Hlutabréf Man Utd aldrei lægri: Eigendurnir greiða sér samt arð Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. júní 2022 07:02 Það gekk lítið upp hjá Man United á síðustu leiktíð. Bryn Lennon/Getty Images Segja má að Manchester United hafi náð því sem virðist vera botninn með frammistöðu sinni innan vallar sem utan á liðnu tímabili. Það er allavega staðreyndin ef horft er á hvers virði félagsins er fjárhagslega. Á mánudag féllu hlutabréf í enska knattspyrnufélaginu Man United harkalega, þau hafa aldrei verið lægri síðan félagið var sett á hlutabréfamarkað. Heildarvirði félagsins féll um 1,3 milljarð punda eða rúmlega 206 milljarða íslenskra króna. Í október síðastliðnum náði félagið hámarki sínu í kauphöllinn þökk sé fínni byrjun á tímabilinu og endurkomu Cristiano Ronaldo á Old Trafford. Jók það verulega virði félagsins en sú gleði entist ekki lengi. Síðan þá hafa hlutabréf félagsins fallið um 47 prósent. United's value has dropped by over £1.3billion after shares fell to a record low on Monday.Net debt of nearly £500m and the Glazers amongst those who will receive a dividend payment next week #mufc https://t.co/fZKdsAxZnO— Rich Fay (@RichFay) June 14, 2022 Slæm fjárhagsstaða félagsins gæti haft áhrif á kaup og sölur leikmanna en Man United hefur ekki enn gert sig gildandi á félagaskiptamarkaðnum á meðan samkeppnisaðilar þeirra versla mann og annan. Skuldir félagsins hafa að sama skapi hækkað um 11,8 prósent frá því á sama tíma á síðasta ári og nema nú 495,7 milljónir punda eða tæplega 79 milljörðum íslenskra króna. Það stöðvar þó ekki eigendur félagsins, Glazer-fjölskylduna, að greiða sér út arð í næstu viku líkt og vani er tvisvar á ári. Fjölskyldumeðlimirnir eru sex talsins og fá vanalega tæplega 11 milljónir punda í sinn hlut. Það gerir 22 milljónir punda á ári sem hægt væri að nýta í uppbyggingu félagsins á einn eða annan hátt. Fótbolti Enski boltinn Kauphöllin Tengdar fréttir Man. Utd gerði Eriksen tilboð Enska knattspyrnufélagið Manchester United hefur gert Dananum Christian Eriksen tilboð í von um að fá þennan þrítuga miðjumann frítt til félagsins í sumar. 14. júní 2022 14:40 Man.Utd fylgist grannt með stöðu mála hjá Lewandowski Forráðamenn Manchester United eru startholunum að gera tilboð í Robert Lewandowski takist Börsungum ekki að klófesta pólska framherjann. 12. júní 2022 07:01 Segja að Barcelona hafi hafnað tilboði United í De Jong Forráðamenn enska knattspyrnufélagsins Manchester United hafa átt í samtali við Barcelona um möguleg kaup félagsins á miðjumanninum Frenkie de Jong. 11. júní 2022 11:01 Mest lesið Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti „Getum verið fjandi góðir“ Körfubolti ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar Körfubolti KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti Fleiri fréttir Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjá meira
Á mánudag féllu hlutabréf í enska knattspyrnufélaginu Man United harkalega, þau hafa aldrei verið lægri síðan félagið var sett á hlutabréfamarkað. Heildarvirði félagsins féll um 1,3 milljarð punda eða rúmlega 206 milljarða íslenskra króna. Í október síðastliðnum náði félagið hámarki sínu í kauphöllinn þökk sé fínni byrjun á tímabilinu og endurkomu Cristiano Ronaldo á Old Trafford. Jók það verulega virði félagsins en sú gleði entist ekki lengi. Síðan þá hafa hlutabréf félagsins fallið um 47 prósent. United's value has dropped by over £1.3billion after shares fell to a record low on Monday.Net debt of nearly £500m and the Glazers amongst those who will receive a dividend payment next week #mufc https://t.co/fZKdsAxZnO— Rich Fay (@RichFay) June 14, 2022 Slæm fjárhagsstaða félagsins gæti haft áhrif á kaup og sölur leikmanna en Man United hefur ekki enn gert sig gildandi á félagaskiptamarkaðnum á meðan samkeppnisaðilar þeirra versla mann og annan. Skuldir félagsins hafa að sama skapi hækkað um 11,8 prósent frá því á sama tíma á síðasta ári og nema nú 495,7 milljónir punda eða tæplega 79 milljörðum íslenskra króna. Það stöðvar þó ekki eigendur félagsins, Glazer-fjölskylduna, að greiða sér út arð í næstu viku líkt og vani er tvisvar á ári. Fjölskyldumeðlimirnir eru sex talsins og fá vanalega tæplega 11 milljónir punda í sinn hlut. Það gerir 22 milljónir punda á ári sem hægt væri að nýta í uppbyggingu félagsins á einn eða annan hátt.
Fótbolti Enski boltinn Kauphöllin Tengdar fréttir Man. Utd gerði Eriksen tilboð Enska knattspyrnufélagið Manchester United hefur gert Dananum Christian Eriksen tilboð í von um að fá þennan þrítuga miðjumann frítt til félagsins í sumar. 14. júní 2022 14:40 Man.Utd fylgist grannt með stöðu mála hjá Lewandowski Forráðamenn Manchester United eru startholunum að gera tilboð í Robert Lewandowski takist Börsungum ekki að klófesta pólska framherjann. 12. júní 2022 07:01 Segja að Barcelona hafi hafnað tilboði United í De Jong Forráðamenn enska knattspyrnufélagsins Manchester United hafa átt í samtali við Barcelona um möguleg kaup félagsins á miðjumanninum Frenkie de Jong. 11. júní 2022 11:01 Mest lesið Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti „Getum verið fjandi góðir“ Körfubolti ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar Körfubolti KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti Fleiri fréttir Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjá meira
Man. Utd gerði Eriksen tilboð Enska knattspyrnufélagið Manchester United hefur gert Dananum Christian Eriksen tilboð í von um að fá þennan þrítuga miðjumann frítt til félagsins í sumar. 14. júní 2022 14:40
Man.Utd fylgist grannt með stöðu mála hjá Lewandowski Forráðamenn Manchester United eru startholunum að gera tilboð í Robert Lewandowski takist Börsungum ekki að klófesta pólska framherjann. 12. júní 2022 07:01
Segja að Barcelona hafi hafnað tilboði United í De Jong Forráðamenn enska knattspyrnufélagsins Manchester United hafa átt í samtali við Barcelona um möguleg kaup félagsins á miðjumanninum Frenkie de Jong. 11. júní 2022 11:01