Ferjan Baldur vélarvana með 111 um borð Eiður Þór Árnason og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 18. júní 2022 10:33 Ferjan Baldur var smíðuð árið 1979 og kom á Breiðafjörð árið 2015. Hún mun brátt víkja fyrir gamla Herjólfi sem mun taka við siglingaleiðinni. Vísir/Sigurjón Farþegaferjan Baldur er vélarvana á Breiðafirði um 300 metra frá landi með 111 um borð. Þyrla Landhelgisgæslunnar er á leiðinni á staðinn og verður þar til taks. Þetta staðfestir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, í samtali við fréttastofu en Baldur hefur verið vélarvana í meira en klukkustund. Mbl.is greindi fyrst frá málinu. Ásgeir segir að reynt verði að koma ferjunni norðar og flytja farþega í björgunarbáta. Þá muni áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar mögulega taka þátt í aðgerðinni. Búið er að virkja samhæfingarstöðina í Skógarhlíð og unnið er að því að gera varðskipið Þór klárt til brottfarar frá Reykjavík. Vonast til að geta siglt ferjunni aftur í land Gunnlaugur Grettisson, framkvæmdastjóri Sæferða sem annast rekstur ferjunnar, segir í samtali við fréttastofu að bilun hafi komið upp í gír skipsins sem virðist nú vera kominn í lag. Nú sé verið að gera athuganir á vélinni og ef allt gangi eftir verði akkerið losað og ferjunni siglt aftur til hafnar í Stykkishólmi á eigin vélarafli. Að sögn Gunnlaugs verður aðgerðin unnin í samstarfi við Landhelgisgæsluna og mun skipið Björgin sigla með ferjunni og vera henni til halds á trausts á leiðinni. Eiga von á nýrri ferju Bilunin kom upp einungis nokkrum mínútum eftir að ferjan lagði frá höfn klukkan níu í morgun. Akkeri var sett út í kjölfarið og Landhelgisgæslunni gert viðvart auk björgunarsveitarinnar á Stykkishólmi. Þá var annar bátur Sæferða verið sendur til móts við ferjuna og er nú á vettvangi. Gunnlaugur segir 102 farþega vera um borð í Baldri, níu manna áhöfn, 32 bílar og tvö mótorhjól. Þetta er alls ekki í fyrsta sinn sem tæknileg vandræði hrjá farþegaferjuna og segir Gunnlaugur að allir séu sammála um að það þurfi að koma nýtt skip á Breiðafjörð. „Það er búið að ákveða að það komi nýtt skip á Breiðafjörðinn næsta haust og við eins og allir aðrir fögnum því. Við erum algjörlega sammála því að það þurfi að vera þarna öruggar og góðar samgöngur.“ Vegagerðin hafi ákveðið að Herjólfur þriðji komi á Breiðafjörð í september á næsta ári. Ferjan Baldur var smíðuð árið 1979 og kom á Breiðafjörð árið 2015. Fréttin var uppfærð klukkan 11 með viðtali við framkvæmdastjóra Sæferða. Ferjan Baldur Samgöngur Landhelgisgæslan Björgunarsveitir Mest lesið Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Sjá meira
Þetta staðfestir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, í samtali við fréttastofu en Baldur hefur verið vélarvana í meira en klukkustund. Mbl.is greindi fyrst frá málinu. Ásgeir segir að reynt verði að koma ferjunni norðar og flytja farþega í björgunarbáta. Þá muni áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar mögulega taka þátt í aðgerðinni. Búið er að virkja samhæfingarstöðina í Skógarhlíð og unnið er að því að gera varðskipið Þór klárt til brottfarar frá Reykjavík. Vonast til að geta siglt ferjunni aftur í land Gunnlaugur Grettisson, framkvæmdastjóri Sæferða sem annast rekstur ferjunnar, segir í samtali við fréttastofu að bilun hafi komið upp í gír skipsins sem virðist nú vera kominn í lag. Nú sé verið að gera athuganir á vélinni og ef allt gangi eftir verði akkerið losað og ferjunni siglt aftur til hafnar í Stykkishólmi á eigin vélarafli. Að sögn Gunnlaugs verður aðgerðin unnin í samstarfi við Landhelgisgæsluna og mun skipið Björgin sigla með ferjunni og vera henni til halds á trausts á leiðinni. Eiga von á nýrri ferju Bilunin kom upp einungis nokkrum mínútum eftir að ferjan lagði frá höfn klukkan níu í morgun. Akkeri var sett út í kjölfarið og Landhelgisgæslunni gert viðvart auk björgunarsveitarinnar á Stykkishólmi. Þá var annar bátur Sæferða verið sendur til móts við ferjuna og er nú á vettvangi. Gunnlaugur segir 102 farþega vera um borð í Baldri, níu manna áhöfn, 32 bílar og tvö mótorhjól. Þetta er alls ekki í fyrsta sinn sem tæknileg vandræði hrjá farþegaferjuna og segir Gunnlaugur að allir séu sammála um að það þurfi að koma nýtt skip á Breiðafjörð. „Það er búið að ákveða að það komi nýtt skip á Breiðafjörðinn næsta haust og við eins og allir aðrir fögnum því. Við erum algjörlega sammála því að það þurfi að vera þarna öruggar og góðar samgöngur.“ Vegagerðin hafi ákveðið að Herjólfur þriðji komi á Breiðafjörð í september á næsta ári. Ferjan Baldur var smíðuð árið 1979 og kom á Breiðafjörð árið 2015. Fréttin var uppfærð klukkan 11 með viðtali við framkvæmdastjóra Sæferða.
Ferjan Baldur Samgöngur Landhelgisgæslan Björgunarsveitir Mest lesið Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Sjá meira