Fótbolti

Samningur um starfslok Pochettino hjá PSG að nálgast höfn

Hjörvar Ólafsson skrifar
Mauricio Pochettino er að láta af störfum hjá PSG. 
Mauricio Pochettino er að láta af störfum hjá PSG.  Vísir/Getty

Forráðamenn PSG eru að nálgast samkomulag við Mauricio Pochettino um starfslok hans hjá franska félaginu.

Pochettino tók við PSG í janúar árið 2021 þegar Thomas Tuchel var látinn taka pokann sinn. Argentíumaðurinn gerði þá eins og hálfs árs samning við PSG. 

PSG mistókst að vinna franska meistarartitilinn á fyrsta tímabilinu undir stjórn Pochettino. Liðið vann hins vegar frönsku efstu deildina með 15 stiga mun síðastliðið vor. 

Á síðustu leiktíð leiddi Pochettino í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu þar sem liðið laut í lægra haldi fyrir Manchester City. 

Real Madrid sló aftur á móti PSG úr keppni í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar á þessu keppnistímabili. 

Luis Campos var nýverið ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá PSG en talið er að Zinedine Zidane sé fyrsti kostur sem eftirmaður Pochettino í starf knattspyrnustjóra. Christophe Galtier, þjálfari Nice, er einnig orðaður við starfið hjá PSG. 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×