Það er blaðamaðurinn Fabrizio Romano sem greinir frá þessu á twitter-síðu sinni í kvöld.
Þýska félagið hefur gert tvö tilboð í Mané sem forráðamenn Liverpool hafa hafnað.
Þessi þrítugi leikmaður á ár eftir af samningi sínum við Liverpool en Mané hefur leikið með liðinu frá því hann kom til félagsins frá Southampton árið 2016.
Bayern are getting closer to securing a deal for Sadio Mané. Personal terms to be agreed soon. New, fresh bid ready to be submitted to reach full agreement with Liverpool: talks ongoing. 🚨🇸🇳 #FCBayern
Darwin Núñez will join #LFC, Mané wants to leave - Bayern, his priority. pic.twitter.com/VdXptDWFac
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) June 12, 2022
Liverpool nálgast aftur á móti kaup á úrúgvæska framherjanum Darwin Núñez en félagið hefur gert munnlegt samkomulag við Benfica um kaupverð og samið um kaup og kjör við leikmanninn. Gengið verður frá lausum endum og formsatriðum á morgun.