Tuttugu dagar í EM: „Með þá lágmarkskröfu á klefatónlist að það sé hægt að syngja með laginu“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. júní 2022 11:02 Hallbera í leik gegn Svíum á Laugardalsvelli í undankeppni EM. vísir/vilhelm Vísir telur niður í Evrópumót kvenna í fótbolta sem fram fer í Englandi í júlí og kynnir leikmenn íslenska landsliðsins. Hallbera Guðný Gísladóttir ríður á vaðið. Vinstri bakvörðurinn Hallbera Guðný er einn reynslumesti leikmaður íslenska hópsins sem heldur á Evrópumótið í Englandi í næsta mánuði. Það segir sig kannski sjálft þar sem það eru komnir tveir áratugir síðan hún lék sinn fyrsta meistaraflokksleik. Hallbera Guðný er á leiðinni á sitt þriðja Evrópumót með íslenska landsliðinu. Hún spilaði sinn fyrsta A-landsleik árið 2008 og hefur alls spilað 127 sinnum fyrir Íslands hönd. Hallbera Guðný var ekki í hópnum sem fór á fyrsta Evrópumót Íslands árið 2009 en hún fór bæði 2013 og 2017. Hallbera Guðný í vináttulandsleik gegn Ítalíu á síðasta ári.MATTEO CIAMBELLI/GETTY IMAGES Vinstri bakvörðurinn hefur komið víða við á ferli sínum en í dag spilar hún með Kalmar í Svíþjóð. Það er hennar fjórða lið í Svíþjóð en á síðasti ári lék hún með AIK, árið 2017 var það Djurgården og frá 2012 til 2013 var Piteå. Hér á landi hefur Hallbera Guðný spilað með uppeldisfélagi sínu ÍA, Breiðabliki og Val. Þá lék hún einnig 13 leiki með ítalska liðinu Torres árið 2014. EM kvenna í fótbolta hefst þann 6. júlí en Ísland hefur leik fjórum dögum síðar, sunnudaginn 10. júlí. Ísland er D-riðli með Frakklandi, Ítalíu og Belgíu. Fyrsti meistaraflokksleikur? Júní 2002. Hver hefur kennt þér mest í fótbolta? Margir góðir þjálfarar sem hafa kennt manni helling. Freysi (Freyr Alexandersson) var líklegast sá fyrsti sem náði að búa til almennilegt kjúklingasalat úr litla Skagakjúllanum. Lag sem kemur þér í gírinn fyrir leik? Stjórnin. Er með þá lágmarkskröfu á klefatónlist að það sé hægt að syngja með laginu. Mætir einhver af fjölskyldu/vinum til að styðja þig á EM? Já að minnsta kosti foreldrarnir. Hvaða námi eða vinnu hefur þú sinnt (fyrir utan fótbolta)? Kláraði BS-próf í viðskiptafræði og nú nýlega var ég að klára Meistaranám í markaðsfræði. Ég hef einnig unnið allskonar með fótboltanum, síðasta vinnan var í Landsbankanum sem þjónustu fulltrúi. Í hvernig skóm spilarðu? Nike. Uppáhalds lið í enska? Manchester United. Uppáhalds tölvuleikur? Var mjög flink í Sims einu sinni. Annars spila ég ekki tölvuleiki í dag. Uppáhalds matur? Pizza og allt með mexíkósku þema. Fyndnust í landsliðinu? Cessa (Cecilía Rán Rúnarsdóttir) þegar hún er í stuði. Gáfuðust í landsliðinu? Ég er að minnsta kosti með flesta sigra í Pub-Quizunum. En ætli það sé samt ekki Guðrún (Arnardóttir) sem er með hæstu greindarvísitöluna. Óstundvísust í landsliðinu? Elín Metta Jensen. Hvaða lið vinnur EM (ef ekki Ísland)? Pass. Hvað er skemmtilegast að gera milli æfinga og leikja í landsliðsferðum? Gaman þegar við fáum að skoða okkur um í þeirri borg sem við erum i hverju sinni. Besti andstæðingur/leiðinlegasti andstæðingur? Ási (Ásmundur Haraldsson, aðstoðarþjálfari) í reitarbolta, ótrúlega lipur. Átrúnaðargoð í æsku? Eric Cantona, Ryan Giggs, David Beckham og co. Nefndu eina staðreynd um þig sem fáir vita? Ég féll í frönsku 203. Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta EM 2022 í Englandi Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Körfubolti Kátína í Kenía og kvalir í Köben Sport Fleiri fréttir Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona Í beinni: Breiðablik - Vestri | Geta jafnað Víkinga á toppnum „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Sjá meira
