Opnar sig um árásina: „Hélt að ég myndi bara liggja þarna“ Sindri Sverrisson skrifar 15. júní 2022 12:01 Kheira Hamraoui varð fyrir fólskulegri árás grímuklæddra manna í nóvember. Getty Franska knattspyrnukonan Kheira Hamraoui átti sér einskis ills von þegar tveir grímuklæddir menn réðust að henni og börðu hana með járnröri, svo illa að hún hélt að hún gæti aldrei aftur staðið upp. Hamraoui hefur nú í fyrsta sinn tjáð sig opinberlega um árásina en það gerir hún í viðtali við franska miðilinn L‘Equipe í dag. Þar kveðst hún hafa óttast um líf sitt. Þessi 32 ára miðjumaður PSG og franska landsliðsins, sem þó var reyndar ekki valin í EM-hóp Frakka sem mætir Íslandi í Englandi í næsta sumar, varð fyrir árásinni 4. nóvember. Hún var þá á leið í bíl liðsfélaga síns, Aminata Diallo, eftir að lið PSG hafði snætt kvöldverð saman. „Ég varð fyrir ótrúlegu ofbeldi. Tveir hettuklæddir, ókunnugir menn tóku mig út úr bílnum til þess að lemja mig í fæturna með járnrörum. Þetta kvöld þá hélt ég að ég myndi bara liggja þarna eftir… Ég öskraði af sársauka. Ég reyndi að verja mig eins mikið og ég gat. Þetta er mjög sársaukafull minning,“ sagði Hamraoui. Lögregla rannsakar málið en ekki er enn ljóst hverjir árásarmennirnir voru og hvort þeir eða einhver annar skipulagði árásina. Áfall og svo fjölmiðlastormur strax í kjölfarið Hamraoui segir eitt að hafa orðið fyrir hrottalegri árás og annað að þurfa að þola fjölmiðlasirkusinn sem fylgdi. „Ég var algjörlega týnd, ringluð og í áfalli yfir því sem gerðist. Það tók mig nokkra daga að komast aftur upp á yfirborðið en það fylgdu tvöfalt fleiri vandamál. Rétt eftir svona mikið áfall lenti ég í fjölmiðlastorminum sem fylgdi,“ segir Hamraoui en fjölmiðlar hafa fjallað mikið um málið. Í fyrstu virtist grunur beinast að Diallo en hún er keppinautur Hamraoui um stöðu á miðjunni hjá PSG. Diallo var haldið í gæsluvarðhaldi í 35 klukkustundir en hún svo látin laus án ákæru. Hamraoui sagðist í viðtalinu ekki hafa neinn áhuga á að taka þátt í „dómstól fjölmiðlanna“, þegar hún var spurð um stirt samband sitt við Diallo. „Það eina sem er öruggt er að ég er fórnarlamb hræðilegrar árásar,“ sagði Hamraoui. Síðar kom svo í ljós að SIM-kort í síma Hamraoui væri skráð á Barcelona-stjörnuna Eric Abidal, sem var íþróttastjóri hjá Barcelona árin 2018-2020 þegar Hamraoui lék með kvennaliði félagsins. Hayet, eiginkona Abidals, gaf svo út yfirlýsingu þar sem sagði að Abidal hefði viðurkennt að hafa haldið framhjá henni með Hamraoui og að skilnaðarferli væri hafið. Hamraoui þvertók hins vegar fyrir að samband hennar við Abidal hefði nokkuð að gera með árásina. Í síðasta mánuði greindi L‘Equipe frá því að maður hefði verið handtekinn og færður í gæsluvarðhald vegna rannsóknarinnar á árásinni. Franski boltinn Fótbolti Árásin á Kheiru Hamraoui Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir Fulham - Manchester City | Sækja að toppsætinu Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Andre Onana skilinn eftir heima Logi og félagar náðu ekki að hrista af sér vandræðin í Laugardalnum Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Ajax segir það algjört hneyksli hvað stuðningsmenn félagsins gerðu „Ég vil ekki vera Lionel Messi“ Baðst afsökunar á hómófóbísku orðavali á fyrsta fundi Undirbýr Liverpool líf án Salah? Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Sjá meira
Hamraoui hefur nú í fyrsta sinn tjáð sig opinberlega um árásina en það gerir hún í viðtali við franska miðilinn L‘Equipe í dag. Þar kveðst hún hafa óttast um líf sitt. Þessi 32 ára miðjumaður PSG og franska landsliðsins, sem þó var reyndar ekki valin í EM-hóp Frakka sem mætir Íslandi í Englandi í næsta sumar, varð fyrir árásinni 4. nóvember. Hún var þá á leið í bíl liðsfélaga síns, Aminata Diallo, eftir að lið PSG hafði snætt kvöldverð saman. „Ég varð fyrir ótrúlegu ofbeldi. Tveir hettuklæddir, ókunnugir menn tóku mig út úr bílnum til þess að lemja mig í fæturna með járnrörum. Þetta kvöld þá hélt ég að ég myndi bara liggja þarna eftir… Ég öskraði af sársauka. Ég reyndi að verja mig eins mikið og ég gat. Þetta er mjög sársaukafull minning,“ sagði Hamraoui. Lögregla rannsakar málið en ekki er enn ljóst hverjir árásarmennirnir voru og hvort þeir eða einhver annar skipulagði árásina. Áfall og svo fjölmiðlastormur strax í kjölfarið Hamraoui segir eitt að hafa orðið fyrir hrottalegri árás og annað að þurfa að þola fjölmiðlasirkusinn sem fylgdi. „Ég var algjörlega týnd, ringluð og í áfalli yfir því sem gerðist. Það tók mig nokkra daga að komast aftur upp á yfirborðið en það fylgdu tvöfalt fleiri vandamál. Rétt eftir svona mikið áfall lenti ég í fjölmiðlastorminum sem fylgdi,“ segir Hamraoui en fjölmiðlar hafa fjallað mikið um málið. Í fyrstu virtist grunur beinast að Diallo en hún er keppinautur Hamraoui um stöðu á miðjunni hjá PSG. Diallo var haldið í gæsluvarðhaldi í 35 klukkustundir en hún svo látin laus án ákæru. Hamraoui sagðist í viðtalinu ekki hafa neinn áhuga á að taka þátt í „dómstól fjölmiðlanna“, þegar hún var spurð um stirt samband sitt við Diallo. „Það eina sem er öruggt er að ég er fórnarlamb hræðilegrar árásar,“ sagði Hamraoui. Síðar kom svo í ljós að SIM-kort í síma Hamraoui væri skráð á Barcelona-stjörnuna Eric Abidal, sem var íþróttastjóri hjá Barcelona árin 2018-2020 þegar Hamraoui lék með kvennaliði félagsins. Hayet, eiginkona Abidals, gaf svo út yfirlýsingu þar sem sagði að Abidal hefði viðurkennt að hafa haldið framhjá henni með Hamraoui og að skilnaðarferli væri hafið. Hamraoui þvertók hins vegar fyrir að samband hennar við Abidal hefði nokkuð að gera með árásina. Í síðasta mánuði greindi L‘Equipe frá því að maður hefði verið handtekinn og færður í gæsluvarðhald vegna rannsóknarinnar á árásinni.
Franski boltinn Fótbolti Árásin á Kheiru Hamraoui Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir Fulham - Manchester City | Sækja að toppsætinu Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Andre Onana skilinn eftir heima Logi og félagar náðu ekki að hrista af sér vandræðin í Laugardalnum Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Ajax segir það algjört hneyksli hvað stuðningsmenn félagsins gerðu „Ég vil ekki vera Lionel Messi“ Baðst afsökunar á hómófóbísku orðavali á fyrsta fundi Undirbýr Liverpool líf án Salah? Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Sjá meira