Myndir: Öllavöllur vígður við hátíðlega athöfn í Reykjanesbæ í minningu Örlygs Sturlusonar Atli Arason skrifar 17. júní 2022 21:45 Særún Lúðvíksdóttir, móðir Ölla, klippir á borða til að opna Öllavöll. Með henni eru Elvar Sturluson, bróðir Ölla, og dætur Elvars, þær Jana María og Andrea Vigdís. Vísir/Atli Arason Öllavöllur var formlega vígður klukkan 18 í dag við Fjörheima í Reykjanesbæ. Völlurinn er hinn glæsilegasti með allri nýjustu tækni og ætlaður öllum sem vilja spila og æfa sig í körfubolta. Öllavöllur er byggður til að heiðra minningu Örlygs Arons Sturlusonar sem lést langt fyrir aldur fram í janúar árið 2000. Örlygur, eða Ölli eins og hann var oftast kallaður, var einhver efnilegasti körfuboltamaður sem sést hefur hér á landi en hann lést af slysförum aðeins rétt rúmlega 18 ára gamall. Það tók rúmt ár að byggja völlinn en það voru krakkar í félagsmiðstöðinni Fjörheimar sem sáu skipulagningu verkefnisins og að afla fjár til að gera Öllavöll að veruleika. Formaður unglingaráðs Fjörheima, Margrét Norðfjörð Karlsdóttir, og formaður ungmennaráðs Reykjanesbæjar, Betsý Ásta Stefánsdóttir, kynna Öllavöll og undirbúning vallarins.Vísir/Atli Arason „Þetta er yndislegt, þetta er ekki í fyrsta skipti sem ungmenni í Reykjanesbæ eru að heiðra minningu hans Ölla en þau hafa meðal annars haldið tónleika og gefið í minningarsjóð Ölla. Þessir krakkar eru ótrúlegir og ég veit að þessi völlur á eftir að gera það gott. Ölli æfði sjálfur mikið á svona völlum en hann var alltaf að æfa sig. Ef hann var ekki á æfingu hjá Njarðvík þá var hann á svona völlum. Þetta er að fara að gera mjög mikið fyrir krakkana að hafa gott svæði til að vera alltaf dripplandi og að æfa sig,“ sagði Særún Lúðvíksdóttir, móðir Ölla, í viðtali við Vísi eftir vígslu vallarins. Styrkir börn til íþróttaiðkunar Særún stofnaði minningarsjóð Ölla sem hefur það markmið að styrkja börn í íþróttum sem hafa ekki það fjárhagslegt bakland sem þarf til þess að stunda íþróttina. Eftir að búið var að víga Öllavöll var farið í hinn klassíska skotleik "Stinger"Vísir/Atli Arason „Sjóðurinn styrkir öll börn sem þurfa á því að halda. T.d. ferðastyrkir, æfingagjöld eða bara það sem þarf svo þau geta stundað sína íþrótt. Sjóðurinn styrkir öll börn allsstaðar á landinu í öllum íþróttum, sama hvað það er. Þegar það er eitthvað barn í íþrótt sem vantar bakland, þá er minningarsjóður Ölla þar,“ svaraði Særún aðspurð út í markmið minningarsjóðs Ölla. Öllavöllur mun halda uppi minningu Ölla um ókomna tíð ásamt því að vekja athygli á minningarsjóð Ölla. Særún er hrærð og stolt yfir þessu framtaki ungmenna í Reykjanesbæ. Ungir jafnt sem aldnir tóku þátt.Vísir/Atli Arason „Þetta skiptir öllu máli, þetta vekur líka athygli á sjóðnum en bara í þessari viku greiddi sjóðurinn 300 þúsund krónur í að styrkja börn af allskonar ástæðum. Með þessum leikvelli er minningin hans er heiðruð og haldið á lofti og þá vita líka fleiri af sjóðnum og geta leitað til hans. Sjóðurinn er bakland fyrir fullt af börnum,“ sagði Særún Lúðvíksdóttir, móðir Örlygs Sturlusonar og stofnandi minningarsjóðs Ölla. Hægt er að kynna sér minningarsjóð Ölla, styrkja sjóðinn eða sækja um styrk á heimasíðunni minningarsjodurolla.is. Páll Kristinsson, liðsfélagi Ölla á sínum tíma hjá Njarðvík, lét sig ekki vanta. Páll datt þó óvenju snemma út úr skotkeppninni.Vísir/Atli Arason Það var fjölmennt á Öllavelli.Vísir/Atli Arason Heimildarmynd Garðars Arnarsonar um Örlyg Sturluson Íslenski boltinn Reykjanesbær Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Körfubolti Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn Tatum með slitna hásin Körfubolti Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Fótbolti Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Íslenski boltinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Enski boltinn Fleiri fréttir Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Sjá meira
