Nítján dagar í EM: Finnst sveppir ógeðslegir, elskar að prjóna og er sprenglærð Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. júní 2022 11:01 Dagný í einum af 101 A-landsleik sínum. Vísir/Hulda Margrét Vísir telur niður í Evrópumót kvenna í fótbolta sem fram fer í Englandi í júlí og kynnir leikmenn íslenska landsliðsins. Dagný Brynjarsdóttir, leikmaður West Ham United, er þriðja í röðinni. Það þarf vart að kynna Dagnýju Brynjarsdóttur fyrir landanum enda verið máttarstólpi í íslenska landsliðinu síðan elstu Íslendingar muna, svona þannig allavega. Hin þrítuga Dagný lék sinn fyrsta A-landsleik árið 2010 en alls hefur hún spilað 101 A-landsleik, skorað 34 mörk og farið tvívegis á Evrópumót. Eitt markanna kom í 1-0 sigri Íslands gegn Hollandi á EM 2013 en það er til þessa eini sigur Íslands á stórmóti. Dagný stefnir eflaust á að bæta við fleiri mörkum, og sigrum, á EM í sumar. Á tíma sínum í atvinnumennsku spilaði Dagný með þýska stórliðinu Bayern Munchen og bandaríska stórliðinu Portland Thorns áður en hún samdi við West Ham á síðasta ári. Hér á landi hefur hún leikið með sameiginlegu liði KFR og Ægis, Val og Selfossi. Dagný í leik með West Ham.Bradley Collyer/Getty Images Þá lék Dagný með Florida State háskólanum í Bandaríkjunum frá 2011 til 2014. Þar spilaði hún 87 leiki og skoraði 44 mörk. Fyrsti meistaraflokksleikur? Árið 2006 þá 14 ára gömul með sameiginlegu liði KFR/Ægi. Hver hefur kennt þér mest í fótbolta? Mark Krikorian (þjálfari Dagnýjar hjá Florida State). Lag sem kemur þér í gírinn fyrir leik? I Have A Dream með ABBA. Mætir einhver af fjölskyldu/vinum til að styðja þig á EM? Já mjög margir. Vinir, fjölskylda og tengdafjölskylda. Hvaða námi eða vinnu hefur þú sinnt (fyrir utan fótbolta)? Er með BS-gráðu í Sport Management og Meistaragráðu í heilsuþjálfun og kennslu. Er einnig lærður einkaþjálfari og styrktarþjálfari. Í hvernig skóm spilarðu? Nike Superfly. Uppáhalds lið í enska? West Ham United. Uppáhalds tölvuleikur? Hef ekki tíma fyrir tölvuleiki. Uppáhalds matur? Lasagne og fiskur. Fyndnust í landsliðinu? Cessa (Cecilía Rán Rúnarsdóttir, markvörður). Gáfuðust í landsliðinu? Hlýtur að vera Hallbera (Guðný Gísladóttir). Hún vinnur alltaf spurningakeppnirnar! Óstundvísust í landsliðinu? Sveindís (Jane Jónsdóttir). Hvaða lið vinnur EM (ef ekki Ísland)? Spánn. Hvað er skemmtilegast að gera milli æfinga og leikja í landsliðsferðum? Prjóna og spjalla. Besti andstæðingur/leiðinlegasti andstæðingur? Crystal Dunn (landsliðskona Bandaríkjanna). Átrúnaðargoð í æsku? Brasilíski Ronaldo. Nefndu eina staðreynd um þig sem fáir vita? Sveppir eru eitt það ógeðslegasta sem að ég veit um en samt elska ég sveppasósur og súpur. Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta EM 2022 í Englandi Tengdar fréttir Tuttugu dagar í EM: „Dagný er seinust í 95 prósent tilvika“ Vísir telur niður í Evrópumót kvenna í fótbolta sem fram fer í Englandi í júlí og kynnir leikmenn íslenska landsliðsins. Grindvíkingurinn Ingibjörg Sigurðardóttir er önnur í röðinni. 20. júní 2022 14:01 Tuttugu dagar í EM: „Með þá lágmarkskröfu á klefatónlist að það sé hægt að syngja með laginu“ Vísir telur niður í Evrópumót kvenna í fótbolta sem fram fer í Englandi í júlí og kynnir leikmenn íslenska landsliðsins. Hallbera Guðný Gísladóttir ríður á vaðið. 20. júní 2022 11:02 Mest lesið Í beinni: Ísrael - Ísland | Fyrsti leikur á EM Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Enski boltinn Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Fleiri fréttir Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Diljá og Karólína skoruðu báðar Ísabella Sara lagði upp í Meistaradeild Evrópu Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Tveir nýliðar í landsliðshópnum Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Sjá meira
Það þarf vart að kynna Dagnýju Brynjarsdóttur fyrir landanum enda verið máttarstólpi í íslenska landsliðinu síðan elstu Íslendingar muna, svona þannig allavega. Hin þrítuga Dagný lék sinn fyrsta A-landsleik árið 2010 en alls hefur hún spilað 101 A-landsleik, skorað 34 mörk og farið tvívegis á Evrópumót. Eitt markanna kom í 1-0 sigri Íslands gegn Hollandi á EM 2013 en það er til þessa eini sigur Íslands á stórmóti. Dagný stefnir eflaust á að bæta við fleiri mörkum, og sigrum, á EM í sumar. Á tíma sínum í atvinnumennsku spilaði Dagný með þýska stórliðinu Bayern Munchen og bandaríska stórliðinu Portland Thorns áður en hún samdi við West Ham á síðasta ári. Hér á landi hefur hún leikið með sameiginlegu liði KFR og Ægis, Val og Selfossi. Dagný í leik með West Ham.Bradley Collyer/Getty Images Þá lék Dagný með Florida State háskólanum í Bandaríkjunum frá 2011 til 2014. Þar spilaði hún 87 leiki og skoraði 44 mörk. Fyrsti meistaraflokksleikur? Árið 2006 þá 14 ára gömul með sameiginlegu liði KFR/Ægi. Hver hefur kennt þér mest í fótbolta? Mark Krikorian (þjálfari Dagnýjar hjá Florida State). Lag sem kemur þér í gírinn fyrir leik? I Have A Dream með ABBA. Mætir einhver af fjölskyldu/vinum til að styðja þig á EM? Já mjög margir. Vinir, fjölskylda og tengdafjölskylda. Hvaða námi eða vinnu hefur þú sinnt (fyrir utan fótbolta)? Er með BS-gráðu í Sport Management og Meistaragráðu í heilsuþjálfun og kennslu. Er einnig lærður einkaþjálfari og styrktarþjálfari. Í hvernig skóm spilarðu? Nike Superfly. Uppáhalds lið í enska? West Ham United. Uppáhalds tölvuleikur? Hef ekki tíma fyrir tölvuleiki. Uppáhalds matur? Lasagne og fiskur. Fyndnust í landsliðinu? Cessa (Cecilía Rán Rúnarsdóttir, markvörður). Gáfuðust í landsliðinu? Hlýtur að vera Hallbera (Guðný Gísladóttir). Hún vinnur alltaf spurningakeppnirnar! Óstundvísust í landsliðinu? Sveindís (Jane Jónsdóttir). Hvaða lið vinnur EM (ef ekki Ísland)? Spánn. Hvað er skemmtilegast að gera milli æfinga og leikja í landsliðsferðum? Prjóna og spjalla. Besti andstæðingur/leiðinlegasti andstæðingur? Crystal Dunn (landsliðskona Bandaríkjanna). Átrúnaðargoð í æsku? Brasilíski Ronaldo. Nefndu eina staðreynd um þig sem fáir vita? Sveppir eru eitt það ógeðslegasta sem að ég veit um en samt elska ég sveppasósur og súpur.
Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta EM 2022 í Englandi Tengdar fréttir Tuttugu dagar í EM: „Dagný er seinust í 95 prósent tilvika“ Vísir telur niður í Evrópumót kvenna í fótbolta sem fram fer í Englandi í júlí og kynnir leikmenn íslenska landsliðsins. Grindvíkingurinn Ingibjörg Sigurðardóttir er önnur í röðinni. 20. júní 2022 14:01 Tuttugu dagar í EM: „Með þá lágmarkskröfu á klefatónlist að það sé hægt að syngja með laginu“ Vísir telur niður í Evrópumót kvenna í fótbolta sem fram fer í Englandi í júlí og kynnir leikmenn íslenska landsliðsins. Hallbera Guðný Gísladóttir ríður á vaðið. 20. júní 2022 11:02 Mest lesið Í beinni: Ísrael - Ísland | Fyrsti leikur á EM Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Enski boltinn Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Fleiri fréttir Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Diljá og Karólína skoruðu báðar Ísabella Sara lagði upp í Meistaradeild Evrópu Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Tveir nýliðar í landsliðshópnum Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Sjá meira
Tuttugu dagar í EM: „Dagný er seinust í 95 prósent tilvika“ Vísir telur niður í Evrópumót kvenna í fótbolta sem fram fer í Englandi í júlí og kynnir leikmenn íslenska landsliðsins. Grindvíkingurinn Ingibjörg Sigurðardóttir er önnur í röðinni. 20. júní 2022 14:01
Tuttugu dagar í EM: „Með þá lágmarkskröfu á klefatónlist að það sé hægt að syngja með laginu“ Vísir telur niður í Evrópumót kvenna í fótbolta sem fram fer í Englandi í júlí og kynnir leikmenn íslenska landsliðsins. Hallbera Guðný Gísladóttir ríður á vaðið. 20. júní 2022 11:02