Íslendingur dæmdur í átta og hálfs árs fangelsi fyrir barnaníð á Spáni Atli Ísleifsson skrifar 15. júní 2022 12:29 Spænska lögreglan segir Ómar hafa sent þremur barnanna barnaníðsefni með samskiptaforritinu WhatsApp. Guardia Civil Dómstóll á Spáni hefur dæmt íslenskan karlmann um sextugt í átta og hálfs árs skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa brotið kynferðislega gegn að minnsta kosti sex börnum í Torre-Pachecho í Múrsíu á suðausturhluta Spánar. Brotin voru framin á árunum 2020 til 2021. Spænski miðillinn Murcia Today segir frá málinu. Að sögn DV, sem sagði fyrst íslenskra miðla frá málinu, er um að ræða Ómar Traustason sem hefur áður afplánað dóma hér á landi fyrir kynferðisbrot gegn börnum. Ómar var handtekinn af spænsku lögreglunni á heimili sínu í San Cayetano í Torre Pacheco árið 2021. Segir að hann hafi af þorpsbúum verið kallaður El Inglés, Englendingurinn, þrátt fyrir að vera íslenskur ríkisborgari. Hann hafði áður afplánað dóm vegna kynferðisbrota gegn fjórum börnum á Íslandi árið 1988. Í Murcia Today segir að maðurinn hafi meðal annars búið í Kólumbíu áður en hann settist að í Múrsíu. Ómar játaði í málinu nú að hafa brotið gegn sex af börnunum átta sem eru á aldrinum níu til fimmtán ára. Í fréttinni segir að maðurinn hafi gengið um þorpið með hundinn sinn í þeim tilgangi að nálgast börnin og vinna sér traust Viðurkenndi hann að hafa sært blygðunarsemi tveggja barna, sýnt þremur þeirra klámefni og fyrir að hafa átt óviðeigandi samskipti við þrjú þeirra og sýnt þeim klámefni. Á hann að hafa sent þeim skilaboð á WhatsApp og boðið þeim fé í skiptum fyrir kynlíf. Dómurinn á Spáni er skilorðsbundinn til tíu ára og háður því að hann fremji ekki fleiri brot eða nálgist börnin sem um ræðir. Þá þarf hann jafnframt að gegna samfélagsþjónustu. Hægt er að áfrýja dómnum til æðra dómstigs. Ómar rataði í fjölmiðla árið 2013 þegar hann var dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn táningspilti um aldamót, notfært sér yfirburðastöðu sína gagnvart piltinum, veitt honum húsaskjól, gefið honum mat og nestispening, haldið að honum fíkniefnum, og ítrekað haft munnmök við hann á meðan hann svaf. Hæstiréttur sýknaði þó síðar manninn. Sagði dómurinn framburð piltsins, sem hafi verið kominn á þrítugsaldur þegar hann kærði brotin, hafa verið trúverðugur en að ákæruatriðin hafi verið ósönnuð gegn eindreginni neitun Ómars. Engin „hlutræn sönnunargögn“ hafi rennt stoðum undir að hann hafi framið brotin. Spánn Dómsmál Kynferðisofbeldi Íslendingar erlendis Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Sjá meira
Spænski miðillinn Murcia Today segir frá málinu. Að sögn DV, sem sagði fyrst íslenskra miðla frá málinu, er um að ræða Ómar Traustason sem hefur áður afplánað dóma hér á landi fyrir kynferðisbrot gegn börnum. Ómar var handtekinn af spænsku lögreglunni á heimili sínu í San Cayetano í Torre Pacheco árið 2021. Segir að hann hafi af þorpsbúum verið kallaður El Inglés, Englendingurinn, þrátt fyrir að vera íslenskur ríkisborgari. Hann hafði áður afplánað dóm vegna kynferðisbrota gegn fjórum börnum á Íslandi árið 1988. Í Murcia Today segir að maðurinn hafi meðal annars búið í Kólumbíu áður en hann settist að í Múrsíu. Ómar játaði í málinu nú að hafa brotið gegn sex af börnunum átta sem eru á aldrinum níu til fimmtán ára. Í fréttinni segir að maðurinn hafi gengið um þorpið með hundinn sinn í þeim tilgangi að nálgast börnin og vinna sér traust Viðurkenndi hann að hafa sært blygðunarsemi tveggja barna, sýnt þremur þeirra klámefni og fyrir að hafa átt óviðeigandi samskipti við þrjú þeirra og sýnt þeim klámefni. Á hann að hafa sent þeim skilaboð á WhatsApp og boðið þeim fé í skiptum fyrir kynlíf. Dómurinn á Spáni er skilorðsbundinn til tíu ára og háður því að hann fremji ekki fleiri brot eða nálgist börnin sem um ræðir. Þá þarf hann jafnframt að gegna samfélagsþjónustu. Hægt er að áfrýja dómnum til æðra dómstigs. Ómar rataði í fjölmiðla árið 2013 þegar hann var dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn táningspilti um aldamót, notfært sér yfirburðastöðu sína gagnvart piltinum, veitt honum húsaskjól, gefið honum mat og nestispening, haldið að honum fíkniefnum, og ítrekað haft munnmök við hann á meðan hann svaf. Hæstiréttur sýknaði þó síðar manninn. Sagði dómurinn framburð piltsins, sem hafi verið kominn á þrítugsaldur þegar hann kærði brotin, hafa verið trúverðugur en að ákæruatriðin hafi verið ósönnuð gegn eindreginni neitun Ómars. Engin „hlutræn sönnunargögn“ hafi rennt stoðum undir að hann hafi framið brotin.
Spánn Dómsmál Kynferðisofbeldi Íslendingar erlendis Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Sjá meira