„Þessir gömlu stálfákar eru eins og að setjast í mjúkan lazyboy“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 16. júní 2022 12:02 Þegar bílasmíði hófst var meira lagt upp úr fegurð og gæðum að sögn formanns Bílaklúbbs Akureyrar. Bílakúbbur Akureyrar Að setjast undir stýri í gömlum stálfáki er líkt og að láta sig sökkva ofan í mjúkan hægindastól. Þetta segir formaður Bílaklúbbs Akureyrar um hina haganlega smíðuðu fornbíla. Þrjú hundruð af glæsilegustu bílum landsins, gömlum og nýjum, verða á hátíðarsýningu á bíladögum á Akureyri. Það ríkir mikil eftirvænting því Bíladagar eru eins konar árshátíð mótorsport og bílaáhugamanna. Þórhildur Elín Elínardóttir samskiptastjóri Samgöngustofu hefur numið þessa eftirvæntingu. „Við höfum orðið vör við það hjá Samgöngustofu að fólk er að koma hingað til að sækja númeraplötur sem hafa verið lagðar inn sérstaklega í þeim erindagjörðum að fara á Bíladaga. Þannig má nefna að frá 1. júní og til dagsins í dag hafa 94 fornökutæki verið skráð í umferð,“ segir Þórhildur. Hátíðin stendur fram á miðnætti á laugardag en í boði verður götuspyrna, hátíðarbílasýning, „drift“og „burnout“. Einar Gunnlaugsson, formaður Bílaklúbbs Akureyrar, sem stendur að Bíladögum, segir að hin árlega bílasýning hafi verið haldin á 17. júní frá 1973. „Og nú er hún haldin í íþróttahúsinu í Boganum við Þórsheimilið og þar eru svona þrjú hundruð sýningartæki og bæði gamlir og nýir bílar og baraflottustu bílar landsins allir saman komnir.“ En hvers vegna eru eldri bílarnir alltaf fallegri en þeir nýju? „Það var bara lagður miklu meiri metnaður og annað í að smíða þá. Í dag er verið að framleiða bíla fyrir markaðinn og fjöldann en hér áður fyrr, þegar bílasmíði byrjaði fyrst, þá var verið að höfða til fegurðar og gæða.“ Bærinn iðar allur af lífi í dag en auk hátíðargesta streyma norður útskrifaðir MA-ingar sem ætla að dimmitera í kvöld. Blíðskaparveður er í kortunum á Akureyri í dag en Bíladagar hefjast formlega klukkan sex í dag með svokallaðri „driftsýningu“. „Þar sem öflugustu drift bílar landsins sýna listir sínar.“ En hvert er aðdráttaraflið við bílana? „Úff, hvernig á ég að fara að því að svara því? Sko, þessir gömlu stálfákar eru eins og að setjast í mjúkan Lazyboy stól og það er munur á að sitja í Lazyboy eða á hörðum koll.“ Bílaáhuginn fylgt þér lengi? „Jájá, í raun frá því ég var barn sjálfur. Þettahefur heillað mig. Boltaíþróttirnar höfðuðu ekki til mín en bílar og mótorsport hafa verið mínar ær og kýr.“ Bílar Akureyri Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Sjá meira
Það ríkir mikil eftirvænting því Bíladagar eru eins konar árshátíð mótorsport og bílaáhugamanna. Þórhildur Elín Elínardóttir samskiptastjóri Samgöngustofu hefur numið þessa eftirvæntingu. „Við höfum orðið vör við það hjá Samgöngustofu að fólk er að koma hingað til að sækja númeraplötur sem hafa verið lagðar inn sérstaklega í þeim erindagjörðum að fara á Bíladaga. Þannig má nefna að frá 1. júní og til dagsins í dag hafa 94 fornökutæki verið skráð í umferð,“ segir Þórhildur. Hátíðin stendur fram á miðnætti á laugardag en í boði verður götuspyrna, hátíðarbílasýning, „drift“og „burnout“. Einar Gunnlaugsson, formaður Bílaklúbbs Akureyrar, sem stendur að Bíladögum, segir að hin árlega bílasýning hafi verið haldin á 17. júní frá 1973. „Og nú er hún haldin í íþróttahúsinu í Boganum við Þórsheimilið og þar eru svona þrjú hundruð sýningartæki og bæði gamlir og nýir bílar og baraflottustu bílar landsins allir saman komnir.“ En hvers vegna eru eldri bílarnir alltaf fallegri en þeir nýju? „Það var bara lagður miklu meiri metnaður og annað í að smíða þá. Í dag er verið að framleiða bíla fyrir markaðinn og fjöldann en hér áður fyrr, þegar bílasmíði byrjaði fyrst, þá var verið að höfða til fegurðar og gæða.“ Bærinn iðar allur af lífi í dag en auk hátíðargesta streyma norður útskrifaðir MA-ingar sem ætla að dimmitera í kvöld. Blíðskaparveður er í kortunum á Akureyri í dag en Bíladagar hefjast formlega klukkan sex í dag með svokallaðri „driftsýningu“. „Þar sem öflugustu drift bílar landsins sýna listir sínar.“ En hvert er aðdráttaraflið við bílana? „Úff, hvernig á ég að fara að því að svara því? Sko, þessir gömlu stálfákar eru eins og að setjast í mjúkan Lazyboy stól og það er munur á að sitja í Lazyboy eða á hörðum koll.“ Bílaáhuginn fylgt þér lengi? „Jájá, í raun frá því ég var barn sjálfur. Þettahefur heillað mig. Boltaíþróttirnar höfðuðu ekki til mín en bílar og mótorsport hafa verið mínar ær og kýr.“
Bílar Akureyri Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Sjá meira