Allir eru að fá sér Páll Ásgeir Ásgeirsson skrifar 13. júní 2022 10:31 Náttúra landsins er takmörkuð auðlind. Um þessar mundir boða stjórnvöld tvöföldun orkuframleiðslu á næstu 20 árum. Slíkt getur ekki gerst nema á kostnað náttúrunnar. Ísland ræður yfir stærstu ósnortnu víðernum í Evrópu. Heimurinn hefur trúað okkur fyrir þessari gersemi og við ættum að vernda hana fyrir komandi kynslóðir. Engin þjóð framleiðir meira rafmagn en Ísland miðað við höfðatölu.Samt gera stjórnvöld áætlanir sem byggjast á áframhaldandi vexti. Þau fullyrða að til þess að fara í orkuskipti þurfi að auka framleiðslu um 120% á næstu áratugum. Í dag fara 80% allrar orku sem er framleidd á landinu til stóriðju. Fyrir hvert kílówatt af orku sem íslensk heimili nota þarf stóriðjan fjögur kílówött. Áhyggjufull alþýðuheimili reyna að minnka kolefnisfótspor sitt með því að kaupa rafmagnsbíl, ferðast á reiðhjóli, fara ekki til útlanda, flokka sorp, vinna gegn matarsóun. En fyrir hvern lítra af bensíni sem íslenskum heimilum tekst að spara þyrfti stóriðjan á Íslandi að spara fjóra. Fyrir hvert gramm af koltvísýringi sem okkur tekst að koma í veg fyrir að stígi til himins þyrfti stóriðjan að draga saman fjögur grömm. Til þess að ná settu marki í loftslagsmálum þýðir ekki að gera áætlanir sem byggja á óbreyttu ástandi. Breytingar eru nauðsynlegar. Við getum vel náð settu marki- fullkomnum orkuskiptum með því að breyta lífsháttum okkar en þá verður líka að gera sömu kröfur til álvera og heimila.Íslensk náttúra er opinn bar þar sem allir eru að fá sér. Um land allt eru menn önnum kafnir við að skipuleggja virkjanir, vindorkuver, hugsandi um leiðir til þess að komast framhjá leikreglum umhverfismats og skipulagslaga. Þessu verður að linna. Eina leiðin til þess að vernda náttúruna og koma á nauðsynlegum orkuskiptum er með því að draga úr orkufrekri neyslu. Lausnin er í neysluskiptum en ekki orkuskiptum. Hættum að líta á frekari virkjanir sem lausn vandans og vöknum til nýrrar framtíðar með skynsamlegum lausnum Landverndar. Til framtíðar getum við ekki umgengist íslenska náttúru eins og opinn bar þar sem allir eru að fá sér. Við viljum ekki verða kynslóðin sem gerði heiminn óbyggilegan komandi kynslóðum. Þar verða stjórnvöld að ganga á undan með því að gera sömu kröfur til stóriðjunnar og fólksins í landinu. Landvernd kynnir sviðsmyndir þar sem náttúruvernd og loftslagsvernd haldast í hendur á hádegisfundi n.k. miðvikudag. Frekari upplýsingar er að finna á fésbókarsíðu Landverndar. Höfundur situr í stjórn Landverndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Sjá meira
Náttúra landsins er takmörkuð auðlind. Um þessar mundir boða stjórnvöld tvöföldun orkuframleiðslu á næstu 20 árum. Slíkt getur ekki gerst nema á kostnað náttúrunnar. Ísland ræður yfir stærstu ósnortnu víðernum í Evrópu. Heimurinn hefur trúað okkur fyrir þessari gersemi og við ættum að vernda hana fyrir komandi kynslóðir. Engin þjóð framleiðir meira rafmagn en Ísland miðað við höfðatölu.Samt gera stjórnvöld áætlanir sem byggjast á áframhaldandi vexti. Þau fullyrða að til þess að fara í orkuskipti þurfi að auka framleiðslu um 120% á næstu áratugum. Í dag fara 80% allrar orku sem er framleidd á landinu til stóriðju. Fyrir hvert kílówatt af orku sem íslensk heimili nota þarf stóriðjan fjögur kílówött. Áhyggjufull alþýðuheimili reyna að minnka kolefnisfótspor sitt með því að kaupa rafmagnsbíl, ferðast á reiðhjóli, fara ekki til útlanda, flokka sorp, vinna gegn matarsóun. En fyrir hvern lítra af bensíni sem íslenskum heimilum tekst að spara þyrfti stóriðjan á Íslandi að spara fjóra. Fyrir hvert gramm af koltvísýringi sem okkur tekst að koma í veg fyrir að stígi til himins þyrfti stóriðjan að draga saman fjögur grömm. Til þess að ná settu marki í loftslagsmálum þýðir ekki að gera áætlanir sem byggja á óbreyttu ástandi. Breytingar eru nauðsynlegar. Við getum vel náð settu marki- fullkomnum orkuskiptum með því að breyta lífsháttum okkar en þá verður líka að gera sömu kröfur til álvera og heimila.Íslensk náttúra er opinn bar þar sem allir eru að fá sér. Um land allt eru menn önnum kafnir við að skipuleggja virkjanir, vindorkuver, hugsandi um leiðir til þess að komast framhjá leikreglum umhverfismats og skipulagslaga. Þessu verður að linna. Eina leiðin til þess að vernda náttúruna og koma á nauðsynlegum orkuskiptum er með því að draga úr orkufrekri neyslu. Lausnin er í neysluskiptum en ekki orkuskiptum. Hættum að líta á frekari virkjanir sem lausn vandans og vöknum til nýrrar framtíðar með skynsamlegum lausnum Landverndar. Til framtíðar getum við ekki umgengist íslenska náttúru eins og opinn bar þar sem allir eru að fá sér. Við viljum ekki verða kynslóðin sem gerði heiminn óbyggilegan komandi kynslóðum. Þar verða stjórnvöld að ganga á undan með því að gera sömu kröfur til stóriðjunnar og fólksins í landinu. Landvernd kynnir sviðsmyndir þar sem náttúruvernd og loftslagsvernd haldast í hendur á hádegisfundi n.k. miðvikudag. Frekari upplýsingar er að finna á fésbókarsíðu Landverndar. Höfundur situr í stjórn Landverndar.
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun