„Auðvitað þarf að fagna góðum sigrum“ Jón Már Ferro skrifar 14. júní 2022 23:15 Ásmundur Arnarsson, þjálfari Breiðabliks. Vísir/Diego Ásmundur Arnarsson, þjálfari Breiðabliks, varð eðlilega sáttur með 3-0 útisigur liðsins gegn Þrótti í Bestu-deild kvenna í fótbolta í kvöld. Aðspurður hvers vegna Ásmundur hafi verið lengi að koma sér úr klefanum eftir leik svaraði hann því á þá leið að það þyrfti að fagna góðum sigrum. „Já það þurfti að fagna! Það var aðallega verið að bíða eftir að leikmenn kæmu inn til að getað fagnað. Það tók smá tíma, en jú jú þetta var bara öflugur sigur og auðvitað þarf að fagna góðum sigrum,“ sagði Ásmundur. Ásmundur var spurður út í leik síns liðs og pressuna sem þær settu oft á heimakonur í kvöld sem skilaði meðal annars fyrsta marki leiksins. „Já ég var ánægður með stelpurnar í dag og eins og ég hef sagt við þær í sumar. Frammistaðan hefur heilt yfir verið góð, þó úrslitin hafi ekki alltaf dottið með okkur og í dag gerði það svo sannarlega. Þetta var ströggl, Þróttararnir eru með gott lið. Við vorum lengi vel 0-1 og þær komast í gegn þá og Telma á frábæra vörslu sem að hjálpar okkur í að koma til baka og klára þetta vel í lokin. Þannig að heilt yfir bara mjög öflugur og góður sigur hjá stelpunum,“ sagði Ásmundur. Honum fannst hans lið leysa vel það sem Þróttarar reyndu að gera. Hann hrósaði Telmu markmanni einnig fyrir að loka vel í dauða færi Þróttara. „Nei þær leystu þetta bara mjög vel. Þróttararnir voru mikið að reyna að ógna á bakvið okkur og mér fannst við leysa það vel, lokuðum vel á þær. Eins og þú segir, það var ekki mikið um færi en það var eitt dauðafæri sem þurfti að loka og Telma græjaði það,“ sagði Ásmundur. Ásmundur gat nefnt margt í leik Blika sem hann var ánægður með í kvöld. „Ánægður með að skora þrjú mörk, ánægður með að halda hreinu, ánægður með vinnusemina, ánægður með skipulagið, þannig það var margt sem ég var ánægður með í 0-3 góðum sigri hérna á erfiðum útivelli,“ sagði Ásmundur. Breiðablik hefur verið í ströggli með að loka leikjum sem þær eru með yfirhöndina í en náðu að gera það í kvöld. „Mikilvægt og við megum alveg fyrir hjartalagið alveg fara að loka þessum leikjum fyrr en þetta eru bara hörku leikir og erfiðir. Bara virkilega ánægður að klára þetta með þessum hætti,“ sagði Ásmundur. Framhaldið lítur vel út fyrir Ásmundi sem er brattur. „Já ég er brattur, var brattur fyrir sumarið og endurtek ánægður með frammistöðuna heilt yfir í sumar. Það er nú þannig að þó það detti ekki alltaf með þér, ef framistaðan er stöðug góð, þá koma úrslitin, þær sýndu það bara stelpurnar með því að halda áfram. Þótt að úrslitin hafi ekki komið þarna í tveimur þremur leikjum þrátt fyrir góða framistöðu. Með því að halda því áfram þá koma úrslitin. Ef við höldum áfram á sömu braut þá er ég bara mjög brattur,“ sagði sáttur Ásmundur að lokum. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Besta deild kvenna Breiðablik Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Leik lokið: Þróttur R.-Breiðablik 0-3 | Blikar skutu sér upp í annað sæti Eftir erfiða byrjun á tímabilinu hefur Breiðablik nú unnið þrjá leiki í röð. Liðið er komið upp í annað sæti Bestu-deildar kvenna í fótbolta eftir 0-3 sigur gegn Þrótti í kvöld. 14. júní 2022 23:00 Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Sjá meira
Aðspurður hvers vegna Ásmundur hafi verið lengi að koma sér úr klefanum eftir leik svaraði hann því á þá leið að það þyrfti að fagna góðum sigrum. „Já það þurfti að fagna! Það var aðallega verið að bíða eftir að leikmenn kæmu inn til að getað fagnað. Það tók smá tíma, en jú jú þetta var bara öflugur sigur og auðvitað þarf að fagna góðum sigrum,“ sagði Ásmundur. Ásmundur var spurður út í leik síns liðs og pressuna sem þær settu oft á heimakonur í kvöld sem skilaði meðal annars fyrsta marki leiksins. „Já ég var ánægður með stelpurnar í dag og eins og ég hef sagt við þær í sumar. Frammistaðan hefur heilt yfir verið góð, þó úrslitin hafi ekki alltaf dottið með okkur og í dag gerði það svo sannarlega. Þetta var ströggl, Þróttararnir eru með gott lið. Við vorum lengi vel 0-1 og þær komast í gegn þá og Telma á frábæra vörslu sem að hjálpar okkur í að koma til baka og klára þetta vel í lokin. Þannig að heilt yfir bara mjög öflugur og góður sigur hjá stelpunum,“ sagði Ásmundur. Honum fannst hans lið leysa vel það sem Þróttarar reyndu að gera. Hann hrósaði Telmu markmanni einnig fyrir að loka vel í dauða færi Þróttara. „Nei þær leystu þetta bara mjög vel. Þróttararnir voru mikið að reyna að ógna á bakvið okkur og mér fannst við leysa það vel, lokuðum vel á þær. Eins og þú segir, það var ekki mikið um færi en það var eitt dauðafæri sem þurfti að loka og Telma græjaði það,“ sagði Ásmundur. Ásmundur gat nefnt margt í leik Blika sem hann var ánægður með í kvöld. „Ánægður með að skora þrjú mörk, ánægður með að halda hreinu, ánægður með vinnusemina, ánægður með skipulagið, þannig það var margt sem ég var ánægður með í 0-3 góðum sigri hérna á erfiðum útivelli,“ sagði Ásmundur. Breiðablik hefur verið í ströggli með að loka leikjum sem þær eru með yfirhöndina í en náðu að gera það í kvöld. „Mikilvægt og við megum alveg fyrir hjartalagið alveg fara að loka þessum leikjum fyrr en þetta eru bara hörku leikir og erfiðir. Bara virkilega ánægður að klára þetta með þessum hætti,“ sagði Ásmundur. Framhaldið lítur vel út fyrir Ásmundi sem er brattur. „Já ég er brattur, var brattur fyrir sumarið og endurtek ánægður með frammistöðuna heilt yfir í sumar. Það er nú þannig að þó það detti ekki alltaf með þér, ef framistaðan er stöðug góð, þá koma úrslitin, þær sýndu það bara stelpurnar með því að halda áfram. Þótt að úrslitin hafi ekki komið þarna í tveimur þremur leikjum þrátt fyrir góða framistöðu. Með því að halda því áfram þá koma úrslitin. Ef við höldum áfram á sömu braut þá er ég bara mjög brattur,“ sagði sáttur Ásmundur að lokum. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deild kvenna Breiðablik Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Leik lokið: Þróttur R.-Breiðablik 0-3 | Blikar skutu sér upp í annað sæti Eftir erfiða byrjun á tímabilinu hefur Breiðablik nú unnið þrjá leiki í röð. Liðið er komið upp í annað sæti Bestu-deildar kvenna í fótbolta eftir 0-3 sigur gegn Þrótti í kvöld. 14. júní 2022 23:00 Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Sjá meira
Leik lokið: Þróttur R.-Breiðablik 0-3 | Blikar skutu sér upp í annað sæti Eftir erfiða byrjun á tímabilinu hefur Breiðablik nú unnið þrjá leiki í röð. Liðið er komið upp í annað sæti Bestu-deildar kvenna í fótbolta eftir 0-3 sigur gegn Þrótti í kvöld. 14. júní 2022 23:00