökutækjatryggingum. Einnig hafa sést dæmi þess að viðskiptavinir, sem hafa verið tryggir til fjölda ára hafi lækkað iðgjöldin sín um 25–30% með því að færa sig til annars félags. Varfærnislega má áætla að tryggir viðskiptavinir íslensku félaganna séu að greiða að jafnaði 15% hærra verð en nýir viðskiptavinir, þó að fjölmörg dæmi megi finna um miklu meiri verðmun en svo. Nánast öruggt að tilboðsverðin sem nýjum viðskiptavinum bjóðast séu ekki sjálfbær, því að grunnrekstur ökutækjatrygginga flestra íslensku félaganna er nær alltaf neikvæður. Þetta veldur því að snúnara er fyrir nýja leikendur að hasla sér völl á íslenskum tryggingamarkaði og fyrir vikið er samkeppnin um viðskiptavini minni, vegna áðurnefndra viðskiptahátta stóru tryggingafélaganna. Höfundur er forstjóri Verna, fjártæknifélags á ökutækjamarkaði. Lengri útgáfu þessarar greinar má lesa hér.
Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun
Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson skrifar
Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands skrifar
Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun