Vill láta fjarlægja minnisvarða um borgaralega óhlýðni Magnús Jochum Pálsson skrifar 14. júní 2022 22:50 Listaverkið Svarta keilan blasir við þingmönnum þegar þeir koma út úr Alþingi. Vísir/Magnús Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, hvatti Birgi Ármannson, forseta Alþingis, til að fjarlægja listaverkið Svörtu keiluna sem er staðsett fyrir utan Alþingishúsið í ræðu sinni á þinginu í dag. Listaverkið er eftir Santiago Sierra og var sett niður árið 2012 sem minnisvarði um borgaralega óhlýðni. Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, er ekki par sáttur með Svörtu keiluna og vill að forseti Alþingis fjarlægi hana.vísir/vilhelm Bergþór Ólason tók til máls á Alþingi í dag undir liðnum Störf þingsins. Þar vildi hann nýta tækifærið, það síðasta á þessu þingi, til að halda sína árlegu ræðu þar sem hann hvetur forseta Alþingis til að „hlutast til um að grjóthnullungurinn fyrir utan Alþingishúsið verði fjarlægður.“ Hann rifjaði upp þegar fréttir bárust af því í janúar 2012 að það væri búið að koma fyrir „risastórum grjóthnullungi“ fyrir utan Alþingishúsið sem var kallaður Svarta keilan, átti að vera minnisvarði um borgaralega óhlýðni og var eftir listamanninn Santiago Sierra. Vonast til að þingið komi að „grjóthreinsuðum Austurvelli í haust“ Svarta keilan á eldri staðsetningu.Listasafn Reykjavíkur Hann minntist á að listaverkið hefði áður verið nær Alþingishúsinu og sagði að forsætisnefnd hafi „alla tíð verið skynsamlega þenkjandi í þessu máli án þess að ná fram því markmið að hreinsa Austurvöll af þessari óværu.“ Þar vísaði hann í að verkið var upphaflega staðsett beint fyrir framan Alþingishúsið en var fært um nokkra metra í september 2012 svo það stæði ekki á sjálfum Austurvelli. Síðan þá hefur það staðið á horni Kirkjustígs og Thorvaldsensstrætis, fyrir framan nýja innganginn. Nú er Svarta keilan á horni Kirkjustrætis og Thorvaldsensstrætis.Vísir/Magnús Einnig sagði Bergþór að það væri „eitthvað sérstaklega ónotalegt við það að það sé minnisvarði um borgaralega óhlýðni beint fyrir framan löggjafarsamkundu þjóðarinnar.“ Þá hvatti hann forseta Alþingis til að nýta sumarið í að taka til framan við Alþingishúsið og eiga samtal við Reykjavíkurborg, hvort sem hann ætti það sjálfur eða léti embættismenn um það, um að finna flöt á því að fjarlægja þetta „svokallaða listaverk sem er hreinasta hörmung í augum býsna margra“. Loks sagðist Bergþór vona að þingið kæmi að „grjóthreinsuðum Austurvelli í haust“. Minnisvarði um borgaralega óhlýðni Listaverkið sem Bergþóri er svona illa við samanstendur af grjóthnullungi sem hefur verið klofinn í tvennt með svartri keilu sem situr í sprungunni. Plattinn á listaverkinu vísar í Yfirlýsingu um réttindi manna og borgara sem var samin eftir Frönsku byltinguna.Vísir/Magnús Á síðu Listasafns Reykjavíkur um verkið stendur um keiluna sem verkið heitir eftir: „Keilan vísar til svartra keilulaga hatta sem spænski rannsóknarrétturinn lét sakfellda menn bera í háðungarskyni á 12. öld. Með verkinu vill listamaðurinn minna á mikilvægi borgaralegra réttinda í lýðræðissamfélagi og þann rétt þegnanna að neita því að hlýðnast óréttlátum lögum og kröfum yfirvalda.“ Tæplega tveimur tímum eftir að Bergþór flutti ræðu sína fyrir þingið kom fólk saman við Svörtu keiluna fyrir framan Alþingishúsið til að mótmæla. Þar var samankominn hópur náttúruverndarsinna til að mótmæla rammaáætlun ríkisstjórnarinnar sem færir ýmsar náttúruperlur „úr verndarflokki og skrefi nær faðmi virkjanaaflanna.“ Það eru því greinilega ekki allir jafn óánægðir með steininn og Bergþór. Náttúruverndarsamtök mótmæltu rammaáætlun ríkisstjórnar sem færir ýmsar náttúruperlur „úr verndarflokki og skrefi nær faðmi virkjanaaflanna.“ Svarta keilan veitti ýmsum mótmælendum stuðning.Vísir/Einar Styttur og útilistaverk Miðflokkurinn Alþingi Umhverfismál Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Fleiri fréttir Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Sjá meira
Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, er ekki par sáttur með Svörtu keiluna og vill að forseti Alþingis fjarlægi hana.vísir/vilhelm Bergþór Ólason tók til máls á Alþingi í dag undir liðnum Störf þingsins. Þar vildi hann nýta tækifærið, það síðasta á þessu þingi, til að halda sína árlegu ræðu þar sem hann hvetur forseta Alþingis til að „hlutast til um að grjóthnullungurinn fyrir utan Alþingishúsið verði fjarlægður.“ Hann rifjaði upp þegar fréttir bárust af því í janúar 2012 að það væri búið að koma fyrir „risastórum grjóthnullungi“ fyrir utan Alþingishúsið sem var kallaður Svarta keilan, átti að vera minnisvarði um borgaralega óhlýðni og var eftir listamanninn Santiago Sierra. Vonast til að þingið komi að „grjóthreinsuðum Austurvelli í haust“ Svarta keilan á eldri staðsetningu.Listasafn Reykjavíkur Hann minntist á að listaverkið hefði áður verið nær Alþingishúsinu og sagði að forsætisnefnd hafi „alla tíð verið skynsamlega þenkjandi í þessu máli án þess að ná fram því markmið að hreinsa Austurvöll af þessari óværu.“ Þar vísaði hann í að verkið var upphaflega staðsett beint fyrir framan Alþingishúsið en var fært um nokkra metra í september 2012 svo það stæði ekki á sjálfum Austurvelli. Síðan þá hefur það staðið á horni Kirkjustígs og Thorvaldsensstrætis, fyrir framan nýja innganginn. Nú er Svarta keilan á horni Kirkjustrætis og Thorvaldsensstrætis.Vísir/Magnús Einnig sagði Bergþór að það væri „eitthvað sérstaklega ónotalegt við það að það sé minnisvarði um borgaralega óhlýðni beint fyrir framan löggjafarsamkundu þjóðarinnar.“ Þá hvatti hann forseta Alþingis til að nýta sumarið í að taka til framan við Alþingishúsið og eiga samtal við Reykjavíkurborg, hvort sem hann ætti það sjálfur eða léti embættismenn um það, um að finna flöt á því að fjarlægja þetta „svokallaða listaverk sem er hreinasta hörmung í augum býsna margra“. Loks sagðist Bergþór vona að þingið kæmi að „grjóthreinsuðum Austurvelli í haust“. Minnisvarði um borgaralega óhlýðni Listaverkið sem Bergþóri er svona illa við samanstendur af grjóthnullungi sem hefur verið klofinn í tvennt með svartri keilu sem situr í sprungunni. Plattinn á listaverkinu vísar í Yfirlýsingu um réttindi manna og borgara sem var samin eftir Frönsku byltinguna.Vísir/Magnús Á síðu Listasafns Reykjavíkur um verkið stendur um keiluna sem verkið heitir eftir: „Keilan vísar til svartra keilulaga hatta sem spænski rannsóknarrétturinn lét sakfellda menn bera í háðungarskyni á 12. öld. Með verkinu vill listamaðurinn minna á mikilvægi borgaralegra réttinda í lýðræðissamfélagi og þann rétt þegnanna að neita því að hlýðnast óréttlátum lögum og kröfum yfirvalda.“ Tæplega tveimur tímum eftir að Bergþór flutti ræðu sína fyrir þingið kom fólk saman við Svörtu keiluna fyrir framan Alþingishúsið til að mótmæla. Þar var samankominn hópur náttúruverndarsinna til að mótmæla rammaáætlun ríkisstjórnarinnar sem færir ýmsar náttúruperlur „úr verndarflokki og skrefi nær faðmi virkjanaaflanna.“ Það eru því greinilega ekki allir jafn óánægðir með steininn og Bergþór. Náttúruverndarsamtök mótmæltu rammaáætlun ríkisstjórnar sem færir ýmsar náttúruperlur „úr verndarflokki og skrefi nær faðmi virkjanaaflanna.“ Svarta keilan veitti ýmsum mótmælendum stuðning.Vísir/Einar
Styttur og útilistaverk Miðflokkurinn Alþingi Umhverfismál Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Fleiri fréttir Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Sjá meira