Örlygur, eða Ölli eins og hann var oftast kallaður, var einhver efnilegasti körfuboltamaður sem sést hefur hér á landi en hann lést af slysförum aðeins rétt rúmlega 18 ára gamall. Það tók rúmt ár að byggja völlinn en það voru krakkar í félagsmiðstöðinni Fjörheimar sem sáu skipulagningu verkefnisins og að afla fjár til að gera Öllavöll að veruleika. Formaður unglingaráðs Fjörheima, Margrét Norðfjörð Karlsdóttir, og formaður ungmennaráðs Reykjanesbæjar, Betsý Ásta Stefánsdóttir, kynna Öllavöll og undirbúning vallarins.Vísir/Atli Arason „Þetta er yndislegt, þetta er ekki í fyrsta skipti sem ungmenni í Reykjanesbæ eru að heiðra minningu hans Ölla en þau hafa meðal annars haldið tónleika og gefið í minningarsjóð Ölla. Þessir krakkar eru ótrúlegir og ég veit að þessi völlur á eftir að gera það gott. Ölli æfði sjálfur mikið á svona völlum en hann var alltaf að æfa sig. Ef hann var ekki á æfingu hjá Njarðvík þá var hann á svona völlum. Þetta er að fara að gera mjög mikið fyrir krakkana að hafa gott svæði til að vera alltaf dripplandi og að æfa sig,“ sagði Særún Lúðvíksdóttir, móðir Ölla, í viðtali við Vísi eftir vígslu vallarins. Styrkir börn til íþróttaiðkunar Særún stofnaði minningarsjóð Ölla sem hefur það markmið að styrkja börn í íþróttum sem hafa ekki það fjárhagslegt bakland sem þarf til þess að stunda íþróttina. Eftir að búið var að víga Öllavöll var farið í hinn klassíska skotleik "Stinger"Vísir/Atli Arason „Sjóðurinn styrkir öll börn sem þurfa á því að halda. T.d. ferðastyrkir, æfingagjöld eða bara það sem þarf svo þau geta stundað sína íþrótt. Sjóðurinn styrkir öll börn allsstaðar á landinu í öllum íþróttum, sama hvað það er. Þegar það er eitthvað barn í íþrótt sem vantar bakland, þá er minningarsjóður Ölla þar,“ svaraði Særún aðspurð út í markmið minningarsjóðs Ölla. Öllavöllur mun halda uppi minningu Ölla um ókomna tíð ásamt því að vekja athygli á minningarsjóð Ölla. Særún er hrærð og stolt yfir þessu framtaki ungmenna í Reykjanesbæ. Ungir jafnt sem aldnir tóku þátt.Vísir/Atli Arason „Þetta skiptir öllu máli, þetta vekur líka athygli á sjóðnum en bara í þessari viku greiddi sjóðurinn 300 þúsund krónur í að styrkja börn af allskonar ástæðum. Með þessum leikvelli er minningin hans er heiðruð og haldið á lofti og þá vita líka fleiri af sjóðnum og geta leitað til hans. Sjóðurinn er bakland fyrir fullt af börnum,“ sagði Særún Lúðvíksdóttir, móðir Örlygs Sturlusonar og stofnandi minningarsjóðs Ölla. Hægt er að kynna sér minningarsjóð Ölla, styrkja sjóðinn eða sækja um styrk á heimasíðunni minningarsjodurolla.is. Páll Kristinsson, liðsfélagi Ölla á sínum tíma hjá Njarðvík, lét sig ekki vanta. Páll datt þó óvenju snemma út úr skotkeppninni.Vísir/Atli Arason Það var fjölmennt á Öllavelli.Vísir/Atli Arason Heimildarmynd Garðars Arnarsonar um Örlyg Sturluson
Íslenski boltinn Reykjanesbær Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Körfubolti Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn Tatum með slitna hásin Körfubolti Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Fótbolti Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Íslenski boltinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Enski boltinn Fleiri fréttir Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Sjá meira