„Við klárum okkar og sjáum svo hvað gerist“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 11. júní 2022 12:30 Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U-21 árs landsliðs Íslands. Stöð 2 Sport Ungmennalandslið Íslands skipað leikmönnum 21 árs og yngri mæti Kýpur á Víkingsvelli í mikilvægum leik í undankeppni EM í kvöld. Með sigri á íslenska liðið möguleika á sæti í lokakeppni EM í gegnum umspil. Til að það gangi eftir þarf Ísland einnig að að treysta á að Portúgal vinni sinn leik gegn Grikklandi og þá hafnar íslenska liðið í öðru sæti riðilsins á eftir Portúgölum. Davíð Snorri Jónasson, þjálfari liðsins, segir að stemningin í hópnum fyrir leikinn sé góð. „Hún er góð. Bara mjög góð,“ sagði Davíð Snorri á æfingu liðsins í gær. „Þetta er bara augnablik sem við viljum vera í og við ætlum að elska það. Þannig að við verðum klárir á morgun.“ Portúgal og Grikkland eigast við á sama tíma og leikur Íslands og Kýpur fer fram, en Davíð segir að það þýði lítið fyrir sína menn að vera að velta þeim leik fyrir sér. „Það er hægt að tvískipta þessu. Þú þarft að treysta á að Portúgal klári sitt og að Grikkir misstígi sig. Við getum ekki stjórnað því, en við getum stjórnað því að eiga bara gott kvöld hérna á morgun, góða frammistöðu og fara út úr glugganum með góða tilfinningu. Og það var það sem við lögðum upp með fyrir fyrsta leik og það er enn möguleiki. Við klárum okkar og sjáum svo hvað gerist.“ Eftir góða frammistöðu í fyrstu tveimur leikjum liðsins í þessum landsleikjaglugga segir Davíð fulla ástæðu til þess að vera bjartsýnn fyrir leik kvöldsins. „Já klárlega. Við munum halda áfram að vinna með pressuna okkar og að vera fljótir að vinna boltann aftur. Svo munum við halda áfram að vinna í því að finna jafnvægið þar á milli og skerpa á hreyfingunum á köntunum áfram.“ „Kýpverjarnir eru góðir og þetta eru mjög jöfn lið í þessum riðli. Við sáum Hvít-Rússana, þeir voru góðir og Kýpverjarnir eru það líka. Við áttum hörkuleik fyrir tveim mánuðum úti í Kýpur þannig að þetta verður alvöru leikur.“ Eins og Íslendingum sæmir þá spáum við mikið í veðrinu. Spáin á höfuðborgarsvæðinu er góð og Davíð vonast því eftir miklum og góðum stuðningi úr stúkunni. „Jú vonandi. Við fengum flottan stuðning síðast og vonandi verður áfram góður stuðningur og við náum að sýna okkar rétta andlit. Við erum með flott lið og efnilega stráka og ég hvet fólk bara til að koma og horfa á þá spila.“ Viðtalið við Davíð má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Davíð Snorri fyrir leikinn við Kýpur Fótbolti Landslið karla í fótbolta Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Körfubolti Fleiri fréttir Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðið vantaði herslumuninn Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Sjá meira
Til að það gangi eftir þarf Ísland einnig að að treysta á að Portúgal vinni sinn leik gegn Grikklandi og þá hafnar íslenska liðið í öðru sæti riðilsins á eftir Portúgölum. Davíð Snorri Jónasson, þjálfari liðsins, segir að stemningin í hópnum fyrir leikinn sé góð. „Hún er góð. Bara mjög góð,“ sagði Davíð Snorri á æfingu liðsins í gær. „Þetta er bara augnablik sem við viljum vera í og við ætlum að elska það. Þannig að við verðum klárir á morgun.“ Portúgal og Grikkland eigast við á sama tíma og leikur Íslands og Kýpur fer fram, en Davíð segir að það þýði lítið fyrir sína menn að vera að velta þeim leik fyrir sér. „Það er hægt að tvískipta þessu. Þú þarft að treysta á að Portúgal klári sitt og að Grikkir misstígi sig. Við getum ekki stjórnað því, en við getum stjórnað því að eiga bara gott kvöld hérna á morgun, góða frammistöðu og fara út úr glugganum með góða tilfinningu. Og það var það sem við lögðum upp með fyrir fyrsta leik og það er enn möguleiki. Við klárum okkar og sjáum svo hvað gerist.“ Eftir góða frammistöðu í fyrstu tveimur leikjum liðsins í þessum landsleikjaglugga segir Davíð fulla ástæðu til þess að vera bjartsýnn fyrir leik kvöldsins. „Já klárlega. Við munum halda áfram að vinna með pressuna okkar og að vera fljótir að vinna boltann aftur. Svo munum við halda áfram að vinna í því að finna jafnvægið þar á milli og skerpa á hreyfingunum á köntunum áfram.“ „Kýpverjarnir eru góðir og þetta eru mjög jöfn lið í þessum riðli. Við sáum Hvít-Rússana, þeir voru góðir og Kýpverjarnir eru það líka. Við áttum hörkuleik fyrir tveim mánuðum úti í Kýpur þannig að þetta verður alvöru leikur.“ Eins og Íslendingum sæmir þá spáum við mikið í veðrinu. Spáin á höfuðborgarsvæðinu er góð og Davíð vonast því eftir miklum og góðum stuðningi úr stúkunni. „Jú vonandi. Við fengum flottan stuðning síðast og vonandi verður áfram góður stuðningur og við náum að sýna okkar rétta andlit. Við erum með flott lið og efnilega stráka og ég hvet fólk bara til að koma og horfa á þá spila.“ Viðtalið við Davíð má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Davíð Snorri fyrir leikinn við Kýpur
Fótbolti Landslið karla í fótbolta Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Körfubolti Fleiri fréttir Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðið vantaði herslumuninn Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Sjá meira
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti