Afnemum tryggðarskatta Friðrik Þór Snorrason skrifar 10. júní 2022 11:30 Í viðskiptum tíðkast almennt að tryggð viðskiptavina skili sér í betri kjörum til lengri tíma. Einn þeirra geira sem sterkar vísbendingar eru um að sé undanskilinn þessu lögmáli eru tryggingar. Algengt er að nýjum viðskiptavinum tryggingafélaga á Íslandi séu boðin sérkjör, til að mynda á ökutækjatryggingum. Að ári liðnu falla þau kjör jafnan úr gildi og versna enn frekar með tímanum, eftir því sem viðskiptasamband við tryggingafélag lengist. Breska fjármálaeftirlitið (FCA) hefur á síðastliðnum árum rannsakað skort á gagnsæi í verðskrám breskra tryggingafélaga og mögulegar samkeppnishindranir sem verðstefna einstakra tryggingafélaga getur skapað. Rannsóknir FCA leiddu í ljós að tryggir viðskiptavinir, sem ekki höfðu skipt um tryggingafélag í fimm ár, voru að jafnaði að greiða 70% hærri iðgjöld en nýir viðskiptavinir. Með öðrum orðum eru tryggir viðskiptavinir að greiða háa „ tryggðarskatta” með því að óska ekki árlega eftir tilboðum í sínar tryggingar. Önnur niðurstaða rannsókna FCA er að tilboðsverðin sem viðskiptavinir greiddu fyrsta árið væru ekki sjálfbær. Það er að segja, upphafleg tilboðsverð á tryggingum standa ekki undir væntum tjón- og rekstrarkostnaði til lengri tíma. Félögin veðja hins vegar á að geta teymt viðskiptavinina upp í hærri verð, þegar kæmi að endurnýjun trygginga í gegnum árlegar hækkanir iðgjalda. Án þess að þeir hverfi annað. Skipulag markaðar með ökutækjatryggingar er að mörguleiti sambærilegt hér á landi, þótt tölurnar séu ekki jafn ýktar og í Bretlandi. Þannig eru dæmi þess að tryggingafélag hafi boðið nýjum viðskiptavinum tugþúsunda afslátt á fyrsta árinu af ökutækjatryggingum. Einnig hafa sést dæmi þess að viðskiptavinir, sem hafa verið tryggir til fjölda ára hafi lækkað iðgjöldin sín um 25–30% með því að færa sig til annars félags. Varfærnislega má áætla að tryggir viðskiptavinir íslensku félaganna séu að greiða að jafnaði 15% hærra verð en nýir viðskiptavinir, þó að fjölmörg dæmi megi finna um miklu meiri verðmun en svo. Nánast öruggt að tilboðsverðin sem nýjum viðskiptavinum bjóðast séu ekki sjálfbær, því að grunnrekstur ökutækjatrygginga flestra íslensku félaganna er nær alltaf neikvæður. Þetta veldur því að snúnara er fyrir nýja leikendur að hasla sér völl á íslenskum tryggingamarkaði og fyrir vikið er samkeppnin um viðskiptavini minni, vegna áðurnefndra viðskiptahátta stóru tryggingafélaganna. Höfundur er forstjóri Verna, fjártæknifélags á ökutækjamarkaði. Lengri útgáfu þessarar greinar má lesa hér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skattar og tollar Mest lesið 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Í viðskiptum tíðkast almennt að tryggð viðskiptavina skili sér í betri kjörum til lengri tíma. Einn þeirra geira sem sterkar vísbendingar eru um að sé undanskilinn þessu lögmáli eru tryggingar. Algengt er að nýjum viðskiptavinum tryggingafélaga á Íslandi séu boðin sérkjör, til að mynda á ökutækjatryggingum. Að ári liðnu falla þau kjör jafnan úr gildi og versna enn frekar með tímanum, eftir því sem viðskiptasamband við tryggingafélag lengist. Breska fjármálaeftirlitið (FCA) hefur á síðastliðnum árum rannsakað skort á gagnsæi í verðskrám breskra tryggingafélaga og mögulegar samkeppnishindranir sem verðstefna einstakra tryggingafélaga getur skapað. Rannsóknir FCA leiddu í ljós að tryggir viðskiptavinir, sem ekki höfðu skipt um tryggingafélag í fimm ár, voru að jafnaði að greiða 70% hærri iðgjöld en nýir viðskiptavinir. Með öðrum orðum eru tryggir viðskiptavinir að greiða háa „ tryggðarskatta” með því að óska ekki árlega eftir tilboðum í sínar tryggingar. Önnur niðurstaða rannsókna FCA er að tilboðsverðin sem viðskiptavinir greiddu fyrsta árið væru ekki sjálfbær. Það er að segja, upphafleg tilboðsverð á tryggingum standa ekki undir væntum tjón- og rekstrarkostnaði til lengri tíma. Félögin veðja hins vegar á að geta teymt viðskiptavinina upp í hærri verð, þegar kæmi að endurnýjun trygginga í gegnum árlegar hækkanir iðgjalda. Án þess að þeir hverfi annað. Skipulag markaðar með ökutækjatryggingar er að mörguleiti sambærilegt hér á landi, þótt tölurnar séu ekki jafn ýktar og í Bretlandi. Þannig eru dæmi þess að tryggingafélag hafi boðið nýjum viðskiptavinum tugþúsunda afslátt á fyrsta árinu af ökutækjatryggingum. Einnig hafa sést dæmi þess að viðskiptavinir, sem hafa verið tryggir til fjölda ára hafi lækkað iðgjöldin sín um 25–30% með því að færa sig til annars félags. Varfærnislega má áætla að tryggir viðskiptavinir íslensku félaganna séu að greiða að jafnaði 15% hærra verð en nýir viðskiptavinir, þó að fjölmörg dæmi megi finna um miklu meiri verðmun en svo. Nánast öruggt að tilboðsverðin sem nýjum viðskiptavinum bjóðast séu ekki sjálfbær, því að grunnrekstur ökutækjatrygginga flestra íslensku félaganna er nær alltaf neikvæður. Þetta veldur því að snúnara er fyrir nýja leikendur að hasla sér völl á íslenskum tryggingamarkaði og fyrir vikið er samkeppnin um viðskiptavini minni, vegna áðurnefndra viðskiptahátta stóru tryggingafélaganna. Höfundur er forstjóri Verna, fjártæknifélags á ökutækjamarkaði. Lengri útgáfu þessarar greinar má lesa hér.
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun