Seðlabankastjóri sýnir á sér betri hlið Ole Anton Bieltvedt skrifar 21. júní 2022 08:01 Ég hef skrifað nokkuð um Seðlabanka, og þá einkum um stýrivaxtastefnu hans og vafasamar tilraunir til að hemja verðbólguna. Afstaða mín og þróun mála Mér hefur líkað illa, að bankinn virðist bara kunna eitt ráð, til að taka á verðbólguvandanum, hækkunn stýrivaxta, sem ráðamenn þar vita þó, að stafar mest af 1) verðspennu á fasteignamarkaði og 2) hækkun verðs innfluttra vara; eldsneytis, hrávöru og neyzluvöru. Vandinn einskorðast mikið við þessa tvo efnahagsþætti af tugum efnahagsþátta í nútíma samfélagi. Verðbólguvandinn er því sérstakur og einangraður. Ég hef því talið, að taka þyrfti á vandanum með sértækum, hnitmiðuðum aðgerðum, sem beindust eingöngu að þessum tveimur vandamálaþáttum, fremur en að vaða í endurteknar og stórfelldar hækkanir stýrivaxta, sem hitta allt og alla, alla efnahagsþætti, valda meiri skaða en þær bæta og bitna helzt á þeim, skuldurum og fátækum, sem hlífa skyldi. Tillögur mínar um aðgerðir á húsnæðismarkaði Nýlega lagði ég til, að Seðlabanki byði, annars vegar, bæjar- og sveitarfélögum, svo og byggingarverktökum og öðrum húsbyggjendum, ríflegt lánsfjármagn á lágmarksvöxtum, 0,5-1,0%, til að örva byggingarframkvæmdir, rífa upp nýtt íbúðarhúsnæði, og, hins vegar, að hann hlutaðist til um, að eiginfjárhlutfall kaupenda yrði hækkað, þar til gott jafnvægi væri komið á framboð og eftirspurn á þessum markaði, hvorttveggja til að hemja húsnæðismarkaðinn. Gleðiefnið; vel gert hjá Seðlabankastjóra 15. júní tilkynnti svo Seðlabankastjóri þá ákvörðun bankans, að fyrstu kaupendur þyrftu nú minnst að koma með eigiðfé upp á 15% af kaupverði, í stað 10% áður. Gott mál! Þetta dregur auðvitað úr kaupgetu og eftirspurn á húsnæðismarkaði, á mjúkan og hnitmiðaðan hátt, án þess að það bitni á öðrum þjóðfélagshópum. Fyrir mér hefði mátt hugleiða, að hafa þessa reglu þannig, að eigið fé fyrir minni íbúðir, upp í 100m2, þyrfti að vera minnst 15%, en svo 20% þar fyrir ofan. Annað gleðiefni Þegar ég kom hingað heim, eftir langa dvöl erlendis, ofbauð mér það fyrirkomulag hér, að lán væru verðtryggð, annað hvort með breytilegum vöxtum, þannig að verðbólga kæmi strax inn í greiðslubyrði skuldara, eða þá þannig, að verðhækkanir bættust á höfuðstól og skuld hækkaði með verðbólgu. Með verðtryggingu skuldar vissi skuldari í raun ekki, hvað hann skuldaði, jafnframt því, að hann hefði ekki hugmynd um, hvort hann gæti staðið við skuldbindingu sína, eða ekki. Sagði ég þetta í einu minna fyrstu erinda hér, 2017, og bætti því við, að ótækt væri, að skuldir og greiðslur væru verðtryggðar, á sama tíma og tekjur væru það ekki. Það var því gleðiefni, nú líka á dögunum, að sjá Seðlabankastjóra vera að fárast yfir þessu líka, einkum því, að verðbólga bættist við höfuðstól skuldar, sem gæti leitt til þess, að skuld hækkaði og hækkaði, þó að borgað væri af, færi jafnvel fram úr upphaflegri lántökufjárhæð. Vil ég hér mér skora á Seðlabankastjóra, að beita sér fyrir því, að óheillafyrirkomulagið verðtryggðar lánveitingar verði bannaðar á Íslandi, enda þekkjast þær hvergi erlendis, svo ég viti. Tveir gjaldmiðlar í landinu Þegar leyft er að verðtryggja skuldir og greiðslur, en eignir og tekjur eru óverðtryggðar, jafngildir það því, að í landinu séu tvenns konar krónur, önnur er vertryggð-króna og hin óverðtryggð-króna, heita hvorttvegja krónur, en eiga lítið annað sameiginlegt. Menn borga ekki skuldir með eignum Ýmsir segja hér, það datt upp úr Seðlankastjóra líka, að þetta verðtryggingarkerfi sé bara í lagi, því að mest hækki eignir, húsnæði, með verðbólgu, og vegi sú hækkun upp á móti hækkun skulda og afborgana. Það er þó alvarleg hugsanaskekkja og meinloka í þessu, því menn geta aðeins greitt skuldir með tekjum, ekki með eignum, nema að þær séu þá seldar. Varla vilja verðtryggingamenn, að fólk selji íbúð sína til að geta greitt skuldir sínar. Evra eina lausnin Upptaka Evru myndi auðvitað leysa þennan vanda, í eitt skipti fyrir öll, því þá væru skuldir og greiðslur og eignir og tekjur allar í nákvæmlega sömu mynt, með nákvæmlega sama vægi og verðgildi. Evru-stýrivextir eru enn 0,0%. Innflutningsverð verði leiðrétt með réttum hætti Á sama hátt og verðlag á innfluttum vörum hefur hækkað, hefur verðlag á útfluttum vörum hækkað. Við bætist vaxandi ferðamannastraumur og betri afkoma ferðamannaþjónustunnar ásamt með því, að við eigum enn digran gjaldeyrisvarasjóð. Í krafti þessara hagstæðu þátta, ber Seðlabanka að stýra gengi krónunnar á þann hátt, að gengistyrking upphefji hækkun innflutningsverðs. Burtu með fingurna af stýrivöxtunum, Seðlabankastjóri, þar er nóg komið af tjóni, skaða og ógæfu! Höfundur er samfélagsrýnir og dýraverndarsinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Seðlabankinn Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Ég hef skrifað nokkuð um Seðlabanka, og þá einkum um stýrivaxtastefnu hans og vafasamar tilraunir til að hemja verðbólguna. Afstaða mín og þróun mála Mér hefur líkað illa, að bankinn virðist bara kunna eitt ráð, til að taka á verðbólguvandanum, hækkunn stýrivaxta, sem ráðamenn þar vita þó, að stafar mest af 1) verðspennu á fasteignamarkaði og 2) hækkun verðs innfluttra vara; eldsneytis, hrávöru og neyzluvöru. Vandinn einskorðast mikið við þessa tvo efnahagsþætti af tugum efnahagsþátta í nútíma samfélagi. Verðbólguvandinn er því sérstakur og einangraður. Ég hef því talið, að taka þyrfti á vandanum með sértækum, hnitmiðuðum aðgerðum, sem beindust eingöngu að þessum tveimur vandamálaþáttum, fremur en að vaða í endurteknar og stórfelldar hækkanir stýrivaxta, sem hitta allt og alla, alla efnahagsþætti, valda meiri skaða en þær bæta og bitna helzt á þeim, skuldurum og fátækum, sem hlífa skyldi. Tillögur mínar um aðgerðir á húsnæðismarkaði Nýlega lagði ég til, að Seðlabanki byði, annars vegar, bæjar- og sveitarfélögum, svo og byggingarverktökum og öðrum húsbyggjendum, ríflegt lánsfjármagn á lágmarksvöxtum, 0,5-1,0%, til að örva byggingarframkvæmdir, rífa upp nýtt íbúðarhúsnæði, og, hins vegar, að hann hlutaðist til um, að eiginfjárhlutfall kaupenda yrði hækkað, þar til gott jafnvægi væri komið á framboð og eftirspurn á þessum markaði, hvorttveggja til að hemja húsnæðismarkaðinn. Gleðiefnið; vel gert hjá Seðlabankastjóra 15. júní tilkynnti svo Seðlabankastjóri þá ákvörðun bankans, að fyrstu kaupendur þyrftu nú minnst að koma með eigiðfé upp á 15% af kaupverði, í stað 10% áður. Gott mál! Þetta dregur auðvitað úr kaupgetu og eftirspurn á húsnæðismarkaði, á mjúkan og hnitmiðaðan hátt, án þess að það bitni á öðrum þjóðfélagshópum. Fyrir mér hefði mátt hugleiða, að hafa þessa reglu þannig, að eigið fé fyrir minni íbúðir, upp í 100m2, þyrfti að vera minnst 15%, en svo 20% þar fyrir ofan. Annað gleðiefni Þegar ég kom hingað heim, eftir langa dvöl erlendis, ofbauð mér það fyrirkomulag hér, að lán væru verðtryggð, annað hvort með breytilegum vöxtum, þannig að verðbólga kæmi strax inn í greiðslubyrði skuldara, eða þá þannig, að verðhækkanir bættust á höfuðstól og skuld hækkaði með verðbólgu. Með verðtryggingu skuldar vissi skuldari í raun ekki, hvað hann skuldaði, jafnframt því, að hann hefði ekki hugmynd um, hvort hann gæti staðið við skuldbindingu sína, eða ekki. Sagði ég þetta í einu minna fyrstu erinda hér, 2017, og bætti því við, að ótækt væri, að skuldir og greiðslur væru verðtryggðar, á sama tíma og tekjur væru það ekki. Það var því gleðiefni, nú líka á dögunum, að sjá Seðlabankastjóra vera að fárast yfir þessu líka, einkum því, að verðbólga bættist við höfuðstól skuldar, sem gæti leitt til þess, að skuld hækkaði og hækkaði, þó að borgað væri af, færi jafnvel fram úr upphaflegri lántökufjárhæð. Vil ég hér mér skora á Seðlabankastjóra, að beita sér fyrir því, að óheillafyrirkomulagið verðtryggðar lánveitingar verði bannaðar á Íslandi, enda þekkjast þær hvergi erlendis, svo ég viti. Tveir gjaldmiðlar í landinu Þegar leyft er að verðtryggja skuldir og greiðslur, en eignir og tekjur eru óverðtryggðar, jafngildir það því, að í landinu séu tvenns konar krónur, önnur er vertryggð-króna og hin óverðtryggð-króna, heita hvorttvegja krónur, en eiga lítið annað sameiginlegt. Menn borga ekki skuldir með eignum Ýmsir segja hér, það datt upp úr Seðlankastjóra líka, að þetta verðtryggingarkerfi sé bara í lagi, því að mest hækki eignir, húsnæði, með verðbólgu, og vegi sú hækkun upp á móti hækkun skulda og afborgana. Það er þó alvarleg hugsanaskekkja og meinloka í þessu, því menn geta aðeins greitt skuldir með tekjum, ekki með eignum, nema að þær séu þá seldar. Varla vilja verðtryggingamenn, að fólk selji íbúð sína til að geta greitt skuldir sínar. Evra eina lausnin Upptaka Evru myndi auðvitað leysa þennan vanda, í eitt skipti fyrir öll, því þá væru skuldir og greiðslur og eignir og tekjur allar í nákvæmlega sömu mynt, með nákvæmlega sama vægi og verðgildi. Evru-stýrivextir eru enn 0,0%. Innflutningsverð verði leiðrétt með réttum hætti Á sama hátt og verðlag á innfluttum vörum hefur hækkað, hefur verðlag á útfluttum vörum hækkað. Við bætist vaxandi ferðamannastraumur og betri afkoma ferðamannaþjónustunnar ásamt með því, að við eigum enn digran gjaldeyrisvarasjóð. Í krafti þessara hagstæðu þátta, ber Seðlabanka að stýra gengi krónunnar á þann hátt, að gengistyrking upphefji hækkun innflutningsverðs. Burtu með fingurna af stýrivöxtunum, Seðlabankastjóri, þar er nóg komið af tjóni, skaða og ógæfu! Höfundur er samfélagsrýnir og dýraverndarsinni.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun