„Þú líka Brútus“ Birgir Dýrfjörð skrifar 14. júní 2022 10:01 Tilefni þessarar greinar er skipulögð árás á mannorð og ævistarf Þórarins Tyrfingssonar. Þess manns, sem tugþúsundir Íslendinga bera þakkarhug til fyrir að bjarga þeim og ástvinum þeirra úr angistardíki alkóhólistans. Árásin var tímasett þannig, að Þórarni var ekki fært að bera af sér sakir fyrir aðalfund SÁÁ, sem var á þriðjudegi. Á sunnudegi fyrir fundinn birti Morgunblaðið heilsíðu viðtal með níði um Þórarin. Daginn fyrir aðafund var í hádegisfréttum í Ríkisútvarpi og Bylgjunni viðtal við lækni og sálfræðing SÁÁ. Þar var ausið persónulegu níði yfir Þórarinn, og fréttamenn hundsuðu þá sæmdarskildu, að leita andsvara þess, sem rægður var. Þeir þekkja sannleikann Í blaðagrein eftir tvo virta frumherja SÁÁ segir: „Þórarinn Tyrfingsson hefur lagt meira af mörkum til að breyta lífi fíkla og aðstandenda þeirra, en nokkur annar Íslendingur.“ Árið 1979 hóf Þórarinn að starfa hjá SÁÁ. Þá var meðferðarstarfið á Silungapolli og á Sogni, og öll aðstaða mjög frumstæð. Undir handleiðslu hans hefur starfsemin aukist mjög. Víkingameðferð, kvennameðferð, unglingameðferð. Eldri karla meðferð, spilafíklameðferð og göngudeildameðferð eru dæmi um það. Fyrstu ráðgjafar voru þeir, sem deildu eigin reynslu af meðferð í Bandaríkjunum. En meira þurfti til. Þórarinn gerði því námsefni fyrir ráðgjafa. Hann stjórnaði þjálfun þeirra og kennslu. Ráðgjafar fengu svo starfsréttindi sem heilbrigðisstétt árið 2006. SÁÁ. náði þeim árángri undir hans stjórn, að öðlast viðurkenningu á heimsvísu. Fyrir hjálp Þórarins Tyrfingssonar hafa meir en tuttugu þúsund alkóhólistar og tugþúsundir aðstandenda þeirra náð að breyta lífi sínu til hins betra. Fórnfýsi Þórarinn tók vel á móti öllum fíklum og hafði afar næman skilning á hvað þyrfti til að ná nárangri. Hann gaf óspart af hvíldartíma sínum og fjölskyldu sinnar til að hjálpa veikum fíklum. Þúsundir alkóhólista og tugþúsundir vandamanna bera hlýjan þakkarhug til Þórarins Tyrfingssonar fyrir, að hafa leitt þau fyrstu skrefin til heilbrigðara lífs. Engum er meira að þakka en Þórarni Tyrfingssyni, hvað stór hluti Íslendinga hefur náð að breyta lífi sínu til hins betra. Rógberar, sem nú níða arf hans, og æru, og ævistarf. Fá því aldrei breytt. Íslenska þjóðin viðurkennir mikla þakkarskuld við Þórarinn Tyrfingsson Sú mikla þakkarskuld varð ofraun æpandi rógberum og hælbítum, sem vilja öll yfirráð í SÁÁ . Þeir urðu „Hersing“, sem iðkar persónuníð og lygar um Þórarinn. Til að sanna níðið birtu þeir lista með nafnlausum undirskriftum!! Í stað nafns var skrifað „Starfsmaður ,sem þorir ekki að koma fram undir nafni af ótta við hefnd Þórarins“ Nafnalisti án nafna var enn eitt svindl stjórnenda SÁÁ. Hælbítarnir fengu heilsíðu í Mogganum. Viðtöl í hádegisfréttum Ruv og Bylgjunnar. Þar féllu ummæli um Þórarinn Tyrfingsson, sem voru svívirðileg ósannindi og mannorðsníð. Þar var sagt í eyru þjóðarinnar: „Þórarinn, hann vinnur markvisst að því, að eyðileggja SÁÁ“. Þegar Þórarinn sá liðið, sem að honum sótti, gat hann sagt eins og Sesar þegar hann leit hnífastungumenn sína: „Þú líka Brútus.“ Ég mun síðar lýsa „Hersingunni“ og athöfnum hennar og aðför, að tilveru SÁÁ. Höfundur er rafvirkjameistari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birgir Dýrfjörð Félagasamtök Mest lesið Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Tilefni þessarar greinar er skipulögð árás á mannorð og ævistarf Þórarins Tyrfingssonar. Þess manns, sem tugþúsundir Íslendinga bera þakkarhug til fyrir að bjarga þeim og ástvinum þeirra úr angistardíki alkóhólistans. Árásin var tímasett þannig, að Þórarni var ekki fært að bera af sér sakir fyrir aðalfund SÁÁ, sem var á þriðjudegi. Á sunnudegi fyrir fundinn birti Morgunblaðið heilsíðu viðtal með níði um Þórarin. Daginn fyrir aðafund var í hádegisfréttum í Ríkisútvarpi og Bylgjunni viðtal við lækni og sálfræðing SÁÁ. Þar var ausið persónulegu níði yfir Þórarinn, og fréttamenn hundsuðu þá sæmdarskildu, að leita andsvara þess, sem rægður var. Þeir þekkja sannleikann Í blaðagrein eftir tvo virta frumherja SÁÁ segir: „Þórarinn Tyrfingsson hefur lagt meira af mörkum til að breyta lífi fíkla og aðstandenda þeirra, en nokkur annar Íslendingur.“ Árið 1979 hóf Þórarinn að starfa hjá SÁÁ. Þá var meðferðarstarfið á Silungapolli og á Sogni, og öll aðstaða mjög frumstæð. Undir handleiðslu hans hefur starfsemin aukist mjög. Víkingameðferð, kvennameðferð, unglingameðferð. Eldri karla meðferð, spilafíklameðferð og göngudeildameðferð eru dæmi um það. Fyrstu ráðgjafar voru þeir, sem deildu eigin reynslu af meðferð í Bandaríkjunum. En meira þurfti til. Þórarinn gerði því námsefni fyrir ráðgjafa. Hann stjórnaði þjálfun þeirra og kennslu. Ráðgjafar fengu svo starfsréttindi sem heilbrigðisstétt árið 2006. SÁÁ. náði þeim árángri undir hans stjórn, að öðlast viðurkenningu á heimsvísu. Fyrir hjálp Þórarins Tyrfingssonar hafa meir en tuttugu þúsund alkóhólistar og tugþúsundir aðstandenda þeirra náð að breyta lífi sínu til hins betra. Fórnfýsi Þórarinn tók vel á móti öllum fíklum og hafði afar næman skilning á hvað þyrfti til að ná nárangri. Hann gaf óspart af hvíldartíma sínum og fjölskyldu sinnar til að hjálpa veikum fíklum. Þúsundir alkóhólista og tugþúsundir vandamanna bera hlýjan þakkarhug til Þórarins Tyrfingssonar fyrir, að hafa leitt þau fyrstu skrefin til heilbrigðara lífs. Engum er meira að þakka en Þórarni Tyrfingssyni, hvað stór hluti Íslendinga hefur náð að breyta lífi sínu til hins betra. Rógberar, sem nú níða arf hans, og æru, og ævistarf. Fá því aldrei breytt. Íslenska þjóðin viðurkennir mikla þakkarskuld við Þórarinn Tyrfingsson Sú mikla þakkarskuld varð ofraun æpandi rógberum og hælbítum, sem vilja öll yfirráð í SÁÁ . Þeir urðu „Hersing“, sem iðkar persónuníð og lygar um Þórarinn. Til að sanna níðið birtu þeir lista með nafnlausum undirskriftum!! Í stað nafns var skrifað „Starfsmaður ,sem þorir ekki að koma fram undir nafni af ótta við hefnd Þórarins“ Nafnalisti án nafna var enn eitt svindl stjórnenda SÁÁ. Hælbítarnir fengu heilsíðu í Mogganum. Viðtöl í hádegisfréttum Ruv og Bylgjunnar. Þar féllu ummæli um Þórarinn Tyrfingsson, sem voru svívirðileg ósannindi og mannorðsníð. Þar var sagt í eyru þjóðarinnar: „Þórarinn, hann vinnur markvisst að því, að eyðileggja SÁÁ“. Þegar Þórarinn sá liðið, sem að honum sótti, gat hann sagt eins og Sesar þegar hann leit hnífastungumenn sína: „Þú líka Brútus.“ Ég mun síðar lýsa „Hersingunni“ og athöfnum hennar og aðför, að tilveru SÁÁ. Höfundur er rafvirkjameistari.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar