Ósammála vali Nadim en segir hana velkomna Sindri Sverrisson skrifar 13. júní 2022 19:07 Pernille Harder og Nadia Nadim hafa lengi verið í aðalhlutverkum hjá danska landsliðinu. Getty/Andrea Staccioli Nadia Nadim, landsliðskona Dana í fótbolta, er umdeild í Danmörku vegna sinna starfa sem sendiherra HM í Katar. Pernille Harder segir hana þó velkomna í danska landsliðshópinn. Lars Söndergaard, þjálfari danska kvennalandsliðsins í fótbolta, tilkynnir á fimmtudaginn hvaða leikmenn hann ætlar að taka með á Evrópumótið í Englandi í júlí. Stóra spurningin varðandi valið er sú hvort að pláss verði fyrir Nadim sem eftir alvarleg hnémeiðsli er komin á fulla ferð. Nadim og Harder voru tvær skærustu stjörnur danska liðsins þegar það komst í úrslitaleik síðasta Evrópumóts, í Hollandi 2017, og skoruðu þar báðar í 4-2 tapi gegn Hollendingum. Nadim, sem flutti ellefu ára til Danmerkur sem flóttamaður frá Afganistan, vakti sérstaka athygli á mótinu en hún var þá í læknanámi og útskrifaðist sem læknir í vetur. Umræðan um Nadim hefur hins vegar verið öllu neikvæðari eftir að hún samdi um það, gegn greiðslu, að auglýsa HM karla í Katar sem hefst í nóvember. Hún fær gagnrýni af sama meiði og FIFA fékk fyrir að velja land til að halda HM sem brýtur á mannréttindum fólks og hefur til að mynda sérstaklega verið gagnrýnt vegna aðbúnaðs verkafólks í uppbyggingu fyrir HM. „Ræðum þetta innbyrðis svo þetta verði ekki vandamál“ Harder hefði ekki tekið tilboði um að auglýsa HM í Katar: „Ég hefði tekið aðrar ákvarðanir varðandi þetta. Fólk verður að ráða sjálft sínu vali en það eina sem ég get sagt er að ég hefði tekið aðrar ákvarðanir,“ hefur Ekstra Bladet eftir Harder en hún vildi ekki útskýra það nánar. Hún undirstrikaði hins vegar að Nadim væri velkomin í landsliðshópinn: „Ef Lars ákveður að hún komi með, og hún er í leikæfingu og til í að koma og hjálpa hópnum, þá vitum við öll hvaða hæfileika Nadia hefur. Og við viljum gera allt sem við getum til að vinna EM,“ segir Harder sem gerir sér þó fulla grein fyrir athyglinni sem gæti orðið á danska liðinu vegna Nadim. „Ef að hún verður valin þá er alveg öruggt að við ræðum þetta innbyrðis svo að þetta verði ekki vandamál. Líka til að við höfum skilaboð til fjölmiðla, svo að þetta verði ekki eitthvað sem verður talað um. Svo að við getum öll einbeitt okkur að EM,“ segir Harder. Danmörk vann Austurríki 2-1 á sunnudaginn og á svo eftir að mæta Brasilíu og Noregi í síðustu vináttulandsleikjum sínum fyrir EM. Þar mætir liðið svo Þýskalandi 8. júlí og er einnig í riðli með Spáni og Finnlandi. EM 2022 í Englandi Fótbolti Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Fleiri fréttir Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Sjá meira
Lars Söndergaard, þjálfari danska kvennalandsliðsins í fótbolta, tilkynnir á fimmtudaginn hvaða leikmenn hann ætlar að taka með á Evrópumótið í Englandi í júlí. Stóra spurningin varðandi valið er sú hvort að pláss verði fyrir Nadim sem eftir alvarleg hnémeiðsli er komin á fulla ferð. Nadim og Harder voru tvær skærustu stjörnur danska liðsins þegar það komst í úrslitaleik síðasta Evrópumóts, í Hollandi 2017, og skoruðu þar báðar í 4-2 tapi gegn Hollendingum. Nadim, sem flutti ellefu ára til Danmerkur sem flóttamaður frá Afganistan, vakti sérstaka athygli á mótinu en hún var þá í læknanámi og útskrifaðist sem læknir í vetur. Umræðan um Nadim hefur hins vegar verið öllu neikvæðari eftir að hún samdi um það, gegn greiðslu, að auglýsa HM karla í Katar sem hefst í nóvember. Hún fær gagnrýni af sama meiði og FIFA fékk fyrir að velja land til að halda HM sem brýtur á mannréttindum fólks og hefur til að mynda sérstaklega verið gagnrýnt vegna aðbúnaðs verkafólks í uppbyggingu fyrir HM. „Ræðum þetta innbyrðis svo þetta verði ekki vandamál“ Harder hefði ekki tekið tilboði um að auglýsa HM í Katar: „Ég hefði tekið aðrar ákvarðanir varðandi þetta. Fólk verður að ráða sjálft sínu vali en það eina sem ég get sagt er að ég hefði tekið aðrar ákvarðanir,“ hefur Ekstra Bladet eftir Harder en hún vildi ekki útskýra það nánar. Hún undirstrikaði hins vegar að Nadim væri velkomin í landsliðshópinn: „Ef Lars ákveður að hún komi með, og hún er í leikæfingu og til í að koma og hjálpa hópnum, þá vitum við öll hvaða hæfileika Nadia hefur. Og við viljum gera allt sem við getum til að vinna EM,“ segir Harder sem gerir sér þó fulla grein fyrir athyglinni sem gæti orðið á danska liðinu vegna Nadim. „Ef að hún verður valin þá er alveg öruggt að við ræðum þetta innbyrðis svo að þetta verði ekki vandamál. Líka til að við höfum skilaboð til fjölmiðla, svo að þetta verði ekki eitthvað sem verður talað um. Svo að við getum öll einbeitt okkur að EM,“ segir Harder. Danmörk vann Austurríki 2-1 á sunnudaginn og á svo eftir að mæta Brasilíu og Noregi í síðustu vináttulandsleikjum sínum fyrir EM. Þar mætir liðið svo Þýskalandi 8. júlí og er einnig í riðli með Spáni og Finnlandi.
EM 2022 í Englandi Fótbolti Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Fleiri fréttir Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Sjá meira