Vinstri bakvörðurinn Hallbera Guðný er einn reynslumesti leikmaður íslenska hópsins sem heldur á Evrópumótið í Englandi í næsta mánuði. Það segir sig kannski sjálft þar sem það eru komnir tveir áratugir síðan hún lék sinn fyrsta meistaraflokksleik. Hallbera Guðný er á leiðinni á sitt þriðja Evrópumót með íslenska landsliðinu. Hún spilaði sinn fyrsta A-landsleik árið 2008 og hefur alls spilað 127 sinnum fyrir Íslands hönd. Hallbera Guðný var ekki í hópnum sem fór á fyrsta Evrópumót Íslands árið 2009 en hún fór bæði 2013 og 2017. Hallbera Guðný í vináttulandsleik gegn Ítalíu á síðasta ári.MATTEO CIAMBELLI/GETTY IMAGES Vinstri bakvörðurinn hefur komið víða við á ferli sínum en í dag spilar hún með Kalmar í Svíþjóð. Það er hennar fjórða lið í Svíþjóð en á síðasti ári lék hún með AIK, árið 2017 var það Djurgården og frá 2012 til 2013 var Piteå. Hér á landi hefur Hallbera Guðný spilað með uppeldisfélagi sínu ÍA, Breiðabliki og Val. Þá lék hún einnig 13 leiki með ítalska liðinu Torres árið 2014. EM kvenna í fótbolta hefst þann 6. júlí en Ísland hefur leik fjórum dögum síðar, sunnudaginn 10. júlí. Ísland er D-riðli með Frakklandi, Ítalíu og Belgíu. Fyrsti meistaraflokksleikur? Júní 2002. Hver hefur kennt þér mest í fótbolta? Margir góðir þjálfarar sem hafa kennt manni helling. Freysi (Freyr Alexandersson) var líklegast sá fyrsti sem náði að búa til almennilegt kjúklingasalat úr litla Skagakjúllanum. Lag sem kemur þér í gírinn fyrir leik? Stjórnin. Er með þá lágmarkskröfu á klefatónlist að það sé hægt að syngja með laginu. Mætir einhver af fjölskyldu/vinum til að styðja þig á EM? Já að minnsta kosti foreldrarnir. Hvaða námi eða vinnu hefur þú sinnt (fyrir utan fótbolta)? Kláraði BS-próf í viðskiptafræði og nú nýlega var ég að klára Meistaranám í markaðsfræði. Ég hef einnig unnið allskonar með fótboltanum, síðasta vinnan var í Landsbankanum sem þjónustu fulltrúi. Í hvernig skóm spilarðu? Nike. Uppáhalds lið í enska? Manchester United. Uppáhalds tölvuleikur? Var mjög flink í Sims einu sinni. Annars spila ég ekki tölvuleiki í dag. Uppáhalds matur? Pizza og allt með mexíkósku þema. Fyndnust í landsliðinu? Cessa (Cecilía Rán Rúnarsdóttir) þegar hún er í stuði. Gáfuðust í landsliðinu? Ég er að minnsta kosti með flesta sigra í Pub-Quizunum. En ætli það sé samt ekki Guðrún (Arnardóttir) sem er með hæstu greindarvísitöluna. Óstundvísust í landsliðinu? Elín Metta Jensen. Hvaða lið vinnur EM (ef ekki Ísland)? Pass. Hvað er skemmtilegast að gera milli æfinga og leikja í landsliðsferðum? Gaman þegar við fáum að skoða okkur um í þeirri borg sem við erum i hverju sinni. Besti andstæðingur/leiðinlegasti andstæðingur? Ási (Ásmundur Haraldsson, aðstoðarþjálfari) í reitarbolta, ótrúlega lipur. Átrúnaðargoð í æsku? Eric Cantona, Ryan Giggs, David Beckham og co. Nefndu eina staðreynd um þig sem fáir vita? Ég féll í frönsku 203.
Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta EM 2022 í Englandi Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Körfubolti Kátína í Kenía og kvalir í Köben Sport Fleiri fréttir Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona Í beinni: Breiðablik - Vestri | Geta jafnað Víkinga á toppnum „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Sjá meira