„Við munum ekki hika við að berjast“ Samúel Karl Ólason skrifar 12. júní 2022 15:01 Wei Fenghe, varnarmálaráðherra Kína. AP/Danial Hakim Wei Fenghe, varnarmálaráðherra Kína, gagnrýndi Bandaríkin harkalega í ræðu sem hann hélt á öryggisráðstefnu Asíu- og Kyrrahafsríkja í Singapúr í morgun. Hann sakaði Bandaríkin um að reyna að halda aftur af framþróun Kína og einangra landið. Þá hét Wei því að ekkert myndi koma í veg fyrir „sameiningu“ Kína og Taívans. Hann hafnaði alfarið ásökunum Lloyd Austin, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, um að Kínverjar væru að auka spennu á svæðinu með þrýstingi þeirra á Taívan og auknum hernaðarumsvifum. Austin sagði í ræðu sinni í gær að Bandaríkin þyrftu að vinna með ríkjum á svæðinu og tryggja öryggi. Wei sagði ummæli Austins til marks um að Bandaríkin ætluðu sér að einangra Kína. „Ekkert ríki ætti að koma vilja sínum yfir önnur ríki eða níðast á öðrum undir merkjum alþjóðasamvinnu,“ sagði Wei. Hann sagði áætlun Bandaríkjanna beinast gegn einu ríki og henni væri ætlað að efna til átaka og einangra og halda aftur af Kína, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Austin notaði ræðu sína einnig til þess að ítreka stuðning Bandaríkjanna við Taívan. Undanfarin ári hefur spennan milli Kína og Bandaríkjanna aukist töluvert. Bandaríkin hafa gagnrýnt Kína fyrir þann þrýsting sem kommúnistaríkið beitir Taívan, vegna ólöglegs tilkalls Kína til nánast alls Suður-Kínahafs, vegna umfangsmikilla njósna í Bandaríkjunum, þjóðarmorð gegn Úígúrum í vesturhluta Kína og ýmislegt annað. Kínverjar hafa sömuleiðis gagnrýnt Bandaríkin vegna stuðnings þeirra við Taívan og skipasiglingar um Suður-Kínahaf. Þá hafa ráðamenn í Peking lengi sakað Bandaríkjamenn um að vilja halda aftur af Kína og koma í veg fyrir upprisu þess sem heimsveldi. Wei sagði á ráðstefnunni í morgun að Bandaríkjamenn væru ítrekað að beita „Taívan spilinu“ gegn Kína og sakaði Bandaríkjamenn um að fylgja ekki „eitt Kína“ stefnunni svokölluðu. Hann sagði einnig að samskipti Kína og Bandaríkjanna væru á ákveðnum vendipunkti og það væri á höndum Bandaríkjamann að bæta þau, samkvæmt frétt Reuters. „Við biðjum Bandaríkjamenn um að hætta að rógbera og halda aftur af Kína. Hætta að skipta sér að innanríkismálum Kína. Samskipti ríkjanna geta ekki skánað nema Bandaríkjamenn geri það," sagði Wei. Sagði ekkert geta stöðvað sameiningu Ráðherrann sagði Kínverja óska þess að Taívan yrði sameinað meginlandinu á friðsaman máta. Ráðamenn í Peking myndu þó gera hvað sem er til að ná yfirráðum yfir Taívan og hervald kæmi vel til greina. Ekkert gæti komið í veg fyrir „sameininguna“. Sjá einnig: Gætu lamað varnir Taívans í skyndi Wei sagði einnig að allar tilraunir Taívana til að lýsa yfir sjálfstæði myndu leiða til stríðs. „Við munum ekki hika við að berjast, hvað sem það kostar og við munum berjast til hins síðasta,“ sagði Wei. „Það yrði eini kostur Kína.“ Kína Bandaríkin Taívan Suður-Kínahaf Hernaður Tengdar fréttir Vilja ekki nýtt kalt stríð við Kínverja Anthony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir Bandaríkjamenn ekki vilja nýtt kalt stríð við Kína og þeir muni ekki standa í vegi aukins hagvaxtar ríkisins. Þetta sagði Blinken í ræðu sem hann flutti í gær um afstöðu Bandaríkjanna gagnvart Kína og sagði hann að þó stríðið í Úkraínu væri stærsta ógn við stöðugleika í heiminum til skamms tíma, stafaði Bandaríkjunum meiri ógn af Kína. 27. maí 2022 11:42 Hét því að Bandaríkin kæmu Taívan til varnar Joe Biden Bandaríkjaforseti tók af tvímæli um hvort að Bandaríkin kæmu Taívan til aðstoðar hernaðarlega ef Kína réðist á eyjuna. Hvíta húsið segir að engin stefnubreyting felist í yfirlýsingu forsetans. 23. maí 2022 09:11 Segir að Kína muni ekki reisa herstöð á Salómonseyjum Ráðamenn á Salómonseyjum segja að Kína verði ekki leyft að reisa herstöð þar. Það er þrátt fyrir að ríkin ætli sér að skrifa undir varnarsáttmála. Yfirvöld í Ástralíu og Bandaríkjunum hafa áhyggjur af því að sáttmálinn feli í sér aukin umsvif Kínverja á eyjunum sem eru hernaðarlega mikilvægar. 1. apríl 2022 10:31 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira
Þá hét Wei því að ekkert myndi koma í veg fyrir „sameiningu“ Kína og Taívans. Hann hafnaði alfarið ásökunum Lloyd Austin, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, um að Kínverjar væru að auka spennu á svæðinu með þrýstingi þeirra á Taívan og auknum hernaðarumsvifum. Austin sagði í ræðu sinni í gær að Bandaríkin þyrftu að vinna með ríkjum á svæðinu og tryggja öryggi. Wei sagði ummæli Austins til marks um að Bandaríkin ætluðu sér að einangra Kína. „Ekkert ríki ætti að koma vilja sínum yfir önnur ríki eða níðast á öðrum undir merkjum alþjóðasamvinnu,“ sagði Wei. Hann sagði áætlun Bandaríkjanna beinast gegn einu ríki og henni væri ætlað að efna til átaka og einangra og halda aftur af Kína, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Austin notaði ræðu sína einnig til þess að ítreka stuðning Bandaríkjanna við Taívan. Undanfarin ári hefur spennan milli Kína og Bandaríkjanna aukist töluvert. Bandaríkin hafa gagnrýnt Kína fyrir þann þrýsting sem kommúnistaríkið beitir Taívan, vegna ólöglegs tilkalls Kína til nánast alls Suður-Kínahafs, vegna umfangsmikilla njósna í Bandaríkjunum, þjóðarmorð gegn Úígúrum í vesturhluta Kína og ýmislegt annað. Kínverjar hafa sömuleiðis gagnrýnt Bandaríkin vegna stuðnings þeirra við Taívan og skipasiglingar um Suður-Kínahaf. Þá hafa ráðamenn í Peking lengi sakað Bandaríkjamenn um að vilja halda aftur af Kína og koma í veg fyrir upprisu þess sem heimsveldi. Wei sagði á ráðstefnunni í morgun að Bandaríkjamenn væru ítrekað að beita „Taívan spilinu“ gegn Kína og sakaði Bandaríkjamenn um að fylgja ekki „eitt Kína“ stefnunni svokölluðu. Hann sagði einnig að samskipti Kína og Bandaríkjanna væru á ákveðnum vendipunkti og það væri á höndum Bandaríkjamann að bæta þau, samkvæmt frétt Reuters. „Við biðjum Bandaríkjamenn um að hætta að rógbera og halda aftur af Kína. Hætta að skipta sér að innanríkismálum Kína. Samskipti ríkjanna geta ekki skánað nema Bandaríkjamenn geri það," sagði Wei. Sagði ekkert geta stöðvað sameiningu Ráðherrann sagði Kínverja óska þess að Taívan yrði sameinað meginlandinu á friðsaman máta. Ráðamenn í Peking myndu þó gera hvað sem er til að ná yfirráðum yfir Taívan og hervald kæmi vel til greina. Ekkert gæti komið í veg fyrir „sameininguna“. Sjá einnig: Gætu lamað varnir Taívans í skyndi Wei sagði einnig að allar tilraunir Taívana til að lýsa yfir sjálfstæði myndu leiða til stríðs. „Við munum ekki hika við að berjast, hvað sem það kostar og við munum berjast til hins síðasta,“ sagði Wei. „Það yrði eini kostur Kína.“
Kína Bandaríkin Taívan Suður-Kínahaf Hernaður Tengdar fréttir Vilja ekki nýtt kalt stríð við Kínverja Anthony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir Bandaríkjamenn ekki vilja nýtt kalt stríð við Kína og þeir muni ekki standa í vegi aukins hagvaxtar ríkisins. Þetta sagði Blinken í ræðu sem hann flutti í gær um afstöðu Bandaríkjanna gagnvart Kína og sagði hann að þó stríðið í Úkraínu væri stærsta ógn við stöðugleika í heiminum til skamms tíma, stafaði Bandaríkjunum meiri ógn af Kína. 27. maí 2022 11:42 Hét því að Bandaríkin kæmu Taívan til varnar Joe Biden Bandaríkjaforseti tók af tvímæli um hvort að Bandaríkin kæmu Taívan til aðstoðar hernaðarlega ef Kína réðist á eyjuna. Hvíta húsið segir að engin stefnubreyting felist í yfirlýsingu forsetans. 23. maí 2022 09:11 Segir að Kína muni ekki reisa herstöð á Salómonseyjum Ráðamenn á Salómonseyjum segja að Kína verði ekki leyft að reisa herstöð þar. Það er þrátt fyrir að ríkin ætli sér að skrifa undir varnarsáttmála. Yfirvöld í Ástralíu og Bandaríkjunum hafa áhyggjur af því að sáttmálinn feli í sér aukin umsvif Kínverja á eyjunum sem eru hernaðarlega mikilvægar. 1. apríl 2022 10:31 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira
Vilja ekki nýtt kalt stríð við Kínverja Anthony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir Bandaríkjamenn ekki vilja nýtt kalt stríð við Kína og þeir muni ekki standa í vegi aukins hagvaxtar ríkisins. Þetta sagði Blinken í ræðu sem hann flutti í gær um afstöðu Bandaríkjanna gagnvart Kína og sagði hann að þó stríðið í Úkraínu væri stærsta ógn við stöðugleika í heiminum til skamms tíma, stafaði Bandaríkjunum meiri ógn af Kína. 27. maí 2022 11:42
Hét því að Bandaríkin kæmu Taívan til varnar Joe Biden Bandaríkjaforseti tók af tvímæli um hvort að Bandaríkin kæmu Taívan til aðstoðar hernaðarlega ef Kína réðist á eyjuna. Hvíta húsið segir að engin stefnubreyting felist í yfirlýsingu forsetans. 23. maí 2022 09:11
Segir að Kína muni ekki reisa herstöð á Salómonseyjum Ráðamenn á Salómonseyjum segja að Kína verði ekki leyft að reisa herstöð þar. Það er þrátt fyrir að ríkin ætli sér að skrifa undir varnarsáttmála. Yfirvöld í Ástralíu og Bandaríkjunum hafa áhyggjur af því að sáttmálinn feli í sér aukin umsvif Kínverja á eyjunum sem eru hernaðarlega mikilvægar. 1. apríl 2022 10:31