Sakamálarannsókn á skrifum Arnars sé árás á tjáningarfrelsið Bjarki Sigurðsson skrifar 20. júní 2022 14:08 Eva Hauksdóttir er verjandi Arnars Sverrissonar. Vísir Eva Hauksdóttir, verjandi Arnars Sverrissonar, segir það vera árás á tjáningarfrelsið að ríkissaksóknari hafi falið lögreglu að rannsaka skrif Arnars sem sakamál. Grein Arnars hafi ekki innihaldið árás á trans fólk eða hvatningu til mismunar og ofsókna gegn trans fólki. Forsaga málsins er sú að Arnar Sverrisson, sálfræðingur, skrifaði grein sem birtist á Vísi árið 2020 með heitið: „Kynröskun stúlkna. Hin nýja „móðursýki““. Þar skrifaði hann um trans fólk og kynleiðréttingaraðgerðir. Hann sagði að „kynröskunarfaraldur“ hefði brotist út meðal unglingsstúlkna. Arnar var mjög svo gagnrýndur fyrir grein sína, meðal annars af Óttari Guðmundssyni geðlækni, Elsu Báru Traustadóttur, sérfræðingi í klínískri sálfræði og réttarsálfræði, og Uglu Stefaníu Kristjönudóttur Jónsdóttur, fyrrverandi formanni Trans Íslands. Neituðu fyrst að rannsaka skrifin Fyrir viku síðan var Arnar síðan boðaður í yfirheyrslu hjá lögreglunni eftir kæru frá Tönju Vigdisdottir. Arnar segir að lögreglan hafi í fyrstu hafnað rannsókn á skrifum sínum en að lokum hafi ríkislögreglustjóri fyrirskipað að rannsókn færi fram. Í grein sem Eva Hauksdóttir, verjandi Arnars, birti á Vísi í dag, segir að grein Arnars hafi ekki innihaldið árás á trans fólk eða hvatningu til mismunar eða ofsókna gegn trans fólki, heldur fyrst og fremst gagnrýni á þá hugmynd að kyn sé fyrst og fremst félagslegt fyrirbæri. Arnar telur að kyn ráðist af litningasamsetningu og þeim líkamlegu eiginleikum sem henni fylgja. „Sú skoðun að kyn ráðist af meðfæddum, líkamlegum eiginleikum fór greinilega fyrir brjóstið á þeim aðhyllast þá hugmyndafræði sem Arnar gagnrýndi. Grein hans var sögð full af rangfærslum, án þess að bent væri á neinar rangfærslur, og því haldið fram að Arnar gerði lítið úr þjáningum trans fólks, án þess að það væri á nokkurn hátt útskýrt,“ segir Eva. Varasamt að tjá skoðanir sínar Hún segir að afstaða íslenskra dómstóla til tjáningarfrelsis hafi stökkbreyst á síðustu árum. „Frelsi manna til að níða skóinn af náunga sínum hefur aukist verulega en á sama tíma er orðið varasamt að tjá skoðanir sem móðga þá sem kenna sig við baráttu fyrir fjölbreytileika og félagslegu réttlæti.“ Eva segir að tjáningarfrelsið sé mikilvægasta ráð almennings til að veita yfirvöldum og áhrifafólki aðhald. Minnihlutahópar eigi þó að sjálfsögðu rétt á vernd gegn mismunun og ofsóknum en að grein Arnars sé hvorki mismunun né ofsóknir. „Trans fólk á ekki rétt á því að ríkisvaldið þaggi niður í þeim sem telja eitthvað athugavert við mikla og skyndilega fjölgun kynskiptaaðgerða og hormónameðferða, jafnvel á unglingum,“ segir Eva. Árás á tjáningarfrelsið Samfélag sem hefur lýðræði að leiðarljósi má ekki láta undan kúgunartilburðum neins að sögn Evu og að slíkum tilburðum skuli svara með rökum. „Sú ákvörðun ríkissaksóknara að fela lögreglu sakamálarannsókn á skoðunum Arnars Sverrissonar felur í sér árás á tjáningarfrelsið. Ég hef ekki áhyggjur af því að Arnar verði sakfelldur fyrir hatursorðræðu, enda hefur hann ekki hæðst að trans fólki, rógborið það, smánað það eða ógnað því. Það er aftur á móti áhyggjuefni að fólk eigi á hættu lögreglurannsókn út á það eitt að hafa skoðanir sem falla ekki að pólitískum rétttrúnaði samtímans. Hættan á því fólk þori ekki að tjá óvinsælar skoðanir er ógn við tjáningarfrelsið, réttarríkið og lýðræðið.“ Hún segir að lýðræðissamfélag megi ekki láta undan skoðanakúgun og að það sé vel hægt að lýsa andstöðu við pólitíska hugmyndafræði án þess að ráðast gegn mannréttindum minnihlutahópa. „Höfum hugfast að skoðanakúgun snertir réttindi okkar allra. Ef við samþykkjum þöggun þeirra sem gagnrýna mikla fjölgun kynskiptaaðgerða, getum við reiknað með að þegar fasistar eða aðrir hættulegir hópar ná völdum verði gagnrýni á hugmyndafræði þeirra óskilgreind sem hatursorðræða,“ segir Eva Hauksdóttir. Málefni trans fólks Tjáningarfrelsi Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Erlent Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira
Forsaga málsins er sú að Arnar Sverrisson, sálfræðingur, skrifaði grein sem birtist á Vísi árið 2020 með heitið: „Kynröskun stúlkna. Hin nýja „móðursýki““. Þar skrifaði hann um trans fólk og kynleiðréttingaraðgerðir. Hann sagði að „kynröskunarfaraldur“ hefði brotist út meðal unglingsstúlkna. Arnar var mjög svo gagnrýndur fyrir grein sína, meðal annars af Óttari Guðmundssyni geðlækni, Elsu Báru Traustadóttur, sérfræðingi í klínískri sálfræði og réttarsálfræði, og Uglu Stefaníu Kristjönudóttur Jónsdóttur, fyrrverandi formanni Trans Íslands. Neituðu fyrst að rannsaka skrifin Fyrir viku síðan var Arnar síðan boðaður í yfirheyrslu hjá lögreglunni eftir kæru frá Tönju Vigdisdottir. Arnar segir að lögreglan hafi í fyrstu hafnað rannsókn á skrifum sínum en að lokum hafi ríkislögreglustjóri fyrirskipað að rannsókn færi fram. Í grein sem Eva Hauksdóttir, verjandi Arnars, birti á Vísi í dag, segir að grein Arnars hafi ekki innihaldið árás á trans fólk eða hvatningu til mismunar eða ofsókna gegn trans fólki, heldur fyrst og fremst gagnrýni á þá hugmynd að kyn sé fyrst og fremst félagslegt fyrirbæri. Arnar telur að kyn ráðist af litningasamsetningu og þeim líkamlegu eiginleikum sem henni fylgja. „Sú skoðun að kyn ráðist af meðfæddum, líkamlegum eiginleikum fór greinilega fyrir brjóstið á þeim aðhyllast þá hugmyndafræði sem Arnar gagnrýndi. Grein hans var sögð full af rangfærslum, án þess að bent væri á neinar rangfærslur, og því haldið fram að Arnar gerði lítið úr þjáningum trans fólks, án þess að það væri á nokkurn hátt útskýrt,“ segir Eva. Varasamt að tjá skoðanir sínar Hún segir að afstaða íslenskra dómstóla til tjáningarfrelsis hafi stökkbreyst á síðustu árum. „Frelsi manna til að níða skóinn af náunga sínum hefur aukist verulega en á sama tíma er orðið varasamt að tjá skoðanir sem móðga þá sem kenna sig við baráttu fyrir fjölbreytileika og félagslegu réttlæti.“ Eva segir að tjáningarfrelsið sé mikilvægasta ráð almennings til að veita yfirvöldum og áhrifafólki aðhald. Minnihlutahópar eigi þó að sjálfsögðu rétt á vernd gegn mismunun og ofsóknum en að grein Arnars sé hvorki mismunun né ofsóknir. „Trans fólk á ekki rétt á því að ríkisvaldið þaggi niður í þeim sem telja eitthvað athugavert við mikla og skyndilega fjölgun kynskiptaaðgerða og hormónameðferða, jafnvel á unglingum,“ segir Eva. Árás á tjáningarfrelsið Samfélag sem hefur lýðræði að leiðarljósi má ekki láta undan kúgunartilburðum neins að sögn Evu og að slíkum tilburðum skuli svara með rökum. „Sú ákvörðun ríkissaksóknara að fela lögreglu sakamálarannsókn á skoðunum Arnars Sverrissonar felur í sér árás á tjáningarfrelsið. Ég hef ekki áhyggjur af því að Arnar verði sakfelldur fyrir hatursorðræðu, enda hefur hann ekki hæðst að trans fólki, rógborið það, smánað það eða ógnað því. Það er aftur á móti áhyggjuefni að fólk eigi á hættu lögreglurannsókn út á það eitt að hafa skoðanir sem falla ekki að pólitískum rétttrúnaði samtímans. Hættan á því fólk þori ekki að tjá óvinsælar skoðanir er ógn við tjáningarfrelsið, réttarríkið og lýðræðið.“ Hún segir að lýðræðissamfélag megi ekki láta undan skoðanakúgun og að það sé vel hægt að lýsa andstöðu við pólitíska hugmyndafræði án þess að ráðast gegn mannréttindum minnihlutahópa. „Höfum hugfast að skoðanakúgun snertir réttindi okkar allra. Ef við samþykkjum þöggun þeirra sem gagnrýna mikla fjölgun kynskiptaaðgerða, getum við reiknað með að þegar fasistar eða aðrir hættulegir hópar ná völdum verði gagnrýni á hugmyndafræði þeirra óskilgreind sem hatursorðræða,“ segir Eva Hauksdóttir.
Málefni trans fólks Tjáningarfrelsi Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Erlent Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira