„Fyrsta skipti í langan tíma sem þú sérð ekki Val og Breiðablik tróna tvö á toppnum“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. júní 2022 11:00 Úr leik Breiðabliks og Vals í sumar. Vísir/Diego Mikil spenna ríkir fyrir 9. umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta. Ásamt því að fara yfir komandi umferð ræddi Helena Ólafsdóttir, þáttastjórnandi, aðeins íslenska kvenna landsliðið en gestir hennar að þessu sinni eiga samtals að baki 217 A-landsleiki. Um er að ræða Eddu Garðarsdóttir - núverandi aðstoðarþjálfara Þróttar Reykjavíkur og fyrrvarandi atvinnu- og landsliðskonu - og Dóru Maríu Lárusdóttur - fyrrverandi landsliðskonu og margfaldan Íslandsmeistara. Þær voru báðar í hópnum er Ísland fór í fyrsta skipti á EM kvenna í fótbolta árið 2009 en þá fór mótið fram í Helsinki í Finnlandi. Edda gaf Dóru Maríu orðið er Helena forvitnaðist um hvernig það hefði verið. Klippa: Bestu mörkin: Upphitun fyrir 9. umferð Bestu deildar kvenna „Aðdragandinn allur var ótrúlega spennandi og skemmtilegur. Með þetta markmið að vera fyrstar til að gera eitthvað. Þetta var mikil stemmning og algjört ævintýri. Maður var að upplifa mikið nýtt en mikil pressa og maður fann fyrir auknum áhuga fjölmiðla.“ „Ég held að það sé ansi mikill munur á keppninni 2009 og keppninni núna. Þetta er orðið miklu stærra og flottara. Auðvitað var samt mikil spenna og mikið stress á þeim tíma. Hvorki leikmenn né sambandið vissu út í hvað væri verið að fara. Hægt að horfa á muninn á knattspyrnunni þá og núna. Erum að spila mun betri fótbolta en fyrir nokkrum árum síðan,“ bætti Edda við og bað Dóru Maríu afsökunar á þeirri staðreynd. Í spilaranum hér að ofan má sjá umræðu Helenu, Eddu og Dóru Maríu um landsliðið, stórmótin sem fylgdu í kjölfarið, af hverju fáar konur eru að þjálfa og svo loks 9. umferð Bestu deildar kvenna. Staðan í Bestu deild kvenna í dag.Bestu mörkin „Þriðjudagskvöldin eru best. Helgin er lengi að líða því við erum að bíða eftir þriðjudagskvöldinu. Hver leikur er áskorun og ævintýri. Búið að vera ótrúlega spennandi fyrri partur. Gaman að sjá allskonar úrslit. Við förum inn í hvern leik með sérstakt plan og allir undirbúnir,“ sagði Edda um leik Þróttar Reykjavíkur og Breiðabliks á morgun, þriðjudag. „Gaman að sjá öll þessu óvæntu úrslit. Fyrsta skipti í langan tíma sem þú sérð ekki Val og Breiðablik tróna tvö á toppnum. Ég gleðst yfir því að sjá Val á toppnum“ bætti Dóra við og hló. „Leiðinlegt hvað KR er áberandi búið að vera í erfiðleikum, Afturelding líka. Öðrum liðum hefur nú tekist að kroppa í liðin í efri hlutanum.“ „Maður getur búist við öllum úrslitum,“ skaut Helena svo inn í en alla umræðu þeirra þriggja má sjá í spilaranum hér að ofan. 9. umferð Bestu deildar kvenna.Bestu mörkin Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Valur Breiðablik Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Sjá meira
Um er að ræða Eddu Garðarsdóttir - núverandi aðstoðarþjálfara Þróttar Reykjavíkur og fyrrvarandi atvinnu- og landsliðskonu - og Dóru Maríu Lárusdóttur - fyrrverandi landsliðskonu og margfaldan Íslandsmeistara. Þær voru báðar í hópnum er Ísland fór í fyrsta skipti á EM kvenna í fótbolta árið 2009 en þá fór mótið fram í Helsinki í Finnlandi. Edda gaf Dóru Maríu orðið er Helena forvitnaðist um hvernig það hefði verið. Klippa: Bestu mörkin: Upphitun fyrir 9. umferð Bestu deildar kvenna „Aðdragandinn allur var ótrúlega spennandi og skemmtilegur. Með þetta markmið að vera fyrstar til að gera eitthvað. Þetta var mikil stemmning og algjört ævintýri. Maður var að upplifa mikið nýtt en mikil pressa og maður fann fyrir auknum áhuga fjölmiðla.“ „Ég held að það sé ansi mikill munur á keppninni 2009 og keppninni núna. Þetta er orðið miklu stærra og flottara. Auðvitað var samt mikil spenna og mikið stress á þeim tíma. Hvorki leikmenn né sambandið vissu út í hvað væri verið að fara. Hægt að horfa á muninn á knattspyrnunni þá og núna. Erum að spila mun betri fótbolta en fyrir nokkrum árum síðan,“ bætti Edda við og bað Dóru Maríu afsökunar á þeirri staðreynd. Í spilaranum hér að ofan má sjá umræðu Helenu, Eddu og Dóru Maríu um landsliðið, stórmótin sem fylgdu í kjölfarið, af hverju fáar konur eru að þjálfa og svo loks 9. umferð Bestu deildar kvenna. Staðan í Bestu deild kvenna í dag.Bestu mörkin „Þriðjudagskvöldin eru best. Helgin er lengi að líða því við erum að bíða eftir þriðjudagskvöldinu. Hver leikur er áskorun og ævintýri. Búið að vera ótrúlega spennandi fyrri partur. Gaman að sjá allskonar úrslit. Við förum inn í hvern leik með sérstakt plan og allir undirbúnir,“ sagði Edda um leik Þróttar Reykjavíkur og Breiðabliks á morgun, þriðjudag. „Gaman að sjá öll þessu óvæntu úrslit. Fyrsta skipti í langan tíma sem þú sérð ekki Val og Breiðablik tróna tvö á toppnum. Ég gleðst yfir því að sjá Val á toppnum“ bætti Dóra við og hló. „Leiðinlegt hvað KR er áberandi búið að vera í erfiðleikum, Afturelding líka. Öðrum liðum hefur nú tekist að kroppa í liðin í efri hlutanum.“ „Maður getur búist við öllum úrslitum,“ skaut Helena svo inn í en alla umræðu þeirra þriggja má sjá í spilaranum hér að ofan. 9. umferð Bestu deildar kvenna.Bestu mörkin
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Valur Breiðablik Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Sjá meira